Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Samherjar
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ
2

Sigrún H. Pálsdóttir

Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ

·
Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ
3

Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ

·
Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“
4

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

·
Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans
5

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

·
Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins
6

Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins

·
Lánabækur, lekar og leynikisur
7

Lánabækur, lekar og leynikisur

·
Stundin #92
Apríl 2019
#92 - Apríl 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 10. maí.

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

Valgerður Árnadóttir er með skilaboð til frænda síns, Bjarna Benediktssonar.

Valgerður Árnadóttir

Valgerður Árnadóttir er með skilaboð til frænda síns, Bjarna Benediktssonar.

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
Hnúfubakur Skammt frá Dalvík.  Mynd: Shutterstock

Árið 1771 fæddist langa-langa-langa-langafi okkar Bjarna Benediktssonar, hann hét Kristján Jónsson, um hann má lesa í Íslendingabók:

Kristján Jónsson: Bóndi, dannebrogsmaður og umboðsmaður á Illugastöðum í Fnjóskadal allmörg ár frá 1818. Var á Draflastöðum, Draflastaðasókn, Þing. 1801. Bóndi á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 1802-18. Talinn ættfaðir svonefndrar Illugastaðaættar. „Um langt skeið einn ráðríkasti maður innan héraðs. Farsæll búmaður og stundaði sinn hag af forsjá og atorku“ segir Indriði nokkur. „Efnabændur fengu vöru sína betur borgaða og erlendu vöruna ódýrari. Sagnir gengu um að Kristján hefði notað sér þetta og verslað fyrir alla sína sveitunga,“ segir í Árbók Þingeyinga.

Þannig að Bjarni, fyrst við erum skyld þá finnst mér réttast að biðja þig um greiða, ég hef nefnilega frétt að það skipti öllu máli að vera í fjölskyldu þinni til að fá greiða.

Gerðu það nú að banna hvalveiðar. Þú ert nefnilega fjármálaráðherra, svo þú veist að það er ekkert af þessu að græða. Þú ert líka nútíma-manneskja svo þú veist að orðstýr Íslands er að veði. Svo er líka kjánalegt þegar spilling og frændhygli er stunduð svona fyrir opnum tjöldum eins og þegar Kristján Loftsson sendi Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra bréf og fékk bara reglugerð breytt, og þegar hann lét einhverja dúdda upp í háskóla fá 6 milljónir og bað þá svo að skrifa skýrslu sem átti að skila fyrirfram ákveðinni niðurstöðu honum í hag. Þetta er auðvitað ferlega vandræðalegt fyrir þig, þar sem allir vita að föðurbróðir þinn á hlut í Hval ehf. Ég myndi ekki koma þér í þessi vandræði, ég myndi ekki láta þig líta svona illa út vegna einhvers smásálarlegs hobbý eins og það að drepa hvali.

„Sem frænka þín þá myndi ég aldrei biðja þig um greiða nema erindið væri mjög brýnt“

Sem frænka þín þá myndi ég aldrei biðja þig um greiða nema erindið væri mjög brýnt og mikilvægt. Þess vegna vil ég biðja þig að beita þér fyrir jafnara samfélagi með því að lækka skatta á þá lægst launuðu og hækka þá á þá sem mest eiga. Eins og hann Kristján laaaangafi okkar sem keypti ódýrari vörur fyrir alla sveitunga sína því hann vildi deila með sér ríkidæmi sínu, hann var réttsýnn maður, hann hefði hækkað fjármagnstekjuskatt í 30% og lækkað skatta á lægstu laun töluvert til að jafna hlutföllinn, hann hefði ekki látið það spyrjast út að hann væri nískur og gráðugur. 

Ég verð að segja Bjarni minn að ég er orðin svolítið sár út í þig, þú gleymir alveg að sinna frænku þinni. Ég hef aldrei fengið skuldir mínar niðurfelldar, ég þarf alltaf að Borga hverja krónu tilbaka og meira til, svo gleymdir þú mér þegar þú faldir fé í skattaparadís í Karabíska hafinu, ég hefði alveg þáð að geyma séreignarsparnaðinn minn þar í stað þess að tapa honum nánast öllum í hruninu, það var nú bara milljón, en það var eina milljónin sem ég átti, svo bara hviss búmm bang, var hún hálf. Mér finnst þú ekki sjá nógu vel um frænku þína. Hvað hef ég gert þér?

Ég byrjaði lífið með ekkert og ég á ennþá ekkert nema skuldir og það er út af verðtryggingu og krónu. Þegar þú fórst í stjórnmál þá vildir þú afnema verðtryggingu, fara í Evrópusambandið og taka upp evruna. Ég þekki meira að segja ágætt fólk sem kaus þig þess vegna, svo gerðir þú ekkert af því sem þú vildir, þú lést bara frændur þína stjórna þér, gamla menn sem hafa engan metnað annan en að græða pening fyrir sjálfa sig. Þú hjálpar þeim að halda í eigið ríkidæmi alveg sama hvað þú lítur illa út vegna þess. Ég verð að segja kæri frændi að þeir eru bara að nota þig.

Ég veit Bjarni minn að þú átt börn, það er eiginlega spurning hvort þú viljir að börnin þín eigi góða ævi, því þó þú teljir þér trú um að þú sért að búa þeim í haginn, að þeim muni ekkert skorta þá er sumt sem ekki er falt fyrir fé. Þú getur ekki keypt handa þeim hreint loft, hreint vatn og heilbrigði. Öll framtíðarsýn þín og frænda þinna byggist á því að eyðileggja náttúruna. Álver, kísilver, fiskeldi í sjó, hvalveiðar, samgöngur sem ganga fyrir bensíni, dísel- og svartolíu, landbúnaðarstefnan. Allt eyðileggur þetta náttúru, loftslag og vistkerfi til langs tíma fyrir skammtímagróða. 

Langa-langa-langa-langa-langafi barna þínna er líka langa-langa-langa-langa-langafi barna minna og allir þessir afkomendur hafa jafnan rétt til framtíðar. Framtíð þeirra er ekki til sölu en samt leggur þú hana í sölurnar.

Bjarni Ben, hvað verður skrifað um þig í Íslendingabók?  Verður þú langa-langafi? Verður þín minnst eins og Kristjáni sem „stundaði sinn hag af forsjá og atorku“? Er það til marks um góðan mann? Ef atorku þinni er allri varið til að vernda ríkidæmi fámenns hóps á kostnað almennings og náttúru? 

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.

Kær kveðja, frænka.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherjar
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ
2

Sigrún H. Pálsdóttir

Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ

·
Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ
3

Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ

·
Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“
4

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

·
Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans
5

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

·
Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins
6

Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins

·

Mest deilt

Samherjar
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Uppfærð frétt: Bannið við laxeldi enn í gildi í annarri reglugerð
2

Uppfærð frétt: Bannið við laxeldi enn í gildi í annarri reglugerð

·
Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans
3

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

·
Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð
4

Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð

·
Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann
5

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

·
Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ
6

Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ

·

Mest deilt

Samherjar
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Uppfærð frétt: Bannið við laxeldi enn í gildi í annarri reglugerð
2

Uppfærð frétt: Bannið við laxeldi enn í gildi í annarri reglugerð

·
Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans
3

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

·
Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð
4

Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð

·
Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann
5

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

·
Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ
6

Meira en hálfur milljarður var afskrifaður hjá Skúla og OZ

·

Mest lesið í vikunni

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
1

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
2

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
3

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Samherjar
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað
5

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
6

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·

Mest lesið í vikunni

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
1

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
2

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði
3

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Samherjar
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað
5

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs
6

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·

Nýtt á Stundinni

Skúffaðir sokkar

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Skúffaðir sokkar

·
Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

·
Samherjar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Samherjar

·
Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

·
Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð

Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð

·
Hinn séríslenski kraftur. Lausnin á efnahagsvandanum?

Guðmundur

Hinn séríslenski kraftur. Lausnin á efnahagsvandanum?

·
Meiri raforka tapast í flutningi

Meiri raforka tapast í flutningi

·
Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

·
Heimsókn á Hitlerssafnið

Heimsókn á Hitlerssafnið

·
Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ

Sigrún H. Pálsdóttir

Þöggun í þágu valds í Mosfellsbæ

·
Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

·
Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

·