Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð segir Steingrím J. ætla að svala hefndarþorsta í sinn garð

Sú máls­með­ferð sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hef­ur kynnt í Klaust­urs­mál­inu jafn­ast á við póli­tísk rétt­ar­höld að mati Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Seg­ir Klaust­urs­þing­menn­ina þeg­ar hafa þol­að grimmi­lega refs­ingu.

Sigmundur Davíð segir Steingrím J. ætla að svala hefndarþorsta í sinn garð
Segir Steingrím vilja ná fram hefndum Sigmundur Davíð telur að Steingrímur J. sé í hefndarleiðangri gegn sér. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Sú málsmeðferð sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur kynnt vegna Klaustursmálsins eru pólitísk réttarhöld, til þess gerð að ná fram hefndum gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Engin lög hafi verið brotin en nú hyggist Steingrímur brjóta lög og þingsköp Alþingis í þessum hefndarleiðangri sínum.

Þessu heldur Sigmundur Davíð fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann í löngu máli yfir það hvernig hann telur að framganga Steingríms þegar kemur að meðferð Klaustursmálsins sé á pari við pólitísk réttarhöld, sem birtist nú í því að Steingrímur hyggist breyta einhliða og afturvirkt lögum til að ná fyrirfram gefinni niðurstöðu. Vísar Sigmundur þar til áforma Steingríms um að kosin verði ný, eða auka, forsætisnefnd Alþingis til að afgreiða Klaustursmálið á þeim grundvelli að sitjandi forsætisnefnd sé vanhæf í málinu. Sú forsætisnefnd gæti þá vísað Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis.

„Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi.“ 

„Þetta stangast á við lög um þingsköp á svo víðtækan hátt að hægt væri að skrifa heila grein bara um það. Eins og fram kom að ofan telst siðanefndin vanhæf, verandi undirnefnd forsætisnefndar. Öllum má þá vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar valin af vanhæfu fólki í trássi við lög til að afgreiða mál með fyrir fram ákveðnum hætti væri sjálf vanhæf. Þá skiptir engu máli þótt þeir sem létu hafa sig út í slíkt segðust ætla að leggja eigið mat á málið. Forsendurnar lægju fyrir, umboðið væri í andstöðu við lög og vanhæfi hinnar nýju undirnefndar augljóst,“ skrifar Sigmundur.

Segir Steingrím telja sig eiga harma að hefna gegn sér

Sigmundur segir engin lög hafa verið brotin í Klausturmálinu, sem hann kýs að kalla hlerunarmálið, önnur en þau að orðaskipti hans sjálfs, þriggja þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins hafi verið tekin upp. Segir Sigmundur að með því hafi verið „brotin mannréttindi þeirra sem teknir voru upp og þeirra sem talað var um.“ Þeir sem sátu að sumbli á Klaustri umrætt kvöld og höfðu margskonar ósiðlegt orðfæri uppi hafi ekki gerst sakir um neitt annað en einmitt það, að hafa upp dónaleg orð í einkasamtali. Segir Sigmundur að fyrir vikið hafi þeira liðið sálarkvalir og „þegar þolað grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi.“

Framferði Steingríms segir Sigmundur að sé einstakt í sögu Alþingis. Margir hafi haft efasemdir um hversu heppilegur hann væri til að gegna hlutverki forseta Alþingis og með þessari framgöngu hafi hann rennt stoðum undir þær efasemdir með afgerandi hætt. „Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi. Þó blasir við að ekkert af því sem ég sagði í einkasamtali sem tekið var upp með ólögmætum hætti jafnast á við fjölmargt sem þingforsetinn sjálfur hefur sagt og gert opinberlega að yfirlögðu ráði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár