Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur þörf á sér­stakri um­ræðu um þau rétt­indi sem fóst­ur njóti sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um. „Þessi rök­ræða um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt, kven­frelsi, vik­ur, hún finnst mér mjög slöpp.“

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof verði dregið til baka. Fara þurfi fram miklu dýpri umræða um málið og lagaleg réttindi þeirra sem ekki hafa fæðst, meðal annars um rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. 

Þetta kom fram í ræðu Brynjars á Alþingi í gær. „Þetta snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi. Þetta snýst um það hvort fóstur eigi einhver réttindi. Það hefur það nú þegar í lögum. Þetta eru spurningarnar sem við eigum að ræða hér en það er enginn að ræða það,“ sagði hann. 

Brynjar vék að því að þeir sem mest töluðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna í umræðum um þungunarrof hefðu engan áhuga á frelsi kvenna til að stunda kynlífsviðskipti eða gerast staðgöngumæður. Þá sagði hann að ef málið snerist raunverulega um sjálfsákvörðunarrétt kvenna hlyti að mega lögleiða fóstureyðingar skilyrðislaust, án tímatakmarkana.

„Svona frumvarp þarf miklu meiri umræðu. Það á ekki að snúast um 22 vikur eða 20. Við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf? Og hvaða réttindi á fóstur í lögum? Á ekki fóstur erfðaréttinn til dæmis? Er það bara einhver sjálfsákvörðunarréttur konunnar eða hjónanna um það hvort það missir þessi réttindi? Það er enginn að taka þessa umræðu, ekki nokkur maður,“ sagði hann. 

Almennt litið svo á að rétthæfi hefjist við fæðingu

Samkvæmt erfðalögum njóta ófædd börn skilyrts erfðaréttar. 21. gr. laganna hljóðar svo: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Eins og Páll Sigurðsson lagaprófessor útskýrir í bók sinni Erfðaréttur, yfirlit um meginefni erfðareglna verður þannig erfðaréttur mannveru á fósturskeiði „ekki virkur fyrr en ljóst er að það fæðist sem lifandi barn“ (bls. 79).

Almennt er litið svo á að menn öðlist rétthæfi (verði hæfir til að eiga réttindi og bera skyldur) við fæðingu en að fóstur hafi skilyrt rétthæfi í erfðalögum og njóti jafnframt réttarverndar samkvæmt 216. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um bann við því að deyða fóstur, þ.e. utan þess ramma sem er markaður fóstureyðingum með settum lögum um fóstureyðingar/þungunarrof (sjá t.d. kennsluefni frá lagadeild HÍ). 

Segir fóstur hafa mörg lagaleg réttindi

Brynjar vill að rætt verði um hvaða réttindi ófædd börn hafa samkvæmt núgildandi lögum. „Ég held að við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf, hvaða réttindi hefur það líf nú þegar í lögum og mörg önnur réttindi sem það hefur lögum samkvæmt.“

Þá sagði hann tilvalið að draga þungunarrofsfrumvarpið til baka, enda lægi varla mikið á afgreiðslu þess. „Ræðum þetta bara upp á nýtt út frá þessum atriðum. Ég held það sé bara mjög mikilvægt, því þetta er risamál. Þetta er risamál í hugum margra þó að ég geti alveg viðurkennt það hér að fóstureyðingar hafa í sjálfu sér ekki truflað mig.“

Brynjar sagði umræðuna alla um þungunarrof hafa verið á villigötum. „Þessi rökræða um sjálfsákvörðunarrétt, kvenfrelsi, vikur, hún finnst mér mjög slöpp og það er eins og enginn þori raunverulega að taka hina stóru umræðu sem skiptir auðvitað máli, hvaða réttindi á fóstur og hvenær öðlast það réttindi? Og hvað er eðlilegt í því út frá okkar siðferðisviðmiðum að eyða fóstri eða rjúfa þungun með aðgerð heilbrigðisstarfsmanna?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
8
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
10
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár