Líf í myrkri
Vettvangur

Líf í myrkri

Mis­heimsk­ar eld­flaug­ar hafa dun­ið á úkraínsk­um borg­um og al­menn­ingi í 270 daga. 17 eld­flauga­árás­ir hvern ein­asta dag að með­al­tali. Loft­varn­ir hafa gert mik­ið en inn­við­ir í stóru landi eru ekki svip­ur hjá sjón. Raf­magni er skammt­að. Stjórn­völd biðla til fólks sem á þess kost að fara ut­an að gera það. En á með­an læra börn­in í tón­list­ar­skól­an­um í Irp­in að spila og syngja í myrkri.
Fólkið á vígvellinum
Vettvangur

Fólk­ið á víg­vell­in­um

Í bæn­um Avdii­vka í ná­grenni Do­netsk í Úkraínu býr fólk sem gat ekki flú­ið þeg­ar stríð­ið braust út. Fólk sem er veikt eða í slæmri fé­lags­legri stöðu. Þar hef­ur Iv­an sem er 24 ára gam­all Úkraínu­mað­ur bar­ist í fjór­tán mán­uði, fyrst við að­skiln­að­ar­sinna og nú her­sveit­ir Rússa. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur stýr­ir Iv­an þús­und manna her­deild.
Guðlaugur Þór býður í Valhöll: Pólitískt kattardýr lendir á einni löpp
Vettvangur

Guð­laug­ur Þór býð­ur í Val­höll: Póli­tískt katt­ar­dýr lend­ir á einni löpp

Bar­átt­an um for­yst­u­sæt­ið í valda­mesta stjórn­mála­flokki lands­ins er haf­in. Guð­laug­ur Þór til­kynnti um fram­boð­ið í Val­höll, sem and­stæð­ing­um hans fannst allt að því óvið­eig­andi. Stund­in var á staðn­um og tók púls­inn á húll­um­hæ­inu, sem mark­ar upp­haf 7 daga stríðs inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins.
Hermannslífið er rómantík: Á hermannabar í Úkraínu
Vettvangur

Her­manns­líf­ið er róm­an­tík: Á her­manna­bar í Úkraínu

Úkraínsk­ir her­menn eru sjald­séð­ir á bör­un­um en ann­að virð­ist gilda um hina er­lendu. Úkraínu­menn vita fyr­ir hverju þeir eru að berj­ast, enda hafa þeir þurft að verj­ast rúss­neskri ásælni und­an­far­in átta ár.
Endalaust kveðjupartí í Kænugarði
Vettvangur

Enda­laust kveðjupartí í Kænu­garði

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið rúma tvo mán­uði í Úkraínu er þetta í fyrsta sinn sem ég sé fólk hér smeykt.
„Þú verður 27 ára að eilífu“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þú verð­ur 27 ára að ei­lífu“

Artem­iy Dy­myd er einn hinna föllnu her­manna í stríð­inu í Úkraínu en tal­ið er að um 100 úkraínsk­ir her­menn deyi þar dag­lega. Artem­iy, sem alltaf var kall­að­ur Artem, dó nokkr­um dög­um fyr­ir 28 ára af­mæl­ið sitt. Anna Rom­andash var, eins og þús­und­ir annarra, við­stödd jarð­ar­för Artems sem var í Lviv, heima­borg hans.
Frelsið rætt í einræðisríki soldáns
Vettvangur

Frels­ið rætt í ein­ræð­is­ríki soldáns

„Af hverju þurf­um við rétt­indi?“ spyr Ómani á með­an ann­ar hlær að hug­mynd­inni um lýð­veldi á Ar­ab­íu­skaga. Al­þjóð­leg hreyf­ing stétt­ar­fé­laga blaða­manna fund­aði í ein­ræð­is­rík­inu Óm­an; þar sem frjáls fjöl­miðl­un er ekki til og mál­frelsi veru­lega tak­mark­að.
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Vettvangur

Hin marg­klofna Moldóva á milli Rúm­en­íu og Rúss­lands

Yf­ir­völd í Transn­i­stríu ásök­uðu ný­lega yf­ir­völd í Úkraínu um að hafa gert árás­ir á skot­mörk þar í landi. Hvað er Transn­i­stría? kunna sum­ir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landa­kort­um. Það er að­skiln­að­ar­hér­að í Moldóvu, sem vissu­lega er að finna á kort­inu. En jafn­vel það ríki er okk­ur að mestu ókunn­ugt.
„Það raskar enginn grafarhelgi að gamni sínu“
Vettvangur

„Það rask­ar eng­inn grafar­helgi að gamni sínu“

Upp­gröft­ur á jarð­nesk­um leif­um Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar úr kirkju­garði á Barða­strönd er án for­dæma í Ís­lands­sög­unni. Fjöl­mennt lög­reglu­lið tók þátt í að­gerð­inni. Stund­in var á staðn­um ásamt Þórólfi Hil­bert Jó­hann­es­syni hálf­bróð­ur Krist­ins Hauks og kvik­mynda­tök­uliði, sem ásamt blaða­mönn­um Stund­ar­inn­ar vinna að heim­ild­ar­mynd um þetta sér­stæða mál.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Hryllingurinn í sumarbúðunum
VettvangurÚkraínustríðið

Hryll­ing­ur­inn í sum­ar­búð­un­um

Bucha er bær á stærð við Hafn­ar­fjörð. Allt þar til ný­lega vissu fá­ir að hann væri yf­ir höf­uð til. Í dag vek­ur nafn bæj­ar­ins óhug enda, er bær­inn einn stór glæpa­vett­vang­ur. Þó ein­ung­is einn af fjöl­mörg­um í landi þar sem ver­ið er að rann­saka 2.000 skráð til­vik stríðs­glæpa.
„Ef ég væri yngri þá myndi ég fá mér byssu og fara“
VettvangurÚkraínustríðið

„Ef ég væri yngri þá myndi ég fá mér byssu og fara“

Ís­lend­ing­ar hafa áhyggj­ur af yf­ir­lýs­ing­um Pútíns um hugs­an­lega notk­un kjarna­vopna. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar telja al­mennt að ís­lensk stjórn­völd ættu að beita sér harð­ar gegn Rúss­um. Fólk hef­ur litl­ar áhyggj­ur af eig­in hag en ótt­ast um fólk­ið í Úkraínu, einkum börn­in.
Hverjir eru Ungverjar?
Vettvangur

Hverj­ir eru Ung­verj­ar?

Ég er stadd­ur í út­hverfi Búdapest, mitt á milli strætó­stoppi­stöðva, og er far­ið að svengja. Góð ráð eru dýr. Hér er vissu­lega hægt að finna veit­inga­stað en eng­inn tal­ar orð í ensku og ég kann að­eins eitt orð í ung­versku. Til allr­ar ham­ingju er það orð „gúllas“ og skömmu síð­ar sit ég með ung­verskt út­hverfag­úllas á borð­inu fyr­ir fram­an mig. En hvernig stend­ur á því að Ung­verj­ar tala mál sem er svo allt öðru­vísi en hjá ná­granna­þjóð­un­um?
Staðan í Kænugarði: „Við viljum lýðræði og mannréttindi“
Vettvangur

Stað­an í Kænu­garði: „Við vilj­um lýð­ræði og mann­rétt­indi“

Úkraínu­menn telja að­gerð­ir Pútín, for­seta Rúss­lands, sem fjölg­að hef­ur her­mönn­um á landa­mær­um ríkj­anna veru­lega, frem­ur vera ógn­un en að raun­veru­leg inn­rás sé yf­ir­vof­andi. Þeir hafa hins veg­ar áhyggj­ur af því hvernig ógn­an­ir og þrýst­ing­ur Rússa hamli sam­skipt­um við vest­ræn ríki og fram­þró­un í land­inu.
Rússland eða lífið
Vettvangur

Rúss­land eða líf­ið

Á með­an frétt­ir ber­ast af nýju köldu stríði og rúss­neski flot­inn ögr­ar nærri Ís­lands­strönd­um fór Val­ur Gunn­ars­son til Moskvu og var tek­ið vel.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.