Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kárahnjúkavæðing Surtseyjar

Und­ir­ferli eft­ir Odd­nýju Eir Æv­ars­dótt­ur.

Kárahnjúkavæðing Surtseyjar

Það eru dularfullir hlutir að gerast í Vestmannaeyjum. Þar eru tveir vísindamenn, þau Íris og Smári, föst í óralöngum yfirheyrslum. Við vitum lengst af ekki út af hverju, enda virðast þau ekki vita það heldur. En við sögu koma dularfull veira úr Surtsey sem virðist dáin og dularfullt tæki sem Smári er með í smíðum. Seinna kemur svo í ljós að ein samstarfskona þeirra liggur í dái og þau fer að gruna Aron, sameiginlegan yfirmann sinn og barnsföður Írisar, um græsku.

Smári og Íris eru æskuvinir sem fundu hvort annað aftur – og mögulega er einhver ást núna að kvikna. En yfirheyrslurnar hafa aðskilið þau, núna segja þau tvö söguna til skiptis, ýmist hjá lögregluyfirvöldum eða sálfræðingum – en þær raddir heyrast aldrei.

Þarna liggur stærsti veikleiki bókarinnar, þetta form einfaldlega virkar ekki. Þau virðast einstöku sinnum bregðast við þeim sem eru að yfirheyra þau, en það er sjaldgæft og sjaldan sannfærandi – yfirheyrslan verður ekki jafn þrúgandi og mætti ætla en um leið eru þau einkennilega formleg í öllu orðavali. Maður hefði kannski getað skrifað það á vísindabakgrunn beggja, hugsað sér að þetta væri kennt í einhverri raunvísindadeildinni – en fljótlega kemur í ljós að þau eru ekki sérstaklega hefðbundnir vísindamenn heldur.

Mútandi vampírur

Þegar á líður koma þó umhverfisverndarþræðir bókarinnar betur í ljós. Sagan gerist í Vestmannaeyjum og bæði eru þau að rannsaka veirur úti í Surtsey. Þegar á líður fer lesandi að átta sig á að Surtsey er hálfgerður staðgengill Kárahnjúka í sögunni, óspjallaða landsvæðið sem nú er ógnað af ágangi kapítalistanna. Smári ályktar á einum stað að veiran dularfulla, yfirmaðurinn vafasami og konan hans, sem liggur í dái, séu komin með vampíruveiruna og seinna er vampírismi heimskapítalismans færður beint í orð:

„Mútupeningar eru engir smápeningar og það vita allir sem vilja vita að í kringum auðlindir og auðnir heimsins eiga sér stað mútugreiðslur, ekkert fer eftir heiðarlegum boðleiðum, leiðin er sundurgrafin af undirförlum smákrimmum og ósvífnum stórherrum sem múta og þiggja mútur. Þeir ætla að eigna sér náttúruna og einoka orkuna og auðnina, hvað sem það kostar. Hinar einu sönnu vampírur.“

Á stöku stað eru líka áhrifamiklar lýsingar á Surtsey og Vestmannaeyjum í kringum gos – en bókin finnur sér ekki almennilega fókus, hvorki fer hún alla leið í að nýta sér möguleika yfirheyrsluformsins, magna upp paranojuna og innilokunarkenndina, en það form kæfir þó einhvern veginn möguleikann á að fara alla leið í umhverfisverndardramanu sem býður þó upp á ýmsa möguleika.

Bókin snertir þó á fleiri hlutum – og eitruð karlmennska er þar á meðal (þótt vissulega séu tengifletir þar við óheftan ónáttúruvænan kapítalisma). Andlegu ofbeldi Arons gegn Írisi eiginkonu sinni er ágætlega lýst, bæði fyrir og eftir hjónaband – maður veit ekki alveg hversu alvarlegt það var og er þar álíka ringlaður og Íris sjálf, en þegar samskipti hans við alla aðra virðast sama merki brennd þá staðfestir það óljósa upplifun hennar betur.

Smári hefur svo pata af þessu – það er dálítið eins og hann óttist að Aron gæti smitað hann af erfðasyndinni sem hann tengir karlmennskuna við:

„Æ, maður er orðinn svo óöruggur með sjálfan sig sem karlmann, vitandi af karlrembunni í menningunni sem maður fæðist inn í. Sama hversu meðvitaður maður er, þá er hluti af manni í skekkju sem maður er að rétta af allt lífið.“

Dularfulla veiran og tilfinningamælirinn

Framan af virðist Íris afskaplega samviskusamur vísindamaður sem gerir allt eftir bókinni en Smári öllu villtari sveimhugi. Eftir því sem á líður tekur þó alls kyns kukl, dulspeki og norræn goðafræði við af vísindunum og á einum stað fullyrðir Smári meðal annars: „Já, en öll vísindi eru hálfgert kukl á einhverju frumstigi, ekki satt?“

Þessi umbreyting verður þó aldrei almennilega sannfærandi – og á einum stað fyrr í bókinni er hinni samviskusömu Írisi meira að segja stillt upp sem hálfgerðri andstæðu Söru, sem virðist mögulega ofsatrúarmanneskja inn við beinið þótt hún eigi að kallast raunvísindamanneskja.

„Tengsl vísinda, dulspeki og goðafræði er sannarlega frjór og skemmtilegur jarðvegur í skáldskap – en hér er stökkið á milli of auðvelt, of átakalaust.“

Tengsl vísinda, dulspeki og goðafræði er sannarlega frjór og skemmtilegur jarðvegur í skáldskap – en hér er stökkið á milli of auðvelt, of átakalaust. Eins er glíman við bæði veiruna dularfullu og tækið hans Smára of loftkenndar. Sérstaklega er veiran – fyrir utan forvitnilegar en óvísindalegar kenningar Smára um vampírur – óttalegur McGuffin – en það kallaði Hitchcock þá hluti í skáldskap sem virðast öllu máli skipta en eru í raun bara afsökun fyrir hasarinn. En hér vantar því miður hasarinn og spennuna til þess að réttlæta þennan McGuffin, þess í stað veltum við veirunni fyrir okkur og fáum engin svör.

Tækið sem Smári smíðaði virðist svo vera einkennileg nýaldarblanda af tæki sem nemur tilfinningar og heilindi og minnir á margt á lygamælinn alræmda. En lygamælir er vafasamt tæki og getur verið gott hjálpartæki í alls konar fasisma, en sú krítíska sýn sem þyrfti á tækið er aldrei til staðar hér – hún er þess í stað aðeins loftkennd hugmynd Smára til að átta sig á öðru fólki. Mögulega veikburða tilraun til þess að bregðast við því hvað hann sjálfur er vondur mannþekkjari, eða eins og hann segir þegar hann áttar sig á að Aron hafði blekkt hann eins og Írisi: „Fyrst ég var svona lengi að átta mig þá er greinilega þörf á tækinu! Þörf fyrir alla þá sem vilja átta sig á ofbeldi áður en það er orðið um seinan.“

En hann virðist sjaldan leiða hugann að því hversu hættulegt slíkt tæki gæti verið – og jafnvel farvegur fyrir annars konar ofbeldi.

Yggrasill og Freyjueyja

Bókinni er skipt í þrjá hluta og sá síðasti er langbest skrifaður og afslappaðastur. Þar fer bókin meira út í goðafræðina, sem virkar betur en dulspekin og alþýðufræðin, og sérstaklega er hið goðmagnaða tré Yggrasill sannfærandi teiknað upp bæði sem möguleg táknmynd útlendingahaturs sem og fjölmenningar, allt eftir hvernig það er túlkað. Sem hefur raunar stundum verið vandi náttúruverndar – þótt vandinn sé alþjóðlegur þá á hún það til að daðra hættulega mikið við þjóðernishyggju.

Svo er jötunninn Surtur beintengdur Surtsey – og þeirri hugmynd er kastað fram að endurnefna eyjuna svo ekki sé daðrað að óþörfu við Ragnarök – þar sem Surtur var jú einn aðalgerandinn. Eyjan ætti frekar að vera griðastaður þeirra sem hvergi annars staðar geta verið, Freyjueyja náttúrugyðjunnar.

En lokaniðurstaðan af þessum yfirheyrslum er þó einfaldlega sú að þetta er bók sem er stútfull af góðum hugmyndum – en þær eru margar hálfkaraðar og lítt sannfærandi. Oft andvana fæddar og loftkenndar, pínulítið eins og tækið hans Smára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
3
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
7
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár