Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Dóms­mála­ráð­herra fór gegn lög­um þeg­ar hún hand­valdi sjálf dóm­ara í Lands­rétt og sneiddi hjá nið­ur­stöðu sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar. Hún skip­aði eig­in­mann sam­starfs­konu sinn­ar og eig­in­konu þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem ekki voru val­in af hæfis­nefnd. Þing­menn Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar sam­þykktu að­gerð­ina, ásamt þing­mönn­um Sjálf­stæð­is­flokks.

Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra braut lög þegar hún ákvað að fara ekki að áliti sérstakrar hæfisnefndar þegar hún ákvað að velja sjálf fjóra af fimmtán dómurum í nýjan dómstól, Landsrétt.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í kærumáli Ástráðar Haraldssonar, eins umsækjendanna, gegn íslenska ríkinu. Ástráður hafði verið metinn meðal fimmtán hæfustu af hæfisnefnd, en Sigríður Andersen ákvað að velja aðra í hans stað.

Ráðherra óheimilt að handvelja dómara

Í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur segir að sýnt hafi verið fram á að „stjórnsýslumeðferð ráðherra hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls, mat á hæfni umsækjenda og innbyrðis samanburð þeirra.“

Í 12. grein laga um dómstóla er kveðið á um að ráðherra skipi þá sem hæfisnefnd velur, en ráðherra geti þó gert breytingar ef Alþingi samþykkir það. 

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda“

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum,“ segir í lögunum.

Þingmenn Viðreisnar og BF samþykktu

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykkti hins vegar inngrip Sigríðar í málið á Alþingi. Björt Ólafsdóttir, ráðherra úr Bjartri framtíð, gagnrýndi þannig femínista fyrir að leggjast gegn breytingu Sigríðar. Hún sagði að „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ á umsækjendum væri í anda „gamla Íslands“.

„Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland,“ skrifaði Björt á Facebook. „Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki.“

Valdi sér tengda aðila í dóminn

33 umsækjendur voru um stöðu fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður valdi meðal annars mann sem metinn var 30. hæfastur, Jón Finnbjörnsson, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu Sigríðar og vinnuveitanda til margra ára á lögfræðistofunni Lex. 

Einnig valdi Sigríður eiginkonu Brynjars Níelssonar, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ástráður Haraldsson, sem var í 14. sæti í mati hæfisnefndar, hefur áður starfað fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð og var meðlimur í Alþýðubandalaginu á árum áður, og hefur því verið tengdur við flokka sem eru í pólitískri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Ástráður ætti hins vegar ekki að fá fjárbætur vegna málsins, þar sem hann hefði ekki sýnt fram á fjártjón. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár