Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tveir fyrrum nemendur „kannast við heimboð Ragnars Þórs“ og gagnrýna framgöngu hans

Tveir sam­nem­end­ur manns­ins sem sak­aði verð­andi formann Kenn­ara­sam­bands Ís­lands um blygð­un­ar­sem­is­brot á Tálkna­firði hafa und­ir­rit­að yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir segja Ragn­ar Þór Pét­urs­son hafa „bor­ið rangt um ýms­ar stað­reynd­ir“ og geng­ið harka­lega fram gagn­vart æsku­vini þeirra.

Tveir fyrrum nemendur „kannast við heimboð Ragnars Þórs“ og gagnrýna framgöngu hans
Ragnar Þór Pétursson Hefur lýst því yfir að reynt verði að fella hann úr stóli formanns Kennarasambandsins.

Tveir fyrrverandi nemendur Ragnars Þórs Péturssonar, verðandi formanns Kennarasambands Íslands, segja hann hafa „borið rangt um ýmsar staðreyndir“ þegar hann hefur varist ásökunum um blygðunarsemisbrot á Tálknafirði. Þeir staðfesta að hafa verið heima hjá Ragnari Þór á því tímabili sem „meint brot“ áttu sér stað og segjast „kannast við heimboð Ragnars Þórs Péturssonar kennara í fleiri en eitt skipti“. 

Vísir fjallaði ítarlega um málið í fyrra, rétt eftir að Ragnar Þór var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands.

Nafni Ragnars, Ragnar Þór Marinósson, sem hér eftir verður kallaður Raggi til aðgreiningar frá kennaranum, steig fram í viðtali við Vísi.is í fyrra ásamt fjölskyldu sinni og greindi frá því að tilkynningin um óeðlilega háttsemi sem Ragnar fjallaði um á vettvangi fjölmiðla og í bloggskrifum árið 2013, hefði snúist um sig og atburði sem áttu sér stað á Tálknafirði fyrir um 20 árum. Kennarinn hefði sýnt sér klám á heimili sínu þar sem kúkur kom við sögu. Ragnar hefur hafnað því að hafa boðið drengjum heim til sín en sagt Ragga einu sinni hafa bankað upp á hjá sér með hópi af krökkum. 

Tveir fyrrum nemendur Ragnars Þórs og æskuvinir Ragga hafa nú undirritað yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta að hafa verið heima hjá Ragnari Þór Péturssyni sem nemendur hans, auk annarra drengja sem hann kenndi og voru samtíða þeim í grunnskóla í Tálknafirði, á því tímabili sem um ræðir. 

Yfirlýsingarnir, sem Stundin hefur undir höndum, voru afhentar Kennarasambandi Íslands með milligöngu lögmanns fyrir sambandsþingið sem nú stendur yfir. Þingið var sett í gær en Ragnar Þór tekur formlega við formannsembætti á föstudag. 

Titringur innan Kennarasambandsins

Ásakanir fyrrum nemanda Ragnars og umræða um þær hafa valdið talsverðum titringi innan Kennarasambandsins. Ragnar birti bloggpistil á Stundinni í gær þar sem hann sagði að sér hefði borist til að eyrna að búið væri að „skipuleggja lokatilraun“ og jafnvel „sýndarréttarhöld“ til að koma í veg fyrir að hann tæki við formennsku í félaginu. Hann rekur þetta til þess að „sumir óttast breytingar eða byltingar“. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara sem bauð sig fram á móti Ragnari sem formaður Kennarasambandsins, gagnrýnir Ragnar í athugasemd við bloggfærsluna, frábiður sér „samsæriskenningar“ og furðar sig á því að á fyrsta degi Kennarasambandsþingsins kjósi hann að „halda áfram skítkasti á félaga [s]ína innan sem utan stjórnar KÍ“. 

Ragnar Þór hætti að kenna um tíma árið 2013 eftir að Reykjavíkurborg barst ábending undir nafnleynd um að hann hefði sýnt af sér óeðlilega háttsemi gagnvart nemanda. Ragnar gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að meðferð málsins, fékk mikinn stuðning frá nemendum og kennurum, kom fram í Kastljósi og skrifaði fjölda greina um málið. Í einni þeirra talaði hann um „óbermið sem nýtti sér nafnleynd til að ráðast á mig […] til að svala illsku sinni og heift“. Á þeim tíma vissi Ragnar Þór ekki hvaðan ásökunin kom, en síðar kom í ljós að systir Ragga, Ragnars Þórs Marínóssonar, fyrrum nemanda Ragnars Þórs á Tálknafirði, hafði greint yfirmanni sínum hjá félagsmiðstöð Norðlingaskóla frá því sem Raggi hafði sagt henni, án vitundar Ragga, og yfirmaðurinn komið upplýsingunum áfram til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Raggi kærði svo málið til lögreglu í janúar 2014 en málið var fyrnt og því ekki rannsakað. 

Eftir að Ragnar Þór hafði lesið lögregluskýrsluna og komist að því hvaðan ásökunin kom sagði hann í bloggfærslu að ljóst væri að „í miðju málsins væri manneskja sem ætti mjög erfitt“. Hann hefði aldrei opnað málið upp á gátt í fjölmiðlum hefði hann vitað það. „Ég veit ekkert hvað hann hefur lifað þótt ég viti að þetta er ekki eitt af því. Og ég ætla ekki að dæma hann eða leita hefnda. Ég vona heitt og innilega að líf hans sé betra í dag en það var miðað við lýsinguna sem ég las á lögreglustöðinni. Og ég vona að líf hans batni enn. En ég er fokvondur við kerfið. Bullandi reiður,“ skrifaði hann. 

Telja Ragnar Þór hafa gengið harkalega fram

Raggi og fjölskylda hans telja Ragnar Þór hafa gengið harkalega fram og talað með niðrandi hætti um aðilann sem sé hið raunverulega fórnarlamb í málinu. „Raggi hefur ekki bara verið ásakaður um lygar heldur einnig verið bendlaður við samsæriskenningar um valdabaráttu innan Kennarasambandsins,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu sem birtist á Vísi þann 11. desember 2017. Töldu þau kennarann hafa  „nýtt þá stöðu sína að vera eini nafngreindi aðilinn í málinu“ og ítrekað kastað rýrð á Ragga. „Svo heldur hann bara áfram og áfram og áfram. Svo núna málar hann mig sem eitthvað grey í þessari grein,“ sagði Raggi í viðtali við Vísi.

Fram kom í máli fjölskyldunnar að nokkrir ungir menn, á sama aldri og Raggi, hefðu sagt þeim frá því að þeir hefðu verið nokkrir saman heima hjá Ragnari Þór. Yfirlýsing tveggja samnemenda Ragga, sem nú hafa verið lagðar fram, styðja þetta. „Ég, ásamt fleiri fyrrum nemendum Ragnars Þór Péturssonar frá Tálknafirði, hef orðið var við þá umræðu sem hlaust af málinu, enda hefur Ragnar Þór Pétursson birt pistla það varðandi á Stundinni auk færslna á facebook síðu sinni,“ segir í yfirlýsingunni. „Hefur Ragnar Þór Pétursson verið óvæginn í umfjöllun sinni um Ragnar Þór Marinósson og staðhæft ýmislegt um hann sem ekki fæst staðist og fer gegn því sem okkur félaga hans frá barnaskóla hefur birst, bæði í nútíð og frá fyrri tíð.“

Fram kemur að meint blygðunarsemis brot hafi átt sér stað á Tálknafirði á þeim tíma sem drengirnir voru 12 til 14 ára. „Þá hefur Ragnar Þór Marinósson greint mér og fleirum frá meintum atvikum oftar en einu sinni, löngu áður en mál þetta kom upp. Ég set fram yfirlýsingu þessa án þess að málið varði mig að öðru leyti en því að sannleikurinn hefur a.m.k. verið lagfærður í frásögn Ragnars Þórs Péturssonar,“ segir í undirrituðu yfirlýsingunum.

Ragnar Þór svaraði fjölskyldu Ragga í athugasemd á Vísi.is á sínum tíma og sagðist aldrei nokkurn tímann hafa reynt að draga Ragnar Þór Marínósson inn í umræðuna um ásakanir á hendur sér. „Ég fann til með honum og taldi víst að ásökunin stafaði af verulegum erfiðleikum – frekar en meinfýsni eða illsku,“ skrifaði hann. Þá vísaði hann því á bug að hafa boðið nemendum í heimsókn til sín. „Ég man að hópur nemenda þáverandi sambýliskonu minnar kom í heimsókn til hennar.

„Það má vel vera að einhverjir hafi bankað
upp á – en það var aldrei í mínu boði og
ég sýndi þeim svo sannarlega ekki klám“

Ég man eftir einum nemanda mínum sem kom og gaf mér kveðjugjöf skömmu áður en ég flutti. Og þegar ég talaði við þáverandi sambýliskonu mína mundi hún eftir einum öðrum nemanda sem heimsótti hana. Það má vel vera að einhverjir hafi bankað upp á – en það var aldrei í mínu boði og ég sýndi þeim svo sannarlega ekki klám eða vonda framkomu. Það er einfaldlega ekki sú manneskja sem ég er – og þótt ég hafi þroskast heilmikið frá því ég var tvítugur er það heldur ekki sú manneskja sem ég var.“

Hér má sjá yfirlýsingu nemendanna tveggja í heild, en þær eru samhljóða: 

Stundin ræddi við Ragnar Þór Pétursson við vinnslu fréttarinnar en hann hefur fjallað ítarlega um málið á bloggi sínu, í fjölmiðlum og á Facebook. 

Uppfært: Ragnar Þór Pétursson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar nemendanna tveggja. Þar segir meðal annars að hann geri enga athugasemd við það atriði að nemendur hafi komið í heimsókn til hans og sambýliskonu hans þegar þau kenndu á Tálknafirði. „Ekkert kemur fram um að neitt óeðlilegt hafi verið við þær heimsóknir – enda var það ekki,“ segir Ragnar Þór. Þá segist hann hafa reynt að sýna Ragnari Þór Marinóssyni og fjölskyldu hans nærgætni í málinu „þrátt fyrir að ýmsu hafi verið haldið fram sem hvorki er forsvaranlegt né löglegt. Ýmsir hafa hvatt mig til að ganga miklu harðar fram og leita réttar míns,“ skrifar Ragnar Þór. Hér má lesa yfirlýsingu hans í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár