Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Veiðar á villtum dýrum tilgangslausir drápsleikir

Ole Ant­on Bielt­vedt, stofn­andi Jarð­ar­vina, er sann­færð­ur um að sá dag­ur muni renna að lit­ið verði á dýra­át eins og mann­át. Ekki sé eðl­is­mun­ur á mann­eskj­um og öðr­um spen­dýr­um. Hann ætl­ar sér að stöðva hval­veið­ar hér við land.

Veiðar á villtum dýrum tilgangslausir drápsleikir
Kannski stigsmunur en ekki eðlismunur á okkur og dýrunum Ole Anton Bieltvedt ofbýður meðferðin á villtum dýrum hér á landi og hyggst berjast fyrir hagsmunum þeirra á meðan hann hefur afl til. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er algjörlega sannfærður um að sá dagur muni renna að talað verði um dýraát nánast eins og mannát. Við erum að éta vöðva og hold af öðrum spendýrum, það er í raun og veru viðurstyggð. Það verður litið á þetta með sömu fyrirlitningu og er í dag litið á þrælahald í Bandaríkjunum, til að mynda. Eftir þetta 100 til 200 ár tel ég að menn verði alveg hættir að éta dýr.“

Hvort þessi spá mun ganga eftir mun Ole Anton Bieltvedt vitanlega ekki upplifa, ekki síst í ljósi þess að hann verður 77 ára á þessu ári. En hann ætlar sér að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að þess að þetta verði sú framtíð sem við munum búa við. Til þess hefur hann stofnað náttúruverndarsamtökin Jarðarvini og nýtir hann tíma sinn og fjármuni í umtalsverðu mæli til þeirrar baráttu.  

Dýrin hafa tilfinningar og skynjun

Ole Anton Bieldvedt er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár