Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frídagur verslunarmanna, sumarsýningar og stórstjörnur

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 1.–22. ág­úst.

Frídagur verslunarmanna, sumarsýningar og stórstjörnur

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar.

Verslunarmannarhelgin 2019

Hvar? Víðs vegar
Hvenær? 2.–4. ágúst
Aðgangseyrir: Fer eftir hátíðinni.

Á þriggja daga helginni sem er kennd við frídag verslunarmanna er ofgnótt af spennandi bæjarhátíðum fyrir gleðipinna. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta er enn og aftur haldið á Bolungarvík, en auk viðvaningsvænu keppninnar verða líka tónleikar, bjór jóga og fleira í boði. Fyrir norðan á Akureyri er Ein með öllu haldin og fyrir austan, í Neskaupstað, er Neistaflug haldið, en báðar hátíðirnar eru fjölskylduvænar með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Á Laugarbakka er Norðanpaunk, DIY árshátíð pönkara, haldið, en þar koma fram um 45 jaðarsveitir sem spila erfiða tónlist fyrir gott fólk. Innipúkar geta líka glaðst yfir því að hátíðin Innipúkinn verður haldinn í 18. sinn í Reykjavík, í þetta sinn á Granda.

Flæði – opnunarpartí

Hvar? Flæði
Hvenær? 1. ágúst 14.00–22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Flæði er nýtt listamannarekið rými sem verður opnað á Grettisgötu 3, en það er hugsað sem stökkpallur fyrir fjölbreytta flóru lista af mismunandi toga. Í opnunarhófinu verða sýnd listaverk eftir Sunnu Axels, keramikverk eftir Antoníu Bergþórsdóttur og ljósmyndir eftir Brynju. Um kvöldið spilar síðan danska tónlistarkonan Zaar draumkennda tóna.

… og hvað svo?

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 4. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sumarsýningu Nýlistasafnsins mætast verk ellefu listamanna sem, hvert fyrir sig og í samtali sín á milli, ávarpa hið yfirvofandi og rannsaka listina sem áhrifavald. Sýningin spyr stórra spurninga eins og hvort list geti haft mótandi áhrif á það sem á eftir að gerast, og hvort listin hjálpi fólki að kljást við raunveruleikann eða hvort hún feli í sér raunveruleikaflótta.

Öll brögð möguleg

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 4. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sumarsýning Kling & Bang er hópsýning sjö ungs myndlistarfólks sem kemur allt úr mismunandi átt. Í þessum bræðingi koma fyrir innsetningar og lifandi tónverk, hljóðleiðsagnir og sérsaumaðir sandpokar. Viðkvæmar töfflur úr pitsukössum sitja við hliðina á ís sem bragðast eins og göngutúr og sápu sem lyktar eins og sumarið. Ekkert er satt og allt er leyfilegt á þessari sýningu.

Mill

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 4. ágúst kl. 15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hanna Mia er sænskt-íslenskt söngvaskáld, betur þekkt sem Mill. Tónlist hennar vakti athygli þegar hún hóf tónsmíðaverkefni þar sem hún samdi eitt lag á dag í heilt ár. Á Pikknikk-tónleikum hennar í Norræna húsinu mun Mill flytja hápunktana frá þessu ferli í samstarfi við vini og námsfélaga frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Tónleikarnir verða haldnir í gróðurhúsi Norræna hússins.

míní-míní múltíversa

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 11. ágúst
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Ragnheiður Káradóttir kannar mörkin á milli hins manngerða og hins náttúrulega á þessari sýningu. Sérstaklega lítur hún til staða sem hannaðir hafa verið til afþreyingar; með innsetningu sinni kallar Ragnheiður fram eins konar rof í veruleika áhorfenda með innsýn í ímyndaða hliðarvídd sem kallast á við það umhverfi sem við þekkjum. Hinn 8. ágúst klukkan 20.00 verður Ragnheiður með leiðsögn um sýninguna.

HIMA 2019

Hvar? Harpa
Hvenær? 6., 10., 11. & 15. ágúst
Aðgangseyrir: frá 5.000 kr.

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu var fyrst haldin árið 2013, en hún samanstendur bæði af æfingabúðum fyrir ungt tónlistarfólk og röð af tónleikum. Opnunarhóf er 6. ágúst, en 10. og 11. má hlýða á unga og upprennandi flytjendur. 15. ágúst eru síðan hátíðartónleikarnir þar sem strengjasveit HIMA leikur fjögur verk, auk þess sem mismunandi tónverk eru flutt á mismunandi stöðum í tónleikasalnum.

Hinsegin dagar

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 8.–17. ágúst
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðum

Hinsegin dagar, eða Reykjavík Pride, hafa verið haldnir árlega frá 1999 og fagna því 20 ára afmæli í ár. Þessi hátíð hamingju, ástar og fjölbreytni hefur spilað stóran þátt í vitundarvakningu á málefnum hinsegin fólks, en nú er hún orðin fastur liður í viðburðadagatali borgarinnar. Auk fjölmargra viðburða í vikunni er Gleðigangan haldin 17. ágúst klukkan 14.00.

FINGERED EYED

Hvar? i8
Hvenær? Til 10. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk bandarísku myndlistarkonunnar B. Ingrid Olson hafa fram til þessa fallið illa að flokkunarkerfi listmiðlunar: um leið og þau eru svo miklu meira en „skúlptúrar og ljósmyndir í innrými“ eru verkin vitanlega mestanpart skúlptúrar, oft ljósmyndir og alltaf í samspili við innrými. Skúlptúrverkin á þessari sýningu eru hvert um sig föst á fleti, þau rjúfa vegginn og nota hann sem undirstöðu til að vaxa útfrá.

Elín Harpa

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 11. ágúst kl. 15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Elín Harpa er íslensk raftónlistarkona sem gaf nýverið út sitt fyrsta lag „Run“, fyrsta smáskífa hennar er væntanleg síðar á þessu ári. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín starfað lengi í tónlist en hún hóf sinn tónlistarferil eftir þátttöku í The Voice Iceland. Undanfarin ár hefur Elín Harpa starfað með íslensku hljómsveitinni Bang Gang og spilað með þeim um Asíu.

Ed Sheeran

Hvar? Laugardalsvöllur
Hvenær? 11. ágúst kl. 18.30
Aðgangseyrir: frá 15.990 kr.

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran leggur land undir fót og heldur stórtónleika á Íslandi. Það seldist upp á svipstundu á tónleika hans 10. ágúst og var því þessum aukatónleikum bætt við. Með honum í för eru samlandi hans, James Bay, sænska poppstirnið Zara Larsson og upprennandi íslenska stjarnan Glowie sem býr í Lundúnum þar sem hún vinnur hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni.

ADHD

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 14. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: frá 2.000 kr.

Djasshljómsveitin ADHD gaf á dögunum út sína sjöundu plötu, ADHD 7, og hefur því spilað víða í sumar. Sveitin tekur nú þátt í Sumartónleikaröð Norræna hússins þar sem efni bæði af nýju og eldri plötum verður leikið fyrir gesti. Hljómsveitin var stofnuð í kringum blúshátíð Hafnar á Hornafirði fyrir tólf árum og hefur verið starfrækt síðan þá.

Jaðar

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 15. ágúst til 22. september
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Emmu Heiðarsdóttur byggjast á inngripi í þau rými sem hún sýnir í auk sjálfstæðra þrívíðra verka og myndbandsverka. Emma er 39. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal, en hún einkennist af því að bjóða efnilegum listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

FM Belfast

Hvar? Havarí
Hvenær? 17. ágúst
Aðgangseyrir: 4.000 kr.

Rafmögnuðu poppararnir og gleðisprengjurnar í FM Belfast spila enn og aftur í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði. Sveitin hefur verið virk í fjórtán ár, gefið út fjórar breiðskífur og spilað á öllum hátíðum og tónleikastöðum sem vert er að minnast á. Þessir tónleikar eru þeir síðustu í seríunni „Sumar í Havarí 2019“ og því má búast við því að í engu verði sparað og að þakið verði endanlega rifið af hlöðunni.

Toolraiser 2019

Hvar? Verkfærasafn Reykjavíkur
Hvenær? 18. ágúst kl. 17.00–23.30
Aðgangseyrir: eitt verkfæri.

Verkfærasafn Reykjavíkur var opnað fyrir ári, en á þessu safni býðst meðlimum að fá verkfæri lánuð í nokkra daga. Þessi viðburður er í senn afmælisfögnuður og fjáröflun fyrir komandi vetur, en aðgangseyririnn er eitt verkfæri. Boðið verður upp á tónleika þar sem MSEA, Skoffín, Dead Bird Lady og fleiri koma fram. Á boðstólum verður kaka og bjór frá Ægisgarði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu