Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur Frétta­blað­ið birt við­töl við út­gef­anda blaðs­ins, eig­in­mann henn­ar, son henn­ar og stjórn­ar­formann fyr­ir­tæk­is henn­ar.

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birti viðtal við Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, son Ingibjargar Pálmadóttur útgefanda blaðsins, á áberandi stað í blaðinu um helgina. „Það er bara gríðarleg stemning í hópnum og það má segja að við höfum framkvæmt kraftaverk,“ er haft eftir Sigurði vegna opnunar verslunar hans, Super1, við Hallveigarstíg. „Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu,“ segir í fréttinni sem birtist á blaðsíðu tvö.

Undanfarnar vikur hafa bæði Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, verið til viðtals í Fréttablaðinu. Ingibjörg fjallaði um stöðu kvenna á vinnumarkaði og reynslu sína af því að vera kona í stjórnunarstöðu þann 31. janúar. Í sama mánuði tjáði Jón Ásgeir sig við Fréttablaðið um stjórnarkjörið í Högum og mikilvægi þess að vernda smærri hluthafa.

Nú í dag birtist frétt í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Umsvif RÚV stóra vandamálið. Sú frétt byggir að verulegu leyti á viðtali við Einar Þór Sverrisson, stjórnarformann Torgs sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Kallar hann eftir því í viðtalinu að stigið verði á bremsuna „varðandi stjórnlausan vöxt RÚV“ og að hluta þeirra fjármuna sem ætlaðir eru Ríkisútvarpinu samkvæmt fjárlögum verði úthlutað til einkamiðla.

Í umsögn sem Torg ehf. skilaði nýlega um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra er lagt til að það skilyrði verði sett að starfsmenn ritstjórnar verði að lágmarki tuttugu eigi fjölmiðill að fá endurgreiðslu frá ríkinu. Þá er lagt til að hámarksendurgreiðsla verði hærri en 50 milljónir á ári. „Öflug fréttastofa, sem hefur einhverja þýðingu fyrir samfélagið, verður ekki rekin af þremur starfsmönnum. Miðill með svo fáa starfsmenn verður aldrei neitt annað en vettvangur persónulegra skoðana þeirra sem þar starfa, sem að mati Torgs hefur ekki þá þýðingu fyrir samfélagið að rétt sé að styrkja með opinberu fé,“ segir í umsögninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár