Pistill

Er hlutverk ríkisins að styðja yfirnáttúrulega trú?

Það kviknaði í Illuga Jökulssyni gamall trúleysingi.

Guð faðir. Myndina gerði Cima da Coneligano (1460-1518).

Ég rakst í gærkvöldi á umræður á Facebook um trúmál og þó sérstaklega hlutverk þjóðkirkjunnar svokölluðu - en sú kirkjudeild mætti reyndar fara að huga að nafnbreytingu nú þegar stór hluti þjóðarinnar tilheyrir henni ekki.

En hvað um það, á Facebook-þræðinum fóru umræður fram af mikilli kurteisi og töluvert var talað um félagslegt hlutverk kirkjunnar, félagsauð, sem svo var nefndur og allskonar hlutverk sem kirkjan gegnir í samfélaginu.

Hvort þessi félagsauður réttlætti ekki að ríkið styddi sérstaklega við kirkjuna.

Og ekkert nema gott um það að segja að til séu stofnanir eða félög sem sinni slíkum hlutverkum. Ég hef sjálfur óhikað notað þjónustu kirkjunnar við athafnir eins og skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðarfarir, einfaldlega af því það er í samræmi við fornar hefðir og maður er að svo mörgu leyti þjónn vanans.

En mér fannst fljótlega eins og umræðurnar á Facebook sneiddu vandlega - og nánast vísvitandi - hjá höfuðatriði og þungamiðju kirkjunnar.

Sem er trúin sjálf.

Þarna var nefnilega aðallega talað um kirkjuna sem hálfgerða félagsmálastofnun.

En kirkjan snýst ekki um það, þótt hún hafi tekið sér þar hlutverk og margir prestar - en ekki allir þó - gegni því með sóma.

Kirkjan snýst um trú sumra - en alls ekki allra þó - á yfirnáttúrulega hluti.

Yfirnáttúrulegar verur eða öfl sem hafi áhrif á náttúruna og líf og hugsun okkar mannanna.

Trúin er alveg óhögguð þótt ekkert af því sem rannsóknir okkar á heiminum og umhverfi hafa sýnt okkur styðji á nokkurn hátt tilveru þessara yfirnáttúrulegu afla, hvaða nafni sem þau nefnast.

Ekkert: Nákvæmlega ekki neitt, ekki ein arða, ekki svo mikið sem nögl á þumalfingri.

Enda eru þessi yfirnáttúrulegu öfl ekki öflugri en svo að ekki nema sumir „finna fyrir“ tilvist þeirra.

Allt í lagi með það. Fólk má auðvitað trúa því sem það vill.

„Whatever gets you thru the night,“ eins og séra Frederick J. Eikerenkoetter II sagði svo ógleymanlega.

En getur það virkilega verið hlutverk ríkisins að styðja stofnun utan um trú sumra - aðeins sumra - á yfirnáttúrulegar og ósannanlegar verur eða öfl?

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Úttekt

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen: Lögbrot, leyndarhyggja og harka gagnvart hælisleitendum

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Mest lesið í vikunni

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga