Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Sögu­skýr­ing Geirs H. Haar­de og sam­herja hans um Lands­dóms­mál­ið stenst ekki skoð­un. Í dómn­um birt­ist mynd af for­sæt­is­ráð­herra á ör­laga­tím­um sem treysti sér ekki til að grípa til að­gerða gagn­vart seðla­banka Dav­íðs Odds­son­ar þeg­ar þess þurfti, leyndi sam­ráð­herra mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um yf­ir­vof­andi hættu og gekkst und­ir skuld­bind­ing­ar gagn­vart er­lend­um ríkj­um í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar án þess að láta hana vita.

Sögu­skýr­ing Geirs H. Haar­de og sam­herja hans um Lands­dóms­mál­ið stenst ekki skoð­un. Í dómn­um birt­ist mynd af for­sæt­is­ráð­herra á ör­laga­tím­um sem treysti sér ekki til að grípa til að­gerða gagn­vart seðla­banka Dav­íðs Odds­son­ar þeg­ar þess þurfti, leyndi sam­ráð­herra mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um yf­ir­vof­andi hættu og gekkst und­ir skuld­bind­ing­ar gagn­vart er­lend­um ríkj­um í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar án þess að láta hana vita.

Geir H. Haarde var dreginn fyrir Landsdóm á grundvelli úrelts lagabókstafs, hreinsaður af öllum helstu ávirðingunum og einungis sakfelldur fyrir smáatriði, brot á formreglu um fundi og fundargerðir sem engu hefði breytt þótt hann hefði fylgt þeim. 

Einhvern veginn svona er sagan sem Geir og pólitískir samherjar hans hafa haldið á lofti síðan dómur Landsdóms féll þann 23. apríl 2012. 

Sagan hefur verið sögð svo oft að hún er gott sem orðin viðtekin söguskýring um réttarhöldin. Ágætis vitnisburður um það er viðtal Kastljóss við Geir þann 3. október síðastliðinn. „Nú varst þú dreginn fyrir Landsdóm og sýknaður í öllum aðalákæruliðunum en þú varst sakfelldur fyrir að halda ekki nógu góðar fundargerðir,“ sagði spyrillinn og Geir svaraði á þá leið að Landsdómur hefði ekki aðeins sýknað hann „efnislega“ heldur beinlínis „hreinsað“ hann af ávirðingum sem fram hefðu komið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Þessi saga er ósönn. Hún gengur í berhögg við rökstuðning og dómsniðurstöðu Landsdóms, en þar er Geir ekki aðeins gagnrýndur fyrir að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni heldur einnig fyrir slæleg vinnubrögð að því er varðar ýmis atriði sem fjallað var um í hinum ákæruliðunum og höfðu ekki með ríkisstjórnarfundi að gera.

Allsherjar áfellisdómur

Niðurstaða Landsdóms er einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum Geirs frá febrúar fram í októberbyrjun 2008.

Í dómnum birtist mynd af forsætisráðherra á örlagatímum sem veigraði sér við að grípa til aðgerða gagnvart Seðlabankanum undir stjórn Davíðs Oddssonar þegar þess þurfti, treysti bankamönnum í blindni til að taka almannahagsmuni fram yfir eiginhagsmuni, leyndi samráðherra mikilvægum upplýsingum um yfirvofandi hættu og gekkst undir skuldbindingar gagnvart erlendum ríkjum í nafni ríkisstjórnarinnar án þess að láta hana vita. Þótt Geir hafi aðeins verið sakfelldur fyrir brot sem honum var gefið að sök í einum ákærulið, ákærulið 2, komst Landsdómur að þeirri niðurstöðu að hann hefði vanrækt skyldur sem á honum hvíldu og sýnt athafnaleysi að því er varðar atriði sem fjallað var um í ákærulið 1.4. Hlutlægum sakfellingarskilyrðum væri hins vegar ekki fullnægt og þannig ekki hægt að dæma hann fyrir að hafa ekki rækt skyldur sínar.  

Sagan öll af mistökum, laumuspili og athafnaleysi Geirs, sem rakin er ítarlega í umfjöllun Landsdóms um alla fjóra ákæruliðina, hefur í raun farið hljótt í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna og fallið í skuggann af upphrópunum um að grimmilegt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né flokkarnir hverra þingmenn greiddu atkvæði með málshöfðun gegn Geir Haarde hafa sýnt viðleitni til að draga lærdóma af niðurstöðu Landsdóms og þeirri ítarlegu umfjöllun um ráðherraábyrgð sem þar birtist. 

Undanfarin ár hefur Geir Haarde gegnt embætti sendiherra Íslands í Washington og nýlega tilnefndi utanríkisráðherra hann sem aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans. Þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa kallað eftir því að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar á Landsdómsmálinu og álykti um að þar hafi dómsvaldi verið misbeitt. Nýlega kallaði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, eftir því að reist yrði stytta eða mynd af Geir Haarde á Austurvelli fyrir þann myndugleik sem hann hefði sýnt haustið 2008.

Á 10 ára afmæli hrunsins er ekki úr vegi að líta yfir helstu niðurstöður Landsdóms, bera þær saman við þá söguskýringu sem Geir og samherjar hans halda óspart á lofti og leiðrétta nokkrar algengar mýtur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.