Fréttir

Fjórfalt meiri hagnaður á bestu veitingahúsum Íslands: „Rosalega gott ár“

Í erlendum fjölmiðlum er byrjað að tala um Ísland sem áfangastað fyrir áhugafólk um mat og veitingastaði. Viðsnúningur í rekstri bestu veitingahúsa landsins var talsverður í fyrra. Hrefna Sætran talar um að árið 2016 hafi verið ótrúlega gott í veitingabransanum en árið 2017 lakara. DILL, fyrsti Michelin-staður Íslands, bætti afkomu sína um 40 milljónir í fyrra.

Nærri tvöfaldur hagnaður Hagnaðurinn á Fiskmarkaði Hrefnu Rósu Sætran nærri tvöfaldaðist á milli áranna 2015 og 2016 og fór upp í rúmlega 120 milljónir króna. Mynd: Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rekstrarfélög fimm bestu veitingastaða Íslands skiluðu samanlagt rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaði árið 2016 en árið 2015 samkvæmt úttekt Stundarinnar á rekstri þeirra. Um er að ræða þá veitingastaði á Íslandi sem komast á tvo efstu lista veitingahúsasíðunnar White Guide um bestu veitingastaði Íslands en listarnir kallast „Masters level“ og „Very fine level“.

Samanlagður hagnaður þessara fimm veitingahúsa – veitingahúsið VOX er ekki tekið með þar sem það er hluti af starfsemi risavöxnu hótelkeðjunnar Flugleiðahótela – er 180 milljónir króna en voru rúmlega 43 milljónir króna árið 2015 samkvæmt úttekt Fréttatímans á þessum veitingastöðum í árslok í fyrra. Allir þessir staðir eru í Reykjavík.  

Áfangastaður fyrir áhugamenn um mat

Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur vitanlega jákvæð áhrif á rekstrarafkomu veitingahúsa í borginni og koma stöðugt fleiri og fleiri ferðamenn til landsins. Byrjað er að tala um Reykjavík sem matarborg í erlendum fjölmiðlum og er talað um að ferðamenn fari jafnvel til Íslands gagngert ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“