Fréttir

Fjórfalt meiri hagnaður á bestu veitingahúsum Íslands: „Rosalega gott ár“

Í erlendum fjölmiðlum er byrjað að tala um Ísland sem áfangastað fyrir áhugafólk um mat og veitingastaði. Viðsnúningur í rekstri bestu veitingahúsa landsins var talsverður í fyrra. Hrefna Sætran talar um að árið 2016 hafi verið ótrúlega gott í veitingabransanum en árið 2017 lakara. DILL, fyrsti Michelin-staður Íslands, bætti afkomu sína um 40 milljónir í fyrra.

Nærri tvöfaldur hagnaður Hagnaðurinn á Fiskmarkaði Hrefnu Rósu Sætran nærri tvöfaldaðist á milli áranna 2015 og 2016 og fór upp í rúmlega 120 milljónir króna. Mynd: Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rekstrarfélög fimm bestu veitingastaða Íslands skiluðu samanlagt rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaði árið 2016 en árið 2015 samkvæmt úttekt Stundarinnar á rekstri þeirra. Um er að ræða þá veitingastaði á Íslandi sem komast á tvo efstu lista veitingahúsasíðunnar White Guide um bestu veitingastaði Íslands en listarnir kallast „Masters level“ og „Very fine level“.

Samanlagður hagnaður þessara fimm veitingahúsa – veitingahúsið VOX er ekki tekið með þar sem það er hluti af starfsemi risavöxnu hótelkeðjunnar Flugleiðahótela – er 180 milljónir króna en voru rúmlega 43 milljónir króna árið 2015 samkvæmt úttekt Fréttatímans á þessum veitingastöðum í árslok í fyrra. Allir þessir staðir eru í Reykjavík.  

Áfangastaður fyrir áhugamenn um mat

Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur vitanlega jákvæð áhrif á rekstrarafkomu veitingahúsa í borginni og koma stöðugt fleiri og fleiri ferðamenn til landsins. Byrjað er að tala um Reykjavík sem matarborg í erlendum fjölmiðlum og er talað um að ferðamenn fari jafnvel til Íslands gagngert ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Fréttir

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti