Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti

Leik­ur smá­lána­fyr­ir­tæk­is­ins Kredia, vegna þátt­töku Ís­lands á HM, ger­ir það að skil­yrði að þátt­tak­end­ur skuld­setji sig. Skuld­ir ung­menna vegna smá­lána hafa hækk­að um­tals­vert síð­ast­lið­in ár. Lög­fræð­ing­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir að á með­an smá­lána­fyr­ir­tæk­in fái að starfa á laga­legu gráu svæði sé þeim þetta heim­ilt.

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti
Smálánafyrirtækið Kredia

„Ef að þetta væri leyfisskyld starfssemi, sem að vonir standa til um að þetta verði í nánustu framtíð, þá væri þessum fyrirtækjum örugglega ekki heimilt að haga sér með þessum hætti. En á meðan fyrirtækin starfa á lagalegu grái svæði er í raun og veru ekkert sem bannar þetta,“ segir Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum.

Smálánafyrirtækið Kredia stendur fyrir samkeppni vegna leiks Íslands við Nígeríu á HM í dag. Til þess að taka þátt þurfa þátttakendur að taka smálán og giska á úrslit leiksins en einn þátttakandi mun svo vera dreginn út og vinna sjónvarpstæki. Kredia er í eigu Ecommerce 2020 sem er félag skráð í Danmörku.

Leikur Kredia.Til að taka þátt í leiknum þarf að taka smálán.

Neytendasamtökin hafa kallað eftir því að smálánafyrirtækin verði gerð leyfisskyld. Í dag teljast þau ekki til fjármálafyrirtækja og falla því ekki undir lög um fjármálafyrirtæki.  Þannig gildir 19. grein laga um fjármálafyrirtæki ekki um smálaánafyrirtæki en þar er fjallað um góða viðskiptahætti og venjur. Þar segir meðal annars að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.

Smálánin sliga ungt fólk

Síðastliðin tvö ár hefur þeim sem leita úrræði hjá umboðsmanni skuldara fjölgað um tæp 25 prósent og hlutfall umsækjenda með smálán farið úr 13 prósentum í 43 prósent. Umboðsmaður skuldara benti á fyrr á árinu að markaðassetning smálánafyrirtækja beinist að ungu fólki og hópurinn sé í veikri stöðu. Verst er staðan hjá ungu fólki en árið 2017 var hlutfall fólks með smálán, á aldrinum 18 til 29 ára, sem sótti um ráðgjöf og greiðsluaðlögun 70 prósent.  Þá hafa skuldir þessa hóps hækkað umtalsvert en árið 2016 var meðalskuld ungmenna um 400 þúsund krónur en í fyrra nam fjárhæðin um 600 þúsund krónum.

Í grein félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einar Daðasonar, sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar er vikið að vandanum sem að smálán skapa ungu fólki. „Það er orðið aðkallandi að bregðast við til að sporna við því að ungt fólk í hópi þeirra tekjulægstu lendi í skuldavanda vegna lána sem það tekur í fljótræði án þess að gera sér grein fyrir kostnaðinum og sjá fyrir afleiðingarnar. Við þurfum að beina sjónum að starfsemi smálánafyrirtækjanna varðandi umgjörð og eftirlit og auka þarf fræðslu um fjármál svo ungt fólk verði betur í stakk búið til að taka fjárhagslegar ákvarðanir,“ segir meðal annars í greininni.

Herjuðu á fólk með óumbeðnum SMS-skilaboðum

Smálánafyrirtækin komust í fréttirnar í fyrra þegar upp komst að þau hefðu sent fjölda fólks óumbeðin SMS-skilaboð þar sem boðið var upp á smálán. Slík markaðssetning er bönnuð samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga en samkvæmt greininni er aðeins heimilt að senda slík skilaboð hafi einstaklingurinn veitt samþykki sitt fyrir því fyrir fram.

Viðtakendur SMS-skilaboðanna voru ávarpaðir með nafni og bent á hve auðveld væri að sækjast eftir láni hjá smálánafyrirtækjunum. „Hæ, þú manst að þú átt 60.000 þúsund króna heimild hjá okkur. Þú getur svarað þessu SMS-i og við leggjum lánið inn á þig strax. Eigðu góðan dag, Smálán,“ segir í skilaboðum frá Smálán sem skráð er í Danmörku.

Skilaboð frá öðru smálánafyrirtæki, Hraðpeningar sem samkvæmt vefsíðu sinni er í eigu danska fyrirtækisins Ecommerce 2020, brutu einnig gegn fjarskiptalögum. „Vantar þig peninga og lán í bankanum er of flókið?“

Brjóta ítrekað gegn lögum um neytendalán

Neytendasamtökin hafa haft horn í síðu smálafyrirtækja síðan þau fóru að hasla sér völl. Í fréttatilkynningu samtakanna fyrr á árinu segja samtökin smálánafyrirtækin ítrekað brjóta gegn lögum um neytendalán og það hafi meðal annars fengið staðfest fyrir dómstólum. Þá hefur Neytendastofa lagt dagsektir á fyrirtækin vegna nýrri mála er varða sölu rafbóka samhliða lánveitingu. Samtökin krefjast þess að atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi samkvæmt lögum.

Þá hafa samtökin gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi. „Starfsemin heldur að minnsta kosti óhindrað áfram. Það virðist þannig hagstæðara fyrir smálánafyrirtæki að standa í málarekstri við eftirlitsstofnanir, dómstóla og jafnvel fá á sig sektir en að fara að lögunum og lækka lánakostnaðinn svo þau standist lög,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár