Matur
Flokkur
Handskrifaði uppskriftabækur fyrir dætur sínar

Handskrifaði uppskriftabækur fyrir dætur sínar

·

Sagnfræðingurinn og matgæðingurinn Sólveig Ólafsdóttir var fimmtán ára þegar mamma hennar lést. Með henni allar hennar ómótstæðilegu uppskriftir sem hún geymdi í höfði sér. Síðan þá hefur Sólveig sjálf leitast við að skrifa niður uppskriftirnar sem verða til í hennar höfði og hugleiðingar þeim tengdar.

Eldar hollan mat sem börnin elska

Eldar hollan mat sem börnin elska

·

Heilnæmar og hollar matarvenjur barna standa nærri hjarta Magneu Guðnýjar Ferdinandsdóttur, sem fyrir fjórtán árum fann ástríðu sinni farveg í starfi þegar hún réð sig sem matráð á Leikskólanum Reynisholti. Þar töfrar hún fram hina ýmsu grænmetisrétti og hreina fæðu sem falla vel í kramið hjá börnunum. Hún hefur helgað sig næringu ungra barna og segir aldrei of seint að breyta matarvenjum barna til góðs.

Öðlast ró við eldamennsku

Öðlast ró við eldamennsku

·

Matti á Rás 2 stefndi að því að læra kokkinn á sínum tíma þó ekki hafi orðið af því. Hann slappar af við að elda og best finnst honum þegar sem flest er í gangi. Finnst skemmtilegra að elda grænmeti en kjöt.

Hnýta flugur á meðan beðið er eftir matnum

Hnýta flugur á meðan beðið er eftir matnum

·

Hringur Hilmarsson landvörður hefur haldið matarboð reglulega með vinum sínum allt frá því að þeir voru saman í menntaskóla. Hann endar sjálfur oftast í eldhúsinu, hvort sem matseldin er á hans ábyrgð eða ekki. Hringur segir að það sé mikilvægt að gefa sér tíma í eldhúsinu og nostra við eldamennskuna.

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

·

Tokyo-sushi selur bara lax úr landeldi Samherja. Hættir að bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi. Eigandinn, Andrey Rudkov, segist hafa viljað koma til móts við þá neytendur sem vilja ekki borða eldislax úr sjókvíaeldi.

Algjör lúxus að vera vegan í dag

Algjör lúxus að vera vegan í dag

·

Sunna Ben neyddist til að læra að elda eftir að hún missti alla lyst á dýraafurðum og varð vegan. Framboðið af vegan mat var þá miklu takmarkaðra en það er í dag. Í dag segir Sunna að það sé í raun lúxus að vera vegan, það sé alltaf að aukast framboð og úrvalið af vegan mat og hráefni sé alveg fullt.

Leitin að draumakartöflunni

Leitin að draumakartöflunni

·

Þær eru bleikar, dökkrauðar, bláar, fjólubláar, svarbláar og jafnvel gular, kartöflurnar sem koma upp úr beðunum hjá Dagnýju Hermannsdóttur. Hún ræktar þær af fræi, sem gerir það að verkum að útkoman getur orðið óvænt og oft mjög skrautleg.

„Ég borða til að lifa, ég lifi ekki til að borða“

„Ég borða til að lifa, ég lifi ekki til að borða“

·

Myndlistar- og tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir gengur undir listamannsnafninu Special-K, enda skipar morgunkorn stóran sess í mataræði hennar. Hún segir hér frá nokkrum réttum úr lífi sínu.

Mömmupitsa og pakkalasagne skipa sess í hjartanu

Mömmupitsa og pakkalasagne skipa sess í hjartanu

·

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, er á lokasprettinum með nýja plötu og nýjan veitingavagn. Hann nefnir hér fimm rétti sem hafa haft mikil áhrif á líf hans.

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna

·

Minna prótín og minni næring í hrísgrjónum eru einn fylgifiskur hlýnunar jarðar.

Ætlar að logsjóða grilltunnu í garðinum

Ætlar að logsjóða grilltunnu í garðinum

·

Þjóðlagatónlistarmaðurinn Snorri Helgason er mikill matgæðingur og mjög uppátækjasamur í eldhúsinu. Hann eldar meira að segja oftar en vinir hans sem eru menntaðir kokkar. Snorri telur upp fimm rétti sem skipa stóran sess í lífi hans.

Líf mitt í fimm réttum: Ítalskur matur breytti lífinu

Líf mitt í fimm réttum: Ítalskur matur breytti lífinu

·

Snemma á lífsleiðinni fór Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, dagskrárgerðarmaður á RÚV, að skoða uppskriftir og velta fyrir sér hvernig mætti gera mat sem ómótstæðilegastan. Þáttaskil urðu hins vegar í matlífi hennar þegar hún lærði að nota vín í mat. Þá byrjuðu fuglarnir að syngja og blómin að vaxa.