Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fylgni milli notkunar ópíóða og dauða eftir skurðaðgerðir

Ný ís­lensk rann­sókn sýn­ir meiri hættu á dauða eft­ir að­gerð hjá þeim sem nota morfín­skyld og kvíð­astill­andi lyf. Lækn­ir vill sam­starf við heilsu­gæslu um breytta lyfja­gjöf í að­drag­anda að­gerða.

Fylgni milli notkunar ópíóða og dauða eftir skurðaðgerðir
Notkun ópíóða auka á hættu við aðgerðir Notkun á ópíóðalyfjum og kvíðastillandi lyfjum fyrir skurðaðgerðir hafa fylgni við verri horfur sjúklinga eftir aðgerðirnar, samkvæmt nýrri, íslenskri rannsókn. Mynd: Shutterstock

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að þeir sjúklingar sem leysa út lyfseðla fyrir morfínskyld lyf og benzodiazepínlyfjum fyrir skurðaðgerðir eru í meiri hættu á að deyja innan 30 daga frá aðgerðinni. Læknir sem leiðir rannsóknarhóp sem vann að rannsókninni segir að niðurstöðurnar geti vonandi gagnast í baráttunni við þann faraldur sem notkun morfínskyldra lyfja sé orðinn í heiminum og verði sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki hvatning til að breyta lyfjatöku sé þess kostur.

Rannsóknarhópurinn hefur undanfarin ár unnið að gerð gagnagrunns sem lýsir lyfjanotkun sjúklinga mánuðina fyrir skurðaðgerð á Landspítala á árunum 2005 til 2015. Um er að ræða ríflega 42 þúsund skurðaðgerðir. Rannsóknin er kynnt í grein sem birtist í JAMA Surgery þann 19. júní síðastliðinn, einu virtasta vísindatímariti heims á sviði skurðlækninga.

Fylgni en ekki hægt að sýna fram á orsakasamband

Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, leiðir hópinn og segir hann að auk þess að kanna áhrif notkunar morfínskyldra lyfja, ópíóða, þá hafi læknar jafnframt áhyggjur af afdrifum sjúklinga sem taki kvíðastillandi lyf af flokki benzodiazepína, sem til dæmis eru Tafil og Mogadon. Notkun þeirra hefur verið vaxandi hér á landi og víðar.

„Eftir því sem skurðaðgerð býðst sem meðferðarmöguleiki við æ fleiri sjúkdómum hjá eldri og veikari sjúklingum er það skylda okkar að reyna að gera árangur þeirra eins góðan og kostur er“

Í rannsókninni voru horfur sjúklinga sem undirgengust skurðaðgerðir kannaðar í samhengi við lyfjanotkun sjúklinga mánuðina fyrir aðgerð. Þarf voru bornar saman horfur sjúklinga sem leystu út lyfseðla fyrir morfínskyldum lyfjum, benzodiazepínlyfjum eða lyfjum úr báðum lyfjaflokkum, við einstaklinga sem tóku engin lyf úr þessum lyfjaflokki fyrir aðgerð. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar sem leystu út lyfseðla fyrir bæði morfínskyldum lyfjum og benzodiazepínlyfjum höfðu hærri dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð og hærri langtíma dánartíðni en samanburðareinstaklingar.

„Það er mikilvægt að geta þess að við getum ekki sýnt fram á orsakasamband með þeirri aðferðarfræði sem beitt var, einungis fylgni milli þessa. Því gagnast niðurstöðurnar einkum til að leggja drög að næstu skrefum sem myndu miða að inngripi í lyfjanotkun,“ segir Martin.

Nýta þarf tímann til að bæta líkamlegt ástand

Martin bendir á að stórar skurðaðgerðir séu meiriháttar atburðir í lífi fólks og aðdragandi slíkra aðgerð geti orðið hvati að breyttri hegðun. Þegar sé í gangi samstarfsverkefni milli Landspítala og Heilsugæslunnar sem miði að því að bæta líkamlegt ástand sjúklinga sem undirgangist liðskiptiaðgerðir, með því að meðhöndla og greina blóðskort, vannæringu, ofþyngd, hækkaðan blóðsykur og að hjálpa fólki að hætta að reykja fyrir aðgerðir, til að bæta árangur þeirra.

„Við vonumst til þess að niðurstöður okkar hvetji sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk til þess að yfirfara vandlega lyfjanotkun með tilliti til þessara lyfjaflokka og gera breytingar fyrir aðgerð ef þess er nokkur kostur. Eftir því sem skurðaðgerð býðst sem meðferðarmöguleiki við æ fleiri sjúkdómum hjá eldri og veikari sjúklingum er það skylda okkar að reyna að gera árangur þeirra eins góðan og kostur er. Við teljum að tíminn fyrir aðgerð sé þar vannýttur, en hann má oft nýta til að bæta líkamlegt ástand sjúklingsins, sem svo bætir árangur aðgerðarinnar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Askur Hrafn Hannesson
8
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár