Þessi grein er meira en ársgömul.

Innrásin mikla

75 ár lið­in frá inn­rás­inni í Normandí. Flótt­ans frá Dun­k­irk einnig minnst.

75 ár lið­in frá inn­rás­inni í Normandí. Flótt­ans frá Dun­k­irk einnig minnst.

Það er ekki bara á Reykjavíkurflugvelli þar sem koma DC3 flugvéla minnir á að D-Dagur sé í nánd. Þann 6. júní var þess minnst að 75 ár eru liðin frá því að innrásin í Normandí hófst. Verður þess minnst í Portsmouth í Suður-Bretlandi, þaðan sem skipin lögðu af stað, og þar munu fyrirmennin safnast saman. Trump mun mæta með alla fjölskylduna, þar á meðal dótturina sem heitir ekki Ivanka og fæstir vita deili á. Theresa May tekur á móti hersingunni, líklega í síðasta sinn sem forsætisráðherra. En Dover hefur einnig dregið að sér nokkra athygli. Reyndar má segja að það hafi einmitt verið verkefni hennar í stríðinu sjálfu.

Við Dover kastala standa hermenn í seinni heimsstyrjaldarbúningum á víð og dreifa og reykja og spjalla saman, enda það sem hermenn eyða mestum tíma sínum í þegar þeir eru ekki að murka lífið úr hver öðrum. Flestir eru þeir Bretar en einn og einn Bandaríkjamaður er hér á stangli. Meiri furðu vekur að hér eru líka Þjóðverjar, sem spjalla við gesti og gangandi og sýna ungviðinu hvernig munda skuli vélbyssu. Þeir eru úr hinum ýmsu greinum hersins, fallhlífasveitir og meira að segja skriðdrekaforingi í svörtum búningi, en svona langt komust þeir aldrei. Konur standa við kartöflugarða og fyrir ofan kastalann flýgur Spitfire flugvél til að ljá þessu öllu aukinn þunga. Helgi þessi er tileinkuð seinni heimsstyrjöldinni og er haldin árlega síðustu helgina í maí.

Hliðið að Bretlandi

Fyrsta virkið í Dover var reist af Rómverjum, en í gegnum aldirnar hefur verið byggt við kastalann sem nú er sá stærsti á Bretlandseyjum. Í Napóleonsstríðunum voru göng grafin undir hann sem áttu að vera til varnar ef Frakkar gerðu innrás. Og ekki að undra að menn hafi verið skelkaðir, því meginlandið er nánast áþreifanlega nálægt. Á heiðskírum degi má auðveldlega sjá yfir til Frakklands og hægt er að synda yfir séu menn í mjög góðu formi. Meginlandið gerir alls staðar vart við sig í Kenthéraði á hátt sem það annars gerir sjaldnast á Bretlandseyjum, víða er töluð franska og allar upplýsingar er fáanlegar á frönsku og þýsku og stundum hollensku líka.

Dover er sá bær í Bretlandi sem mun fara einna verst út úr samningslausu Brexit ef af verður. Ferjur flytja ekki bara farþega í stórum stíl frá Calais, stærstu farþegahöfn Frakklands, heldur mikið magn varnings og ekki síst matvæla. Í dag er engin tollgæsla á milli landanna en ef það breytist gæti tekið allt að átta klukkutíma fyrir hvern trukk að komast í gegn, með óheyrilegum tilkostnaði og vonlaust að koma mat á markað samdægurs. Og þó kusu 62 prósent Dover búa með Brexit. Sumir eru fyrrum tollverðir sem sakna gömlu daganna þegar næga vinnu var að fá og fólk fór í dagsferðir til Frakklands til að kaupa áfengi og sígarettur. Aðrir líta enn aftar, til þeirra tíma þegar Dover var ekki aðgangurinn að Bretlandi heldur harðlæstar dyr.

Aukið var við göngin í fyrri heimsstyrjöld þótt innrásarhættan þá væri heldur lítil, enda komust Þjóðverjar ekki í gegnum Frakkland í það skiptið. Öðru máli gilti um hina síðari. Innrásin í vestur hófst 10. maí, sama dag og Bretar hernámu Ísland. Þjóðverjum tókst að króa breska herinn af í strandbænum Dunkirk eftir að brunað var þvert í gegnum Ardennaskóg til Ermarsunds. Héðan áttu Bretar sér engrar undankomu auðið, með þýska herinn fyrir framan sig og hafið fyrir aftan. En í undirgöngum Dover kastala fæddist hugmynd sem átti eftir að þykja með þeim djarfari í hernaðarsögunni. Ákveðið var að flytja allan herinn heim sjóleiðina og til að svo mætti verða voru fiskibátar, sunnudagsskútur og meira og minna allt sem flotið gat sent fyrir sundið.

Fræknasta björgunarafrek sögunnar

Margir muna ef til vill eftir hinni nýlegu kvikmynd Christopher Nolan um atburðinn en fyrir þá sem vilja fræðast meira er hægt að heimsækja göngin undir kastalanum. Hleypt er inn í 30 manna hollum og tekur ferðin um 45 mínútur. Hér vann fólk allan sólarhringinn við að skipuleggja björgunaraðgerðina sem fékk dulnefnið Dynamo. Þegar menn voru orðnir of þreyttir til að halda áfram dottuðu þeir á stólum sínum og tóku síðan aftur til starfa. Borðið þar sem menn reyktu og skipulögðu er enn á sínum stað og á veggnum er varpað svipmyndum frá ströndinni þar sem hermenn stóðu í endalausum röðum undir linnulausum loftárásum.

Tundurspillarnir sem áttu að vernda þennan áhugamannaflota voru svo hart leiknir að þeir voru kallaðir heim, flugvélarnar varð að spara til að verjast væntanlegri innrás og var því fátt um varnir. Og samt hafðist þetta. Í upphafi var reiknað með að hægt væri að bjarga um 45.000 manns, en áður en yfir lauk hafði 330.000 verið ferjað yfir. Þrátt fyrir að hafa tapað orustunni um Frakkland var hermönnunum fagnað sem hetjum við heimkomuna og var Dunkirk talinn mikill varnarsigur sem enn er vísað til. Mikið magn vopna var vissulega skilið eftir og flutningabílar keyrðir út í sjó svo að þeir gögnuðust ekki Þjóðverjum en erfitt er að sjá hvernig Bretar hefðu getað barist áfram ef herinn hefði verið þurrkaður út.

Pappaher platar Þjóðverja

Fyrir framan byrgið er stytta af aðmírál Ramsay sem skipulagði aðgerðina. Hann var reyndar kominn á eftirlaun þegar stríðið byrjaði en Churchill talaði hann á að snúa aftur til þjónustu. Lítið varð úr eftirlaununum þar sem Ramsay lést í flugslysi í janúar 1945 og fékk því ekki að upplifa stríðslok. Sagt er að Hitler hafi áformað að fá sér hádegismat í Dover og kvöldmat í Buckinghamhöll, en lítið varð úr. Þess í stað var fjórum árum síðar komið að því að Bretar, ásamt Bandaríkjamönnum og Kanadabúum, gerðu innrás á meginlandið. Mikið herlið var flutt til Dover, en mest af því var úr pappa. Áætlunin hét Fortitude, og markmiðið var að telja Þjóðverjum trú um að innrásin myndi verða á öðrum stað en raunin var. Í Skotlandi var gerviher safnað saman til að láta líta svo út sem markmiðið væri að ráðast inn í Noreg og má vera að hinn stóri herspítali á Reyðarfirði hafi verið liður í þeirri áætlun. Og í Dover var her sem var ekki til settur undir stjórn sjálfs Pattons herforingja, sem ku hafa verið æfur yfir að fá ekki að taka þátt í hinni raunverulegu innrás. En hans tími myndi koma.

