Fréttir

Fjórfalt meiri hagnaður á bestu veitingahúsum Íslands: „Rosalega gott ár“

Í erlendum fjölmiðlum er byrjað að tala um Ísland sem áfangastað fyrir áhugafólk um mat og veitingastaði. Viðsnúningur í rekstri bestu veitingahúsa landsins var talsverður í fyrra. Hrefna Sætran talar um að árið 2016 hafi verið ótrúlega gott í veitingabransanum en árið 2017 lakara. DILL, fyrsti Michelin-staður Íslands, bætti afkomu sína um 40 milljónir í fyrra.

Nærri tvöfaldur hagnaður Hagnaðurinn á Fiskmarkaði Hrefnu Rósu Sætran nærri tvöfaldaðist á milli áranna 2015 og 2016 og fór upp í rúmlega 120 milljónir króna. Mynd: Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rekstrarfélög fimm bestu veitingastaða Íslands skiluðu samanlagt rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaði árið 2016 en árið 2015 samkvæmt úttekt Stundarinnar á rekstri þeirra. Um er að ræða þá veitingastaði á Íslandi sem komast á tvo efstu lista veitingahúsasíðunnar White Guide um bestu veitingastaði Íslands en listarnir kallast „Masters level“ og „Very fine level“.

Samanlagður hagnaður þessara fimm veitingahúsa – veitingahúsið VOX er ekki tekið með þar sem það er hluti af starfsemi risavöxnu hótelkeðjunnar Flugleiðahótela – er 180 milljónir króna en voru rúmlega 43 milljónir króna árið 2015 samkvæmt úttekt Fréttatímans á þessum veitingastöðum í árslok í fyrra. Allir þessir staðir eru í Reykjavík.  

Áfangastaður fyrir áhugamenn um mat

Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur vitanlega jákvæð áhrif á rekstrarafkomu veitingahúsa í borginni og koma stöðugt fleiri og fleiri ferðamenn til landsins. Byrjað er að tala um Reykjavík sem matarborg í erlendum fjölmiðlum og er talað um að ferðamenn fari jafnvel til Íslands gagngert ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar