Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórn Tindastóls segir skömmina gerandans

Stjórn­ir Tinda­stóls og UMSS sendu frá sér yf­ir­lýs­ing­ar til stuðn­ings þo­lend­um eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar. Rætt var við tólf kon­ur sem lýstu af­leið­ing­um af fram­ferði vin­sæls knatt­spyrnu­manns, sem var í tvígang kærð­ur fyr­ir nauðg­un en boð­in þjálf­arastaða hjá fé­lag­inu. Eng­in við­brögð feng­ust fyr­ir út­gáfu blaðs­ins.

Stjórn Tindastóls segir skömmina gerandans
Upplifðu sig einar Agnes Bára Aradóttir og Elísabet Ásmundsdóttir sögðust hafa fundið fyrir reiði og sársauka þegar þær sáu frétt í bæjarblaðinu þess efnis að Tindastóll hefði boðið manni sem þær kærðu báðar fyrir nauðgun þjálfarastöðu með það að marki að lyfta vörumerki knattspyrnudeildarinnar upp. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Tindastóls segist standa með þolendum og taka ábyrgð sína alvarlega í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu íþróttafélagsins á sunnudag. Á föstudag birti Stundin umfjöllun þar sem rætt var við tólf konur sem lýstu afleiðingum af framgöngu vinsæls knattspyrnumanns hjá félaginu sem var í tvígang kærður fyrir nauðgun. Stúlkurnar sögðust hafa verið dæmdar af samfélaginu, en kærum á hendur manninum var vísað frá.

Forsvarsmenn Tindastóls urðu ekki við ósk Stundarinnar um viðtal fyrir útgáfu blaðsins síðasta föstudag, en Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildarinnar hafnaði viðtali með SMS-i. Um leið sagði hann að Tindastóll myndi ekki gefa út nein viðbrögð fyrr en áætlun frá KSÍ eða ÍSÍ væri komin. Aðalstjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar. 

„Það er okkar von að umræðan um þetta alvarlega mál hafi þær breytingar í för með sér að þolendur treysti sér frekar til að stíga fram og að þeim sé trúað. Að við sem íþróttafélag stöndum okkur betur.“

„Það er mikilvægt að íþróttahreyfingin í heild sinni hlusti á þessar raddir þolenda og aðstandenda þeirra, læri af þeim og bregðist við af fullum þunga,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Ábyrgð stjórnenda, formanna, forsvarsmanna og þjálfara er þar mikil. Stjórnendur Ungmennafélagsins Tindastóls vilja því sérstaklega taka fram að félagið stendur með þolendum. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega og við tökum málstað þolenda alvarlega. Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi verður ekki undir neinum kringumstæðum liðið í starfi Ungmennafélagsins Tindastóls.“

Í yfirlýsingunni segir að kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi verði ekki undir neinum kringumstæðum liðið í starfi Ungmennafélagsins Tindastóls. „Það er okkar von að umræðan um þetta alvarlega mál hafi þær breytingar í för með sér að þolendur treysti sér frekar til að stíga fram og að þeim sé trúað. Að við sem íþróttafélag stöndum okkur betur þegar þessi erfiðu mál koma upp. Að við sem samfélag tökum betur á þessum málum. Að þegar við sjáum eitthvað, þá segjum við eitthvað og styðjum þá sem á þurfa að halda. Þær ungu konur sem stigu fram og sögðu sína sögu eiga skilið þakklæti fyrir mikinn styrk. Skömmin er gerandans.“

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls sendi frá sér yfirlýsingu í maí 2017 vegna frétta af því að annar leikmaður félagsins, Ragnar Þór Gunnarsson, hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var undir lögaldri. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars að hann nyti trausts félagsins, sem ætlaði að gera allt til þess að aðstoða hann. Talað var um „mistök sem gerð voru“ og að hann hafi verið að stíga sín fyrstu spor sem fullorðinn einstaklingur, þá 22 ára, og gerst „sekur um dómgreindarbrest“.

Yfirlýsing UMSS tilbúin fyrir útgáfu Stundarinnar

Þá sendi Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) frá sér yfirlýsingu á föstudag eftir útgáfu Stundarinnar, sem samþykkt hafði verið á fundi stjórnarinnar tveimur dögum áður. UMSS er samband íþróttafélaga í Skagafirði og er Tindarstóll eitt aðildarfélaga. Stjórn UMSS ákvað að „lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.“

Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.

„Í ljósi þessa verður lagt fyrir 98.Ársþing UMSS til samþykktar, siðareglur, jafnréttisstefna, fræðslu-og forvarnastefna og viðbragsáætlun vegna aga-eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni sem mun ná til allra aðildarfélaga sambandsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Með því mun UMSS og aðildarfélög þess ekki einungis marka skýra stefnu gegn kynbundnu-og kynferðisofbeldi heldur draga skýrar línur í hegðunarviðmiðum sem ná til allra þeirra sem að starfinu koma, iðkenda, þjálfara, foreldra, stuðningsmanna og stjórnarmanna. Stjórn UMSS leggur mikla áherslu á að öllum aðildarfélögum verði kynntar þessar reglur, stefnur og áætlun og þeim verði fylgt eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár