Fréttir

Móðurleg tilfinning og þakklæti knýr ekki ljósmæður lengur

Stuðningur almennings við ljósmæður gefur kjarabaráttu þeirra byr undir báða vængi. Þetta segir formaður kjaranefndar ljósmæðra. Lítillar bjartsýni gætir þó í þeirra röðum fyrir fund með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara á mánudag.  

Komnar með nóg Ljósmæður eru ekki lengur tilbúnar að fórna heilsu sinni og dýrmætum tíma með fjölskyldu fyrir þau kjör sem þeim bjóðast. Um það er einhugur í þeirra röðum, segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Einhugur er á meðal ljósmæðra um að standa fast á kröfum sínum andspænis samninganefnd ríkisins. Þetta segir formaður samninganefndar ljósmæðra, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. Samninganefndirnar funda á mánudag með ríkissáttasemjara. Ljósmæður finna mikinn stuðning úr samfélaginu sem eykst dag frá degi. Hátt í átján þúsund manns eru nú í hópnum mæður og feður styðja ljósmæður á Facebook. Þangað hefur rignt inn reynslusögum og stuðningsyfirlýsingum undanfarna daga. Rauði þráðurinn gegnum sögurnar er hversu mikilvæg þekking ljósmæðra, reynsla og innsæi, reynist í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Boðað hefur verið til samstöðufundar við fæðingarstaði klukkan tvö á laugardag, þar sem þungaðar konur ætla að taka höndum saman og mynda keðju. Þá hafa vel á þriðja þúsund skrifað undir stuðningsyfirlýsingu mæðra og feðra sem styðja kjarabaráttu ljósmæðra og verður hún afhent á næsta fundi samninganefndar ríkisins og ljósmæðra, ef ekki semst fyrir þann tíma.

Sögurnar rista djúpt

Sögurnar hafa að Katrínar mati haft talsverð áhrif ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið