Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bókin sem grófst undir flóðinu en rataði heim

Fyr­ir sjö­tíu ár­um tap­aði Erla Jó­hanns­dótt­ir bók­inni sinni um Mikka mús eft­ir hörmu­legt slys. Bók­in rat­aði á dög­un­um aft­ur í hend­ur Erlu fyr­ir röð til­vilj­ana og gæsku. Búri bragð­ar­ef­ur sneri heim.

Bókin sem grófst undir flóðinu en rataði heim
Búri bragðarefur birtist á ný Erla Jóhannsdóttir fékk á dögunum í hendurnar bók sem hún tapaði fyrir sjötíu árum, eftir hörmulegt slys sem sundraði fjölskyldu hennar. Röð tilviljana og manngæsku réðu því að bókin rataði heim. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Árið 1941 fékk lítil stúlka á Ströndum bók að gjöf frá föðursystur sinni. Bókin, Búri bragðarefur, er um margt merkileg en margir kannast við aðal söguhetjuna undir öðru nafni. Þarna var kominn Mikki mús í fyrsta skipti útgefinn á íslensku. Ekki þarf að efast um að stúlkan hafi glaðst mjög yfir þessari fallegu gjöf frænku sinnar, bækur voru kannski enn meiri djásn í augum barna á þessum tímum en nú er. Bókin var enda falleg, með myndum af músinni í ýmsum ævintýrum og skemmtilegum texta. Vafalítið hefur fjögurra ára stúlkan skoðað bókina oft, hún verið lesin fyrir hana og hún síðan lesið hana sjálf þegar hún var orðin læs. En svo tapaði stúlkan bókinni, og raunar svo mörgu öðru. Í einni svipan breyttist líf hennar til allrar framtíðar og hún hugsaði ekki meira um bókina um Búra bragðaref.

Hörmulegt og mannskætt slys olli viðskilnaðinum

„Ellefu ára stúlka er að heiman í fyrsta sinn. Hún býður eftir pabba sínum sem ætlar að sækja hana í farskólann í Asparvík þar sem hún dvelur. Hún er að fara heim í jólafrí og hlakkar mikið til að hitta mömmu sína og systur. Eftir fjóra daga berast henni harmafregnir. Snjóflóð hefur fallið á heimili hennar. Allir á bænum eru látnir nema faðirinn sem er stórslasaður eftir að hafa verið grafinn í fönn í fjóra sólarhringa.“

Þetta er upphafið að lífsreynslusögu Erlu Jóhannsdóttur sem rakin er í bókinni Milli mjalta og messu. Bókin er byggð á viðtölum Önnu Kristine Magnúsdóttur í útvarpsþættinum Milli mjalta og messu sem voru á dagskrá um árabil á Rás 2. Það kann að hljóma undarlega að rekja þá sögu að Erla hafi fengið bók að gjöf í æsku í samhengi við það áfall sem hún og fjölskylda hennar urðu fyrir árið 1948, þegar snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Bjarnarfirði á Ströndum og sundraði fjölskyldu sem þar hafði búið við samheldni og ástúð. Það vill samt þannig til að merkilega sögu er að segja af þessari bók, sem nú hefur ratað í hendur eiganda síns, 70 árum eftir að þær skildust að.

Fyrsta útgáfan af Mikka MúsÁrið 1939 var gefin út í Reykjavík í fyrsta skipti á Íslandi bók um Mikka Mús, sem þá hét Búri bragðarefur. Tveimur árum síðar fékk fjögurra ára stúlka á Ströndum bókina að gjöf frá föðursystur sinni.

Snjóflóðið í Goðdal var hræðilegt slys. Þar létust móðir Erlu, Svanborg Ingimundardóttir, og systur hennar tvær, Svanhildur sjö ára og Ásdís tveggja ára. Einnig létust í slysinu afasystir Erlu, hennar dóttir og dóttursonur. Faðir Erlu, Jóhann Kristmundsson, komst einn lífs af úr flóðinu eftir að hafa legið grafinn undir snjó í fjóra sólarhringa. Þar hlustaði hann á konu sína og dætur kalla eftir hjálp en var bjargarlaus, snjórinn hélt honum í heljargreipum og hægt og rólega dóu raddirnar út, ein af annarri. Jóhann jafnaði sig aldrei. Rúmum fjórum árum síðar svipti hann sig lífi, þá gat hann ekki lengur borið alla þá sorg sem lögð var á herðar honum.

Beið föður sem aldrei kom

Erla var sem fyrr segir ekki heima við þegar snjóflóðið féll heldur í farskóla í Asparvík. Þangað hafði hún farið og var það í fyrsta skipti sem hún fór að heiman. Á aðventunni beið hún þess að pabbi sinn sækti sig, en hann kom aldrei.

Í viðtalinu sem Anna Kristine skrásetti lýsti Erla því þegar hún fékk fregnirnar af slysinu. „Ég var úti að leika mér með hinum krökkunum þegar Helgi, kennari við skólann, kallaði á mig inn á kennarastofu. Hann sagði við mig: „Erla mín, það varð slys heima hjá þér. Það fórust allir þar nema pabbi þinn og hann er helsærður. Farðu nú út aftur að leika þér.“

Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu þungbærir þessir atburðir allir hafa verið Erlu. Auk Erlu voru tveir bræður hennar einnig að heiman, þeir Haukur og Bergþór, sem báðir voru í skóla á Reykjum í Hrútafirði. Erla dvaldi hjá föðursystur sinni á Drangsnesi til þrettán ára aldurs en þá flutti hún suður til Reykjavíkur ásamt bræðrum sínum, til föður þeirra sem þar hafði búið þeim heimili. Þau nutu þó ekki samvista lengi því sem fyrr segir batt Jóhann, faðir Erlu, enda á líf sitt árið 1953.

Allar eignir seldar á uppboði

Erla lýsir því einnig í samtalsbókinni hvernig hún fékk símtal nokkru eftir flóðið. Í símtalinu var hún spurð hvort hún vildi eiga einhverja þá muni sem náðust úr flóðinu, til minningar um móður sína. Hlutina átti að öðrum kosti að selja á uppboði, sem og var gert. Erla svaraði því neitandi, enda bara barn að aldri. „En nú óska ég þess að ég hefði átt eitthvað til minningar um mömmu, jafnvel þótt það hefði bara verið kápan sem pabbi var nýbúinn að gefa henni, en sú kápa var seld á uppboðinu og er kannski til á einhverju heimili á Íslandi ennþá. Það væri betur og ef einhver veit af kápu sem var keypt á uppboðinu má sá aðili gjarnan hafa samband við mig.“

Erlu fylgdu því afar fáir hlutir úr æsku hennar út í lífið, sem hefur þrátt fyrir allt verið henni gjöfult. Hún kynntist manninum sínum, Boga Ragnarssyni, sextán ára á balli í Breiðfirðingabúð og þau felldu strax hugi saman. Saman eignuðust þau sjö börn og eiga fjölda barnabarna og barnabarnabarna. Lengst af voru þau búsett á Djúpavogi, heimabæ Boga, en hafa síðari ár búið á Egilsstöðum.

Búri bragðarefur birtist á ný

Fyrir um mánuði síðan var birt færsla á Facebook-síðu sem heitir Teiknimyndasögur. Þar auglýsti maður til sölu gamla bók, gefna út í Reykjavík 1939. Um var að ræða fyrstu útgáfu af bók sem nefndist Búri bragðarefur en glöggir gátu séð að flestum Íslendingum er tamara að hugsa um söguhetjuna sem Mikka mús. Hófust boð í bókina og endaði það með því að maður að nafni Brjánn Jónsson hreppti hnossið. Og héldu nú flestir teiknimyndasögunördar að ekki væri meiri tíðinda að vænta af Búra bragðaref.

„Mér þykir þetta svo óskaplega fallegt og vel gert af honum“ 

Áletrun vakti athygliÞegar mynd af bókinni var birt á netinu ráku glöggir menn augun í að hún var merkt Erlu og Hólmavík. Þar með fór boltinn að rúlla.

En seljandi bókarinnar hafði birt mynd af titilsíðunni og þar mátti lesa eftirfarandi áletrun: „Hólmavík. Til Erlu. Frá Rósu. 3. júní 1941.“ Þetta vakti athygli glöggra Strandamanna sem deildu myndinni inn á síðu Strandamanna og vöktu athygli á að þarna væri komin bók sem merkt væri Hólmavík. Þar rak Guðmundur nokkur Björgvinsson augun í bókina og þekkti þar nafn ömmu sinnar, Rósu. Og þar með fór boltinn að rúlla.

Guðmundur hafði þá samband við frænku sína, Hafdísi Erlu Bogadóttur, dóttur Erlu. Hafdís brást þá við og setti inn færslu á síðuna þar sem bókin hafði verið boðin upp og lýsti því hvernig það hefði komið til að móðir hennar tapaði bókinni sinni. Hafdís endaði færslu sína svo: „Mamma á því ósköp fátt frá því að hún var barn. Mamma er í dag 81 árs. Mér þætti mjög vænt um ef þið vilduð vera svo góðir að leyfa mér að eignast þessa bók til að gefa mömmu. Hún er ekki bara bók um Mikka mús. Hún er minning um Rósu frænku og það að hafa verið áhyggjulaust barn í faðmi fjallanna í dalnum hennar, fjallanna sem þó voru svo ógurleg að flóð úr þeim varð til þess að hún missti þá sem henni voru kærastir.“

Ekki annað hægt en að hrífast af sögunni

Stundin ræddi við Hafdísi sem upplýsti að Brjánn, sem eignast hafði bókina, hafi orðið snortinn af sögu Erlu, móður hennar. „Ég sendi honum Brjáni skilaboð en við náðum ekki saman alveg strax. Við töluðum síðan saman í síma og Brjánn sagði mér að auðvitað fengi ég bókina, hún ætti heima hjá henni mömmu minni. Ég spurði hann þá: „Hvað viltu fá fyrir bókina?“ Hann svaraði: „Ekkert, hún er gjöf frá mér til mömmu þinnar.“ Mér þykir þetta svo óskaplega fallegt og vel gert af honum,“ segir Hafdís.

Ekki annað hægt en að hrífastBrjánn Jónsson, sem hér sést með Hafdísi Erlu, segir að auðvitað eigi bókin um Búra hvergi annars staðar heima en hjá Erlu. Hann viðurkennir samt að hann sjái pínulítið eftir henni.

Brjánn segir í samtali við Stundina að hann hafi safnað öllum Andrésar Andar-blöðunum sem komið hafa út á íslensku og þess vegna hafi bókin um Búra sannarlega vakið athygli hans, sem fyrsta útgáfa af Mikka mús hér á landi. Hann hafi raunar verið á höttunum eftir eintaki af henni um nokkurt skeið. „Það er hins vegar ekkert annað hægt en að hrífast af þessari sögu og auðvitað á bókin hvergi annars staðar heima en hjá gömlu konunni. Ég lít svo á að bókin hafi ratað heim. En ég játa það alveg að ég sé pínulítið eftir henni.“

Hafdís telur allar líkur á að bókin um Búra hafi verið meðal þeirra muna fjölskyldunnar í Goðdal sem boðnir voru upp á uppboði eftir flóðið. Í það minnsta sé Erla, móðir hennar, viss um að bókina hafði hún ekki með sér þegar hún var í farskólanum í Asparvík. Bókin hafi því grafist í flóðinu og síðan komist í hendur annarra. Sá sem bauð bókina til sölu á netinu hafði eignast hana úr dánarbúi og því fátt vitað um hvað á daga bókarinnar hafi drifið undanfarin sjötíu ár. „Ég man ekki eftir því að hún mamma eigi margt úr sinni æsku en mörgum árum seinna eignaðist hún könnu að gjöf frá bróður hennar ömmu. Það var kannan sem afi hafði haldið á þegar snjóflóðið féll. Kannan bjargaði afa, hann var með hana í fanginu og bræddi í henni snjó til drykkjar meðan hann lá þarna undir snjófarginu.“

„Auðvitað á bókin hvergi annars staðar heima en hjá gömlu konunni“

Kannan sem bjargaði Erla heldur hér á könnu föður síns, einum fárra hluta sem hún á úr æsku. Kannan bjargaði lífi föður hennar. Í könnunni bræddi hann vatn til drykkjar þegar hann lá fastur í fjóra daga undir snjóflóðinu sem féll á Goðdal.

Lífið leitar jafnvægis

Bókina fékk Hafdís svo í hendurnar frá Brjáni á dögunum og gerði sér ferð austur á Egilsstaði til að færa móður sinni hana. Hún segir að móðir sín hafi orðið glöð og þótt notalegt að fá bókina í hendurnar en viðurkenndi að hún myndi kannski ekki mikið eftir bókinni úr æsku sinni. „Ég held að það hafi ansi mikið horfið af minningum mömmu frá þessum árum. Þetta var auðvitað þungbært og mikið áfall. En mamma kvartaði aldrei, hún er töffari og hefur alltaf verið. Þess vegna þykir mér svo vænt um að geta glatt hana með þessu.“

Hafdís segir að saga bókarinnar um Búra bragðaref sýni hvað tilviljanir séu merkilegar og kannski líka hvernig lífið hefur tilhneigingu til að leita í jafnvægi. „Bókin hefði svo auðveldlega getað farið framhjá okkur fjölskyldunni. Tilviljanir eru svo merkilegar. Mér finnst dásamlegt hvernig þetta raðast upp, að bókin skuli koma þarna í leitirnar, að Brjánn skuli sýna svona mikla gæsku og að hún mamma skuli, eftir sjötíu ár, fá í hendurnar eitthvað sem minnir hana á þann tíma þegar lífið var gott og fagurt á æskuslóðunum í Goðdal. Það er eitthvað afskaplega notalegt við þetta. Nú er bókin komin heim og ég ætla að tryggja að hún verði til á hverju heimili afkomenda mömmu með því að láta fjölfalda hana. Það verður jólagjöfin í ár.“

Lífið leitar jafnvægisErlu þótti notalegt að fá bókina aftur í hendur eftir öll þessi ár. Hér er hún ásamt Hafdísi Erlu dóttur sinni og Boga eiginmanni sínum.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu