Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

Lyfjameðferð sem er sérhæfð fyrir hvern einstakling fyrir sig ætti því ekki einungis að taka til greina erfðabakgrunn sjúklingsins heldur einnig umhverfisþætti á borð við örveruflóruna sem byggir einstaklinginn.

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja
ritstjorn@stundin.is

Parkinsons er taugasjúkdómur sem talið er að hrjái allt að 1% manna á heimsvísu. Lyfjameðferð við sjúkdómnum miðar að því að draga úr einkennum þeirra sem af sjúkdómnum þjást og er eitt algengasta lyfið við Parkinsons levodopa eða L-dopa.

Einn af helstu annmörkum lyfsins, sem er forveraefni dópamíns, er hversu óskilvirkur flutningur þess er til heila, þar sem lyfið hefur virkni. Flutningur á lyfinu er mjög misjafn eftir sjúklingum en talið er að einungis 1–5% af virka efninu nái til heila áður en það er brotið niður.

Bakteríurnar koma enn og aftur við sögu

Rannsóknarhópur við Harvard University leiddi líkur að því að ein ástæða þess að lyfið er svona óskilvirkt gæti legið í samsetningu bakteríuflóru sjúklinganna. Þeirra helsta vísbending var sú staðreynd að sýklalyfjameðhöndlun hefur jákvæð áhrif á skilvirkni L-dopa.

Í mörgum tilfellum treystum við á þarmaflóruna okkar til að hjálpa til við niðurbrot ýmissa næringarefna. Við eigum til dæmis bágt með að ráðast á öll þessi flóknu kolvetni og trefjar sem við borðum án þess að njóta aðstoðar frá þessum litlu vinum okkar.

En bakteríurnar gera lítinn greinarmun á því sem við innbyrðum og reyna að gera sér mat úr öllu því sem við setjum í meltingarveginn. Hvort sem um ræðir mat eða lyf. Í sumum tilfellum getur þetta haft neikvæð áhrif.  

Leitin að sökudólginum

Til að skoða hvort einhverjar sérstakar bakteríur gætu orsakað þetta notaði rannsóknarhópurinn gagnabanka sem heitir Human Micribiome Project. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á þarmaflóru fólks um allan heim hafa lagt raðgreininga-upplýsingar inn í þennan gagnabanka.

Það þýðir að í honum er hægt að finna upplýsingar um helstu bakteríur sem byggja þarmaflóru manna víðs vegar um heiminn. Upplýsingar á borð við samsetningu þarmaflórunnar sem og heilraðgreiningar á ákveðnum bakteríum eru þarna opnar öllum þeim sem vilja nota gagnabankann til frekari rannsókna.

Þar sem til er þekkt ensím í erfðamengi mannsins sem getur breytt L-dopa í dópamín, fannst rannsóknarhópnum upplagt að nota aðgang sinn að heilraðgreindum bakteríum úr þarmaflórunni til að leita að svipuðu ensími.

Eftir nokkra leit kom í ljós að baktería sem gjarnan lifir í mannslíkamanum tjáir mjög svipað ensím sem hefur eiginleikann til að brjóta lyfið niður. Bakterían ber nafnið Enterococcus faecalis (E. faecalis).

Fleiri bakteríur koma við sögu

Þar er þó ekki öll sagan sögð, því þegar E. faecalis hefur búið til dópamín úr L-dopa er önnur baktería sem tekur að sér að éta dópamínið. Sú baktería heitir Eggerthella lenta (E. lenta).

Þegar E. lenta nýtir sér dópamín til orkuinntöku brýtur hún það niður og skilar út efni sem kallast meta-tyramine. Meta-tyramine verður þá að öllum líkindum eftir í meltingarvegi sjúklingsins og telur rannsóknarhópurinn að hér sé að finna skýringu á því hvers vegna lyfið veldur í mörgum tilfellum ógleði hjá sjúklingum.

Hindrar á örveruflóruna

Það er til lítils að gefa alltaf sýklalyf samhliða L-dopa til að auka skilvirkni lyfsins og koma í veg fyrir ógleði. Slíkt myndi í besta falli bara ýta undir vöxt sýklalyfjaónæmra baktería.

Það sem er þó hægt að gera er að þróa hindra, lyf sem hægt er að gefa samhliða L-dopa sem myndi koma í veg fyrir virkni þeirra ensíma sem bæði E. faecalis og E. lenta nota til að hindra virkni lyfsins.

Hver eru áhrifin þegar horft er til annarra lyfja?

Þó hér hafi einungis verið horft á verkan lyfsins L-dopa er engin ástæða til að halda að örveruflóran okkar geri mikinn greinarmun á þeim lyfjum sem við tökum. Samsetning bakteríuflórunnar gæti þess vegna útskýrt að hluta til hvers vegna lyf virka ekki eins í öllum.

Í því tilfelli sem hér er rætt hafa bakteríurnar slæm áhrif vegna þess að lyfin virka ekki rétt. Í öðrum tilfellum gæti aukaverkunin verið verri, niðurbrot bakteríanna gæti jafnvel búið til afleiðu af lyfinu sem er hættuleg sjúklingnum.

Lyfjameðferð sem er sérhæfð fyrir hvern einstakling fyrir sig ætti því ekki einungis að taka til greina erfðabakgrunn sjúklingsins heldur einnig umhverfisþætti á borð við örveruflóruna sem byggir einstaklinginn.

Tengdar greinar

Þekking

Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·

Þær ótrúlegu fréttir birtust á vef Háskólans í Montréal fyrr í septembermánuði að fundist hefði vatn á plánetu í öðru sólkerfi. Þessi pláneta ber nafnið K2-18b.

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·

Sýklalyfjaónæmi er einn alvarlegasti lýðheilsuvandi samtímans. Fjölda dauðsfalla ár hvert má rekja til sýklalyfjaónæmis. Snertir ekki bara mannfólkið heldur bæði húsdýr og villt dýr.

Óþekktar afleiðingar hamfarahlýnunar á sníkjudýr valda óhug

Óþekktar afleiðingar hamfarahlýnunar á sníkjudýr valda óhug

·

Breytingar á einum hlekk í vistkerfinu geta haft í för með sér afleiðingar fyrir vistkerfið í heild sinni.

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·

Í dýraríkinu er að finna mörg einkennileg útlitseinkenni. Þessi einkenni þjóna stundum augljósum tilgangi en það er ekki alltaf raunin. Þetta getur leitt til mikilla vangaveltna og í sumum tilfellum ágreinings innan vísindasamfélagsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·
Örorka í jafnréttisparadís

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Örorka í jafnréttisparadís

·