Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Söguskýring Geirs H. Haarde og samherja hans um Landsdómsmálið stenst ekki skoðun. Í dómnum birtist mynd af forsætisráðherra á örlagatímum sem treysti sér ekki til að grípa til aðgerða gagnvart seðlabanka Davíðs Oddssonar þegar þess þurfti, leyndi samráðherra mikilvægum upplýsingum um yfirvofandi hættu og gekkst undir skuldbindingar gagnvart erlendum ríkjum í nafni ríkisstjórnarinnar án þess að láta hana vita.

johannpall@stundin.is

Geir H. Haarde var dreginn fyrir Landsdóm á grundvelli úrelts lagabókstafs, hreinsaður af öllum helstu ávirðingunum og einungis sakfelldur fyrir smáatriði, brot á formreglu um fundi og fundargerðir sem engu hefði breytt þótt hann hefði fylgt þeim. 

Einhvern veginn svona er sagan sem Geir og pólitískir samherjar hans hafa haldið á lofti síðan dómur Landsdóms féll þann 23. apríl 2012. 

Sagan hefur verið sögð svo oft að hún er gott sem orðin viðtekin söguskýring um réttarhöldin. Ágætis vitnisburður um það er viðtal Kastljóss við Geir þann 3. október síðastliðinn. „Nú varst þú dreginn fyrir Landsdóm og sýknaður í öllum aðalákæruliðunum en þú varst sakfelldur fyrir að halda ekki nógu góðar fundargerðir,“ sagði spyrillinn og Geir svaraði á þá leið að Landsdómur hefði ekki aðeins sýknað hann „efnislega“ heldur beinlínis „hreinsað“ hann af ávirðingum sem fram hefðu komið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Þessi saga er ósönn. Hún gengur í berhögg við rökstuðning og dómsniðurstöðu Landsdóms, en þar er Geir ekki aðeins gagnrýndur fyrir að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni heldur einnig fyrir slæleg vinnubrögð að því er varðar ýmis atriði sem fjallað var um í hinum ákæruliðunum og höfðu ekki með ríkisstjórnarfundi að gera.

Allsherjar áfellisdómur

Niðurstaða Landsdóms er einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum Geirs frá febrúar fram í októberbyrjun 2008.

Í dómnum birtist mynd af forsætisráðherra á örlagatímum sem veigraði sér við að grípa til aðgerða gagnvart Seðlabankanum undir stjórn Davíðs Oddssonar þegar þess þurfti, treysti bankamönnum í blindni til að taka almannahagsmuni fram yfir eiginhagsmuni, leyndi samráðherra mikilvægum upplýsingum um yfirvofandi hættu og gekkst undir skuldbindingar gagnvart erlendum ríkjum í nafni ríkisstjórnarinnar án þess að láta hana vita. Þótt Geir hafi aðeins verið sakfelldur fyrir brot sem honum var gefið að sök í einum ákærulið, ákærulið 2, komst Landsdómur að þeirri niðurstöðu að hann hefði vanrækt skyldur sem á honum hvíldu og sýnt athafnaleysi að því er varðar atriði sem fjallað var um í ákærulið 1.4. Hlutlægum sakfellingarskilyrðum væri hins vegar ekki fullnægt og þannig ekki hægt að dæma hann fyrir að hafa ekki rækt skyldur sínar.  

Sagan öll af mistökum, laumuspili og athafnaleysi Geirs, sem rakin er ítarlega í umfjöllun Landsdóms um alla fjóra ákæruliðina, hefur í raun farið hljótt í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna og fallið í skuggann af upphrópunum um að grimmilegt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né flokkarnir hverra þingmenn greiddu atkvæði með málshöfðun gegn Geir Haarde hafa sýnt viðleitni til að draga lærdóma af niðurstöðu Landsdóms og þeirri ítarlegu umfjöllun um ráðherraábyrgð sem þar birtist. 

Undanfarin ár hefur Geir Haarde gegnt embætti sendiherra Íslands í Washington og nýlega tilnefndi utanríkisráðherra hann sem aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans. Þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa kallað eftir því að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar á Landsdómsmálinu og álykti um að þar hafi dómsvaldi verið misbeitt. Nýlega kallaði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, eftir því að reist yrði stytta eða mynd af Geir Haarde á Austurvelli fyrir þann myndugleik sem hann hefði sýnt haustið 2008.

Á 10 ára afmæli hrunsins er ekki úr vegi að líta yfir helstu niðurstöður Landsdóms, bera þær saman við þá söguskýringu sem Geir og samherjar hans halda óspart á lofti og leiðrétta nokkrar algengar mýtur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

·
Þriðji orkupakkinn breytir engu um hvort þjóðin eigi auðlindirnar

Þriðji orkupakkinn breytir engu um hvort þjóðin eigi auðlindirnar

·
Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

·
Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

Framleiðir vegan páskaegg eitt síns liðs

·
Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

Launahæstu forstjórarnir eru allir með yfir 5 milljónir á mánuði

·
Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

·
Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

·
Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

Guðmundur

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

·
Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

·
Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

Vill ekki staðfesta hvort Ratcliffe hafi keypt fleiri jarðir

·
Óvænt samhengi hlutanna

Sverrir Norland

Óvænt samhengi hlutanna

·
Sorrý með mig

Sorrý með mig

·