Við fætur styttunnar af Ramsay er kort af Ermarsundi og ekki er að undra að Þjóðverjar skuli hafa bitið á agnið, svo miklu styttra er héðan til meginlandsins en frá öðrum hlutum Bretlands. Svo stutt, reyndar, að þýskar fallbyssur gátu drifið yfir. Mikið var skotið á skip sem sigldu hér um, en eftir að Dynamo aðgerðinni lauk var helsta verkefni Dover í stríðinu að þykjast vera mikilvægari en hún í raun var. Undirgöngin voru áfram notuð í kalda stríðinu en ætlunin var að bæjaryfirvöld kæmu sér þar fyrir ef til átaka kæmi. Það var fyrst á 9. áratugnum að öll áform um að nýta þau í hernaði voru lögð á hilluna, veggirnir voru ekki lengur taldir nógu traustir til að verjast geislavirkni af völdum nýjustu kjarnorkusprengna.

Innrásin frá Normandí og uppruni kokkteilsósunnar

Það tekur um þrjá tíma að keyra frá Dover til Portsmouth. Mitt á milli er Hastings, þar sem önnur tímamótaorrusta átti sér stað. Í það skiptið var innrás gerð frá Normandí yfir til Englands. Það gerðist árið 1066 þegar  Vilhjálmur bastarður hertogi af Normandí sigraði Harald saxakonung. Sá fyrrnefndi fékk þar eftir viðurnefnið sigursæli, sá síðarnefndi fékk ör í gegnum augað. Vilhjálmur og Normannar hans voru af norrænum ættum og höfðu búið um nokkurt skeið í Normandí, reyndar svo lengi að þeir voru orðnir frönskumælandi. Norðmenn sjálfir gerðu innrás í Bretland þetta sama sumar, en Haraldi tókst að sigra þá við Stanford brú í Norður-Englandi og brunaði síðan suður á bóginn til að mæta þessari nýju ógn, en svo fór sem fór. Síðan hefur engum tekist að leggja undir sig Bretland með innrás, og má því að einhverju leyti segja að Normannar og afkomendur þeirra ráði því enn. Að minnsta kosti er orrustan leikin eftir með miklum tilþrifum í október ár hvert.

Rústir kastala sem Vilhjálmur lét byggja í kjölfar orrustunnar er að finna á dranga yfir bænum og þar er sýning um orustuna. Meðfram ströndinni eru svo lystibryggjur og veitingastaður. Hér fæ ég mér gamaldags rækjukokkteil sem var dálæti manna um og eftir seinna stríð. Rekja má uppruna hans til bannáranna í Bandaríkjunum þegar eitthvað þurfti að bera fram í kokkteilglösum. Virðist kokkteilsósan víðfræga fyrst hafa verið fundin upp sem meðlæti með honum, þótt Íslendingar vilji gjarnan eigna sér hana.

Bærinn þar sem 19. öldin fæddist

Í Portsmouth eru höfuðstöðvar breska flotans sem hefur haft meiri áhrif á mannkynssöguna en flest annað. Hér er elsta þurrkví í heimi og menn vilja jafnvel meina að hægt sér að rekja upphaf iðnbyltingarinnar til bæjarins. Það er kannski ekki að undra að Charles Dickens, sem skrifaði um skuggahliðar hennar, sé fæddur hér, en hús hans er í dag safn. Og hér er að sjálfsögðu skipasafn með fleytum frá tímum Hinriks 8., hið fræga Victory skip Nelsons flotaforingja sem sigraði sjóher Napóleons í orrustunni við Trafalgar og HMS Warrior frá 19. öld sem er eins og sprottið út úr sögu eftir Jules Verne, mitt á milli Napóleonsstríða og fyrri heimsstyrjaldar.

Breski flotinn er hér enn til húsa, og héðan hélt sveitin af stað sem barðist til sigurs í Falklandseyjastríðinu. Hermenn sjást við á vappi, en öllu nútímalegri í klæðaburði en þeir í Dover, og vafalítið verða enn fleiri á ferli þegar innrásarafmælisins er fagnað. Því héðan hélt stærsti innrásarfloti sögunnar af stað um morguninn þann 6. júní 1944 til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Ekki er annað hægt að segja en að aðgerðin hafi heppnast vel, Þjóðverjar voru seinir að taka við sér og trúðu að megininnrásin kæmi frá Dover, en að þessi væri einungis til blekkingar. Því var öfugt farið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
FréttirVerkalýðsmál

Kjara­deil­ur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.
Sögufölsun felld af stalli
Úttekt

Sögu­föls­un felld af stalli

Mót­mæl­end­ur í Banda­ríkj­un­um krefjast upp­gjörs og vilja stytt­ur og minn­is­merki um suð­ur­rík­in burt. Sagn­fræð­ing­ur seg­ir það ekki í nein­um takti við mann­kyns­sög­una að lista­verk á op­in­ber­um stöð­um séu var­an­leg.
73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?
Þrautir10 af öllu tagi

73. spurn­inga­þraut: Hver var næst­fyrsta kon­an í Biblí­unni?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað er það sem sést á efri mynd­inni? Og hver er karl­inn á neðri mynd­inni? 1.   Getafix heit­ir öld­ung­ur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurta­fræði hvers kon­ar og kann öðr­um bet­ur að brugga ým­is lyf og kraftamixt­úr­ur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að...
Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði
Blogg

Þorbergur Þórsson

Einka­fyr­ir­tæki í sjálf­boð­a­starfi and­spæn­is ráð­herr­a­ræði

Mál Kára Stef­áns­son­ar, Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar og for­sæt­is­ráð­herra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er for­vitni­legt. Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur skim­að tug­þús­und­ir Ís­lend­inga ís­lenska rík­inu að kostn­að­ar­lausu, en for­sæt­is­ráð­herra læt­ur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einka­fyr­ir­tæk­ið sinni þessu verk­efni áfram. En þar kom að þol­in­mæði einka­fyr­ir­tæk­is­ins brast. Kári sendi ráð­herr­an­um bréf þann 1. júlí sl. og hvatti til þess að rík­is­vald­ið tæki sig...
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
FréttirVirkjanir

Um­hverf­isáhrif smá­virkj­un­ar sýna veik­leika ramm­a­áætl­un­ar

Skipu­lags­stofn­un seg­ir virkj­un í Hverf­is­fljóti munu raska merku svæði Skaft­árelda­hrauns. Meta ætti smá­virkj­an­ir inn í ramm­a­áætl­un þar sem þær geti haft nei­kvæð um­hverf­isáhrif.
Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Fréttir

Fleiri bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og bíða leng­ur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.
72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni
Þrautir10 af öllu tagi

72. spurn­inga­þraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hár­ná­kvæmt svar við einni spurn­ing­unni

Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni að of­an, hver er kon­an? Á mynd­inni að neð­an, hvað er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir for­seti Frakk­lands? 2.   Hvað hét for­set­inn sem hann leysti af hólmi? 3.   Í hvaða heims­álfu er rík­ið Bel­ize? 4.   Hvað eru phot­on og glu­on? Svar­ið þarf ekki að vera hár­ná­kvæmt. 5.   Empire State bygg­ing­in í New York-borg í Banda­ríkj­un­um er...
María Ósk Sigurðardóttir látin: „Hún heillaði alla sem hún hitti“
Fréttir

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lát­in: „Hún heill­aði alla sem hún hitti“

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lést 2. júlí og skil­ur eft­ir sig stóra fjöl­skyldu, með­al ann­ars fjög­ur börn og tvö barna­börn. Gest­ný Rós, syst­ir Maríu, ræð­ir við Stund­ina um syst­ur sína eins og hún var og eins og fjöl­skyld­an vill að henn­ar verði minnst, með virð­ingu og kær­leika.
Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Mess­an­um lok­að eft­ir mót­mæli fyrr­um starfs­fólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Blogg

Símon Vestarr

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...
Fyrirtæki hafa neitað að taka við Ferðagjöf stjórnvalda
Fréttir

Fyr­ir­tæki hafa neit­að að taka við Ferða­gjöf stjórn­valda

Dæmi eru um það að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neiti að taka við Ferða­gjöf. Oft er um mis­skiln­ing að ræða. „Fyr­ir­tæki skrá sig til leiks á eig­in ábyrgð,“ seg­ir Ferða­mála­stofa.
Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára
FréttirCovid-19

Störf­um fækk­aði um 27 þús­und milli ára

Vegna áhrifa Covid-far­ald­urs­ins hef­ur mönn­uð­um störf­um fækk­að gríð­ar­lega. Laus­um störf­um hef­ur líka fækk­að, en þau voru 3.600 færri en á sama tíma í fyrra.