Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Stjörnumyndunarsvæði NGC 3324 í Kjalarþokunni. Mynd: NASA, ESA, CSA, and STScI

James Webb geimsjónaukinn, eitt allra magnaðasta stórvirki mannkynsins, byggður af þúsundum vísindamanna og verkfræðinga yfir samanlagt 40 milljón klukkustundir yfir rúman aldarfjórðung, fyrir tæplega tíu milljarða bandaríkjadala, er mættur á áfangastað og byrjaður að gefa af sér. Sjónaukanum var skotið á loft í Ariane 5 ECA eldflaug þann 25. desember í fyrra frá Kourou geimferðamiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana í Suður-Ameríku.

Þessi nýjasti geimsjónauki NASA er nefndur eftir James Webb, fyrrverandi forstöðumanni NASA á tímum Apollo geimferðanna frá 1961 til 1968. Sjónaukinn er arftaki Hubble geimsjónaukans, sem gjörbreytti hugmyndum manna um alheiminn með mörgum af merkilegustu uppgötvunum í stjarnvísindum á 20. öld. Hubble færði okkur stórkostlegar djúpmyndir af þúsundum vetrarbrauta, reikistjörnum, tunglum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Hubble hjálpaði okkur að meta aldur og stærð alheimsins, kenndi okkur ótalmargt um myndun og ævi stjarna, sýndi fram á tilvist risasvarthola í kjörnum stórra vetrarbrauta og sjónaukinn heldur áfram að starfa …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Frábær grein sem sem lýsir því nýjasta í stjörnuheiminum mjög vel. Það eina sem veldur mér óróleika er að myndirnar sem sýndar eru eru tölvugerðar vegna þess að ljósið sem sjónaukinn tekur á móti er ósýnilegt mannlegu auga eins og raunar er sagt í greininni. Litirnir sem við sjáum eru uppfundnir sennilega með því að búa til "orðabók" sem segir að ákveðin bylgjulengd í innrauðu ljósi samsvari brúnum lit og önnur bláum og svo framvegis. Við verðum því að skoða myndirnar með varkárni og meigum ekki láta litina villa okkur sýn. Hins vegar er greining ljóssins eftir bylgjulengd ákaflega spennandi og leyfir t. d. að efnagreina ljósgjafann.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár