Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

“See you at Smáralind!” stendur á stóru auglýsingaskilti sem stillt var upp á Lækjartorgi.

Risavaxið auglýsingaskilti fyrir H&M sem komið var fyrir á Lækjartorgi í gær hefur vakið athygli og umtal. 

Samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar ber að sækja um leyfi til afnota af borgarlandi, en til þess teljast allar götur, gangstéttar, stígar, opin svæði, almenningsgarðar og torg. Þegar Stundin spurðist fyrir um skiltið í gær komu starfsmenn borgarinnar af fjöllum og könnuðust ekki við að veitt hefði verið leyfi fyrir auglýsingunni sem blasir við í gangveginum á Lækjartorgi í formi stórs innkaupapoka með enskri áletrun: “Grand Opening: See you at Smáralind! August 26”.

Síðar um daginn fékk Stundin þau svör að skiltið hefði verið sett upp í leyfisleysi og að það yrði fjarlægt við fyrsta tækifæri.

Nokkru eftir að Stundin greindi frá því tók Vísir.is viðtal við Guðmund Vigni Óskarsson, verkefnastjóra leyfisveitinga borgarlands, sem fullyrti hins vegar að H&M hefði sótt um tilskilin leyfi fyrir auglýsingunni og að hún fengi að standa fram yfir mánaðamót. Þetta stangast á við upplýsingar sem Stundin fékk frá æðstu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 

Fréttin var uppfærð eftir birtingu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina