Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Prófessorafélagið telur áform rektors fela í sér lögbrot og aðför að akademísku frelsi

Sæmund­ur Sveins­son, rektor við Land­bún­að­ar­há­skóla Ís­lands, vill reka pró­fess­or án áminn­ing­ar í kjöl­far gagn­rýni henn­ar á sam­starfs­menn. Stjórn Fé­lags pró­fess­ora við rík­is­háskóla hef­ur sent rektor og mennta­mála­ráð­herra harð­ort bréf vegna máls­ins.

Prófessorafélagið telur áform rektors fela í sér lögbrot og aðför að akademísku frelsi

Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla telur að áform Sæmundar Sveinssonar, rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, um að segja Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, upp störfum án undangenginnar áminningar feli í sér skýlaust brot á lögum. Áform rektors séu á skjön við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og gangi gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í ljósi þess að tilefni uppsagnarinnar er gagnrýni Önnu Guðrúnar á samstarfsmenn sína stangist framganga rektors einnig á við málfrelsisákvæði stjórnarskrár og grundvallargildi um akademískt frelsi háskólakennara. 

Þetta kemur fram í harðorðri ályktun frá stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla sem send var rektor og háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands og Kristjáni Þór Júlíussyni, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra. 

Stundin greindi frá því þann 27. október síðastliðinn að Sæmundur Sveinsson hefði tilkynnt Önnu að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur starfað við skólann í 25 ár. Ástæða fyrirhugaðrar uppsagnar er tölvupóstur hennar til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Sjálfur sat Sæmundur í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og kom að skipulagningu hennar. Siðanefnd skólans komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október að tiltekin ummæli í tölvupósti Önnu væru á skjön við ákvæði siðareglna og dró Anna ummæli sín til baka í kjölfarið.

Eftir að rektor brást við áliti siðanefndarinnar með tilkynningu um fyrirhugaða uppsögn Önnu Guðrúnar steig einn af meðlimum siðanefndarinnar, Jón Ásgeir Kalmansson, fram og gagnrýndi viðbrögð rektors sem hann taldi fráleit. „Brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar er til þess fallið að grafa undan grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og hvetja til þöggunar og ótta starfsmanna um stöðu sína „tjái þeir sig ekki rétt“,“ sagði Jón Ásgeir í bréfi sem hann sendi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á dögunum. 

Sams konar sjónarmið eru viðruð í bréfinu frá stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla. „Rétt er að minna á að tjáningafrelsi einstaklinga er varið bæði af 73. grein stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest (10. grein laga nr. 62/1994),“ segir í ályktuninni. „Hér verður jafnframt að árétta sérstaklega að akademískir starfsmenn háskóla hafa ríkt frelsi til gagnrýninna skoðanaskipta um hvers kyns álita- og ágreiningsmál sem tengjast fræðiiðkun og annari starfsemi háskóla. Tjáningafrelsið er hornsteinn hins svonefnda akademíska frelsis og til þess standa aldalangar alþjóðlegar hefðir og venjur innan háskólanna.“

Bent er á að forstöðumenn háskóla þurfi að gæta vandlega að ákvæðum stjórnsýslulaga í störfum sínum og minnst sérstaklega á reglur um vanhæfi. „Stjórnvald skal ávallt gæta meðalhófs þegar áformnaðar eru íþyngjandi ákvarðanir í málefnum einstaklinga. Vanhæfisreglan lýsir meðal annars vanhæfi við meðferð máls ef málsmeðferðaraðili tengist sjálfur því máli sem er tilefni hinnar áformuðu íþyngjandi ákvörðunar (1. mgr.),“ segir í bréfinu án þess að tekin sé afstaða til þess hvort aðkoma rektors sjálfs að skipulagningu ráðstefnunnar sem Anna Guðrún gagnrýndi geri hann vanhæfan í málinu.

Stjórnin vísar til 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem fjallað er um skriflegar áminningar. „Lagagreinin gerir að sönnu ekki skylt, en getur þó gefið réttum yfirmanni færi á, að áminna starfsmann vegna brota á reglum og lögum. Uppsögn án áminningar kæmi því aldrei til greina í umræddu máli og væri að mati stjórnar Félags prófessora við ríkisháskóla skýlaust brot á gildandi lögum,“ segir í ályktun stjórnarinnar.

„Það er álit stjórnar Félags prófessora við ríkisháskóla að áform yðar um uppsögn Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors, úr starfi, án undangenginnar áminningar, brjóti gegn lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, auk þess að ganga gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þá verður ekki séð að áform yðar samræmist málfrelsisákvæðum stjórnarskrár, og þaðan af síður reglum og hefðum um akademískt frelsi háskólakennara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun
FréttirMenntamál

Með­lim­ur siðanefnd­ar seg­ir við­brögð rektors ósann­gjörn og ala á skoð­anakúg­un

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár