Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stundarskráin 8.–21. desember

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 8.–21. desember

Jólatónleikar Eivarar

Hvar? Harpa
Hvenær? 8. desember kl. 20.30
9. desember kl. 17.00 og 20.30
10. desember kl. 18.00 og 20.30
Aðgangseyrir: 8.990 kr.

Hin mikilfenglega færeyska ný-folk tónlistarstjarna, Eivør, heldur sína fyrstu jólatónleika á Íslandi þar sem hún flytur uppáhaldsjólalögin sín og fleiri lög. Ísland hefur verið hennar annað heimili og hún hefur eignast marga aðdáendur hér með tignarlegu rödd sinni og sviðsframkomu. Hún kemur fram með hljómsveit, strengjakvartett og vel völdum gestum.

Jólamarkaður PopUp verzlunar

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 9. desember kl. 11.00–17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Port Hafnarhússins verður enn annað árið yfirtekið af PopUp verzluninni, en í ár taka 43 hönnuðir og myndlistarmenn þátt og bjóða valdar vörur og listaverk til sölu sem henta einstaklega vel í jólapakkann fyrir listunnendur landsins. 

Jólin tala tungum

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 9. desember kl. 14.00–16.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr. á barn

Í þessari jólasmiðju fyrir fjölskyldur er filippeyskt jólaföndur og jólahefðir tekin fyrir, en smiðjan fer bæði fram á íslensku og filippeysku. Þetta er þriðja og síðasta fjölskyldusmiðjan fyrir jól þar sem lögð er áhersla á að kynnast jólasiðum og föndri frá mismunandi löndum og menningarheimum.

Jólagestir Björgvins 2017

Hvar? Harpa
Hvenær? 10. desember kl. 17.00 og 21.00
11. desember kl. 21.00
12. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Jólatónleikar Björgvins hafa verið árlegur viðburður síðustu 10 ár, og eru núna haldnir í fyrsta skiptið í Hörpu. Í ár eru gestir Björgvins þau Jóhanna Guðrún, Júníus Meyvant, Páll Óskar, Ragga Gísla, Svala, Stefán Karl, Sturla Atlas og fleiri.

Markús & The Diversion Sessions

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 14. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sultuslöku rokkararnir í Markús & The Diversion Sessions sem hópfjármögnuðu plötuna sína „The Truth the Love the Life“ fyrir tveimur árum hafa hóað í vini sína í Argument og Suð til að taka þátt í tónleikum sem bera titilinn „Leppalúðarokk“. Ekki hika við að vera smá letiblóð yfir hátíðirnar og slappaðu af á þessum ókeypis tónleikum.

Jói Pé og Króli

Hvar? Húrra
Hvenær? 15. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ef þig þyrstir ekki í afslöppun, heldur ærslafulla tónleika, þá er erfitt að toppa Jóa Pé og Króla sem fönguðu athygli þjóðarinnar í sumar með ferskum lögum á borð við „B.O.B.A“. Á nýafstaðinni Airwaves tónlistarhátíðinni myndaðist svo mikil röð fyrir utan tónleika þeirra að mun færri komust að en vildu.

SYKUR og GDRN 

Hvar? Húrra
Hvenær? 16. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hin kyngimagnaða hljómsveit Sykur vaknaði úr dvala í vetur og er búin að vera að á fullu síðan þá. Ný plata frá þessari rafmögnuðu popphljómsveit er í vinnslu og lofar hljómsveitin að spila nokkur ný lög á þessum tónleikum. Unga tónlistarkonan GDRN hitar upp, en hún hefur vakið athygli með ljúfsára laginu „Það sem var“ sem hefur verið í spilun upp á síðkastið.

Briana Marela, Pascal Pinon, dj. flugvél og geimskip

Hvar? Húrra
Hvenær? 19. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þetta kvöld er tileinkað mínímalískri raftónlist og er hin bandaríska Briana Marela þar fremst í fylkingunni. Hún tók upp fyrstu plötu sína „All Around Us“ á Íslandi 2015 og fékk íslensku sveitina Amiina til að spila strengi á henni og snýr aftur á Frónið til að halda þessa tónleika. Með henni spila systurnar i Pascal Pinon og dj. flugvél og geimskip.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
10
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár