Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Sam­göngu­stofa er með rekst­ur WOW air til skoð­un­ar í dag líkt og alla aðra daga seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi. Stofn­un­in get­ur tek­ið leyfi til að fljúga af fé­lag­inu og þá get­ur það ekki rek­ið sig.

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
Samgöngustofa gæti afturkallað leyfið Samgöngustofa gæti afturkallað flugrekstarleyfi WOW air. Skúli Mogensen er eigandi og forstjóri WOW air. Mynd: WOWAIR.IS

Flugrekstarleyfi WOW air kann að verða afturkallað vegna skulda félagsins og bágrar fjárhagsstöðu. Ríkisstofnunin Samgöngustofa sér um veitingu og afturköllun flugrekstrarleyfa. Stundin gerði tilraun til að ná í Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, til að spyrja hann um málið en ekki náðist í hann. 

WOW air rær nú lífróður til að halda flugfélaginu í rekstri eftir að vonir um kaup bandaríska flugfélagsins Indigo Partners á hlut í félaginu runnu út í sandinn fyrir helgi. Icelandair Group ákvað einnig að það væri ekki áhættunnar virði að taka yfir rekstur WOW air. Morgunblaðið greindi frá því í dag að WOW air hefði tapað 22 milljörðum króna í fyrra, WOW air skuldar flugvöllum og flugrekstaraðilum háar fjárhæðir og félagið hefur ekki greitt lífeyrisskuldbindingar starfsmanna sinna um hríð.

WOW air lítur því út eins og fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot ef ekki koma til nýir hluthafar með nýtt hlutafé, enda fóru sameiningarviðræðurnar við Icelandair fram á þeim forsendum að WOW air væri fyrirtæki á „fallanda fæti“ en þá gilda aðrar samkeppnisreglur um slíkan samruna en þegar um er að ræða sameiningu tveggja fjárhagslega heilbrigðra fyrirtækja. 

Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, hefur hins vegar alltaf verið jákvæður og bjartsýnn um framtíð WOW air, líka í gær þegar hann sagðist vera „ánægður með stöðuna“„Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir erfiðleika WOW air síðustu mánuðina hefur Skúli alltaf talað með þessum hætti. 

Svarar hvorki af eða á

Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að hún geti ekki svarað því hvort sú vinna sé hafin hjá stofnuninni að afturkalla flugrekstrarleyfi WOW air. „Ég svara engu um einstaka flugrekendur en ég get svarað því almennt séð að Samgöngustofa hefur eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekenda á hverjum tíma. Samgöngustofa sinnir þessu eftirliti í dag sem og aðra daga,“ segir Þórhildur sem eins og áður segir svarar engu um það, af eða á, hvort þessi vinna sé hafin.

„Á grundvelli mats síns skal yfirvaldið
fella tímabundið úr gildi eða
afturkalla flugrekstrarleyfið“

Ef flugfélag missir flugrekstrarleyfi sitt má það, eðli málsins samkvæmt, ekki fljúga eða stunda flugrekstur. Starfsemi WOW air á Íslandi stendur því og fellur með flugrekstrarleyfinu. Kjarninn fullyrðir, samkvæmt ótilgreindum heimildum, að Samgöngustofa hafi gefið WOW air skamman frest til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. 

Geta veitt tímabundið leyfi

Í reglugerðinni um flugrekstrarleyfi sem Samgöngustofa vinnur eftir segir að stofnuninni sé heimilt að vega og meta fjárhagsstöðu flugfélaga hverju sinni og eftir atvikum afturkalla flugrekstarleyfi þeirra.

„Lögbæru leyfisyfirvaldi er heimilt að meta, hvenær sem er, fjárhagsstöðu þess flugrekanda í Bandalaginu sem það hefur veitt flugrekstrarleyfi. Á grundvelli mats síns skal yfirvaldið fella tímabundið úr gildi eða afturkalla flugrekstrarleyfið hafi það ekki fullvissu um að þessi flugrekandi í Bandalaginu geti staðið við raunverulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem kann að vera stofnað til á tólf mánaða tímabili. Lögbæru leyfisyfirvaldi er, engu að síður, heimilt að veita tímabundið leyfi, þó ekki lengur en í tólf mánuði, á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram hjá flugrekanda.“

Samgöngustofa getur því farið þá leið að veita WOW tímabundið flugrekstrarleyfi ef stofnunin metur það sem svo að hugmyndir félagsins um fjárhagslega endurskipulagningu séu trúverðugar. Enn á eftir koma í ljós hverjar þessar hugmyndir eru en fram hefur komið í fjölmiðlum að verðbréfafyrirtækið Arctica Finance vinni nú að því að reyna að finna nýja hluthafa til að koma að rekstri WOW air. Ef af þessu verður ekki mun Samgöngustofa ekki heldur getað veitt WOW air tímabundið flugrekstrarleyfi fari svo að leyfið verði afturkallað. 

Ekki náðist í Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár