Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Mótsagnir málsvara SFS
7

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“
8

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Illugi Jökulsson

Íslandsvinurinn Allen finnur flak beitiskips sem flutti fyrstu kjarnorkusprengjuna

Illugi Jökulsson segir söguna um USS Indianapolis. Þar koma við sögu leynilegar sendiferðir, ofurölvi herforingjar, réttarhöld og sjálfsmorð, ofskynjanir örvinglaðra manna og blóðþyrstir hákarlar.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson segir söguna um USS Indianapolis. Þar koma við sögu leynilegar sendiferðir, ofurölvi herforingjar, réttarhöld og sjálfsmorð, ofskynjanir örvinglaðra manna og blóðþyrstir hákarlar.

Íslandsvinurinn Allen finnur flak beitiskips sem flutti fyrstu kjarnorkusprengjuna
USS Indianapolis á siglingu árið 1944 

Paul Allen hefur oft komið hingað til lands á ofursnekkju sinni Octopus, en hana keypti hann fyrir hluta af peningunum sem frúin í Hamborg gaf honum fyrir sinn hluta í fyrirtækinu Microsoft en það stofnaði Allen á sínum tíma með Bill Gates.

Allen notar snekkju sína ekki síst til að leita að ýmsum skipsflökum á hafsbotni, en þau eru hans helsta áhugamál, og nú hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá honum.

Paul Allen

Tilkynnt hefur verið að hann og menn hans hafi fundið flakið af bandaríska þunga beitiskipinu USS Indianapolis þar sem það liggur á hafsbotni lengst úti í Kyrrahafi - nokkurn veginn miðja vegu milli Filippseyja og Gvam. 

Reyndar var snekkjan Octopus ekki að verki í þetta sinn, heldur annað skip í eigu Allens, hafrannsóknarskipið Petrel.

Sagan af því hvernig fór fyrir Indianapolis er einstaklega dramatísk og kom til dæmis til umræðu í frægri senu í kvikmyndinni Jaws.

Um var að ræða eitt mesta áfall sem bandaríski flotinn hefur orðið fyrir en var lengi hálfgert feimnismál.

Indianapolis var 10.000 tonna herskip, um 170 metra langt og vopnað 9 tuttugu sentímetra hlaupvíðum byssum að sínum aðalvopnum. Hraðinn var þó eitt helsta vopn Indianapolis en skipið gat náð 61s kílómetra hraða á klukkustund sem er mjög mikið af skipi að vera. 

Skipið var tekið í notkun 1932 og í áhöfn voru 1.196.

Í seinni heimsstyrjöldinni var Indianapolis á sífelldum þönum um Kyrrahafið. Skipið var til dæmis lengi flaggskip hins rómaða 5ta flota Bandaríkjanna sem studdi við innrásir á margar eyjar og eyjaklasa sem Japanir höfðu hertekið. Þá hafði flotaforinginn Raymond Spruance aðsetur um borð í skipinu og skipulagði þaðan aðgerðir 5ta flotans.

Þann 31. mars 1945 var Indianapolis við eyjuna Okinawa þar sem innrás Bandaríkjamanna var í bígerð. Þá tókst japanskri sprengjuflugvél að varpa sprengju á beitiskipið sem olli töluverðu tjóni. Nokkrir sjóliðar létu lífið. Þrátt fyrir skemmdirnar náði Indianapolis að sigla fyrir eigin vélarafli yfir allt Kyrrahafið og til San Francisco þar sem viðgerðir fóru fram.

Þann 16. júlí var viðgerðum lokið.

Indianapolis lagði þá úr höfn í San Francisco og stefndi rakleiðis yfir Kyrrahafið aftur. En nú var ferðinni heitið til smáeyjunnar Tinian sem er ein Maríana-eyjanna, spölkorn norður af Gvam.

Japanir höfðu hertekið eyjuna í byrjun stríðsins en í júlí 1944 höfðu Bandaríkjamenn náð henni af þeim á ný. Eyjan er í 2.400 kílómetra fjarlægð frá meginlandi Japans. Þar var þá komið upp flugvelli fyrir langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar, B-29 Superfortress, sem létu sprengjum rigna yfir japanskar borgir næsta árið.

Þangað stefndi nú Indianapolis og sigldi á nálega fullri ferð alla leiðina en hafði örstutta viðkomu í Perluhöfn á Havaí-eyjum til að taka eldsneyti. Skipið setti hraðamet á ferð sinni og var komið til Tinian þann 26. júlí.

Ástæðan fyrir hinum mikla flýti var tvíþætt. Annars vegar átti hraðinn að tryggja að þeir fáu japönsku kafbátar sem eftir voru á höfunum ættu erfitt með að komast í færi við skipið.

En hins vegar var um borð í skipinu háleynilegur farmur sem mjög lá á að koma til skila.

Eldsnemma að morgni 16. júlí 1945 höfðu Bandaríkjamenn prófað í fyrsta sinn nýtt vopn á eyðilegu og óbyggðu svæði í Nýju Mexíkó. Þar var sem sé sprengd kjarnorkusprengja en Bandaríkjamenn höfðu unnið að smíði þess hroðalega vopns í nokkur ár.

Tilraunin gekk að óskum, og bersýnilegt var að vísindamenn á vegum Bandaríkjastjórnar höfðu náð að beisla hið ógurlega afl kjarnorkunnar.

Strax og ljóst var að kjarnorkusprengjan virkaði - sem menn höfðu satt að segja alls ekki verið vissir um - þá voru send tvö skeyti frá Nýju Mexíkó, hvort í sína áttina.

Annað fór í austur yfir hálfan hnöttinn og til Potsdam í Þýskalandi þar sem Harry Truman Bandaríkjaforseti var að hefja ráðstefnu með Jósef Stalín Sovétleiðtoga og Winston Churchill forsætisráðherra Breta um hvernig skyldi sigrast á Japan og svo haga málum bæði í Evrópu og Asíu þegar stríðinu lyki. 

Truman þurfti náttúrlega að vita að Bandaríkjamenn væru komnir með nýjan ás upp í ermina. 

Hitt skeytið fór vestur til San Francisco þar sem USS Indianapolis beið ferðbúið, ný uppgert eftir fyrrnefnda viðgerð. Hinn leynilegi farmur sem fluttur hafði verið um borð í skipið var ósamsett kjarnorkusprengja sem nota átti til að knýja Japani til uppgjafar í stríðinu.

Little Boy,sprengjan sem USS Indianapolis flutti til Tinian.

Og nú þegar ljóst var að nýja vopnið virkaði lagði Indianapolis sem sé úr höfn og brunaði út á Kyrrahaf og kom, sem fyrr segir, til Tinian þann 26. júlí.

Þar var kjarnorkusprengjan flutt í land, sett saman af færustu vísindamönnum og kölluð Little Boy. 

Rúmum 10 dögum síðar, þann 6. ágúst 1945, var Little Boy komið fyrir í B-29 vélinni Enola Gay sem síðan flaug er leið lá til japönsku borgarinnar Hírósjíma og sprengdi þar sprengjuna.

Engin leið er að segja til um hversu margir féllu - kannski 90.000, kannski 145.000.

Indianapolis mun raunar líka hafa flutt til Tinian efni í kjarnorkusprengjuna sem eyddi Nagasakí nokkrum dögum síðar. Fat Man kallaðist sú.

En þegar Paul W. Tibbets flugstjóri Enolu Gay sleppti eldi sínum yfir Hírósjíma var USS Indianapolis þegar á hafsbotni.

Skipið hafði haldið beint frá Tinian til Gvam, þar sem nokkur hluti áhafnar fór í land en aðrir komu í staðinn. Þann 28. júlí lagði Indianapolis svo af stað frá Gvam til Leyte á Filippseyjum þar sem skipið átti að taka þátt í aðgerðum bandaríska flotans.

Um miðnætti aðfararnótt 30. júlí varð beitiskipsins vart frá japanska kafbátnum I-58. Þá var Indianapolis á frekar hægri ferð og sigldi ekki í krákustígum eins og þó var yfirleitt fyrirlagt að bandarísk herskip ættu að gera þar sem einhver hætta væri á umferð japanskra kafbáta og skyggni væri gott.

Indianapolis var auðveld bráð fyrir I-58. Tvö tundurskeyti kafbátsins hittu mark sitt og beitiskipið tók þegar að sökkva. Skuturinn reis upp úr sjónum og skipið beinlínis stakkst á kaf á aðeins 12 mínútum niður á 5,5 kílómetra dýpi.

Um það bil 300 sjómenn fóru strax niður með skipinu.

Um það bil 880 svömluðu hins vegar um í sjónum eftir að skrokkur beitiskipsins hvarf í djúpið, fæstir þeirra í björgunarbeltum. Nokkrir björgunarflekar og gúmmíbátar voru á reki á sjónum og hitt og þetta brak en þó hvergi nærri nóg til þess að halda á floti öllum þessum fjölda. 

Útlitið var ekki bjart hjá skipbrotsmönnum en þeir gerðu sér þó vonir um að strax yrði hafist handa um leit að þeim og umfangsmiklar björgunaraðgerðir myndu hefjast strax um morguninn.

En svo fór sannarlega ekki. Engin leit hófst af þeirri einföldu ástæðu að sólarhringum saman gerði enginn sér grein fyrir því að eitthvað hefði komið fyrir.

Hér má sjá helstu staði sem við sögu koma.

B er staðurinn þar sem USS Indianapolis sökk.C er Gvam, D er Tinian, E er Leyte á Filippseyjum, F er Okinawa, H er Hírósjíma, I er Nagasakí.

Oft er talið að ástæða þess að ekki hófst strax leit að Indianapolis hafi verið sú að hin mikla leynd sem hvíldi yfir ferð skipsins með kjarnorkusprengjuna hafi óvart verið enn í gildi og þess vegna hafi í raun enginn í bandarískum flotahöfnunum á Kyrrahafinu haft nákvæmar upplýsingar um ferðir skipsinns.

Þetta er ekki rétt, nema að því leyti að sendiförin til Tinian olli því að Indianapolis hafði ekki enn verið formlega knýtt við neina sérstaka flotadeild og því var enginn að fylgjast sérstaklega með ferðum þess.

En ástæðan var því sem nú gerðist var þó fyrst og fremst vanhæfni og misskilningur.

Þrátt fyrir að Indianapolis sykki á aðeins 12 mínútum náði loftskeytamaður skipsins þó að koma frá sér neyðarskeyti. Þrjár bandarískar hlustunarstöðvar náðu skeytinu en engin þeirra kom því áleiðis.

Yfirmaður einnar stöðvarinnar var ofurölvi, annar yfirmaður var sofandi og hafði bannað undirmönnum að vekja sig hvað sem á gengi og sá þriðji hélt að um japanska gildru væri að ræða, og tilkynnti ekkert.

Þegar skipið mætti svo ekki til Filippseyja á tilsettum tíma taldi yfirmaður flotahafnarinnar í Leyte að skipinu hefði einfaldlega verið beint annað, og tilkynnti ekki að skipið vantaði. Hann áleit að ef eitthvað hefði komið fyrir svo stórt skip sem þetta þunga beitiskip hlyti eitthvað að hafa af því frést.

Það var hins vegar ekki fyrr en laust fyrir hádegi 3. ágúst sem flugliðar um borð í bandarískri sjóflugvél komu af tilviljun auga á fjölda skipbrotsmanna á reki í hafinu. Það var hryllileg sjón og ekki síst að hundruð hákarla voru að rífa í sig hálf- eða aldauða sjómenn.

Raunir þær sem sjómennirnir af Indianapolis máttu þola þessa rúmu fjóra sólarhringa voru ægilegar. Margir drukknuðu, aðrir dóu af vosbúð og mjög margir úr þorsta. Þorstinn og brennandi sólarhitinn ollu því að margir gengu af göflunum og drápu sjálfa sig eða aðra. Ofskynjanir gripu marga og til dæmis fóru sumir að trúa því að Indianapolis hefði ekki sokkið heldur maraði rétt undir yfirborðinu og því væri hægt að kafa þangað niður og fá sér hreint vatn að drekka úr krönum.

Margir dóu því beinlínis eftir að hafa drukkið ókjör af brimsöltum sjónum.

Og svo réðust hákarlar á fjölmarga. Óvíst er hve marga hákarlarnir drápu en líklega að minnsta kosti nokkra tugi. Sumir telja þó að hákarlarnir hafi aðallega ráðist á þá sem voru þegar dánir og flutu í yfirborðinu.

Cage berst við hákarla.Í fyrra var frumsýnd vestanhafs kvikmynd um USS Indianapolis þar sem Nicolas Cage fór með hlutverk McVays skipstjóra. Myndin þótti ekki mikið listaverk en sýndi þó vel skelfinguna sem greip um sig þegar hákarlarnir gerðu árás á skipverjana í sjónum.

 

317 af rúmlega 1.100 manna áhöfn var að lokum bjargað.

Meðal þeirra sem björgðust var Charles B. McVay, skipstjóri Indianapolis. Nú brá svo við að hann var leiddur fyrir herrétt, sakaður um að bera ábyrgð á því að skipinu var sökkt. Alls misstu um 380 skipstjórar bandaríska flotans skip sín í stríðinu en McVay var sá eini sem var dreginn fyrir herrétt.

Margir telja að það hafi verið afar óeðlilegt og ástæðurnar hafi verið tvær: Annars vegar hafi flotaforinginn sem réði þessu átt óuppgerðar persónulegar sakir við McVay en hins vegar hafi flotinn viljað breiða yfir eigin mistök.

Þau mistök sem ollu því ekki var tekið mark á neyðarskeytum og leit var ekki hafin þegar Indianapolis kom ekki til Filippseyja. Þá hafði McVay heldur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um að japanskir kafbátar væru mjög líklega á svæðinu sem hann sigldi um, hann hafði ekki fengið fylgd tundurspilla með fullkomin kafbátaleitartæki (sem Indianapolis skorti) og fleiri mætti tína til.

Charles B. MacVayskipstjóri USS Indianapolis.

McVay var lokum dæmdur fyrir að hafa ekki siglt í krákustígum þótt skyggni væri gott. Samkvæmt vitnisburði skipstjórans á japanska kafbátnum, sem hét Hashimoto, hafði skyggni raunar ekki verið gott og kafbátaforinginn fullyrti að þótt Indianapolis hefði siglt í krákustígum hefði hann samt auðveldlega getað sökkt beitiskipinu.

Á þetta var ekki hlustað.

Refsing McVays var ekki hörð. Hann var ávíttur en svo seinna hækkaður í tign upp í aðstoðarflotaforingja. Þessi herréttarhöld voru honum þó mikið áfall. Hann sagði sig fljótlega úr flotanum. Stundum fékk hann hatursfull bréf frá foreldrum sjóliða af Indianapolis sem sökuðu hann um að bera ábyrgð á dauða sona þeirra. En sumir sjóliða hans af beitiskipinu börðust fyrir því að nafn hans yrði hreinsað.

Árið 1968 skaut McVay sig á heimili sínu. Hann hafði lengi glímt við þunglyndi sem versnaði eftir að kona hans dó úr krabbameinni. Í lófa hans fannst lítill tindáti sem hann hafði átt síðan hann var strákur.

Árið 2000 samþykkti bandaríska þingið að hreinsa McVay af öllum ásökunum um misgerðir og það var eitt af síðustu embættisverkum Bill Clintons sem forseta að skrifa undir plagg þar að lútandi.

Hashimoto skipstjóri I-58 dó fáeinum dögum eftir að McVay var hreinsaður.

I-58.Hér eru Japanir að búa sig undir að sökkva bátnum 1946 eftir að Bandaríkjamennn ákváðu að öllum stríðstólum Japana skyldi eytt.

Og enn halda I-58 og Indianapolis áfram að fylgjast að.

Því nú þegar Paul Allen og félagar á Petrel hafa fundið flakið af Indianapolis, þá rifjast upp að fyrr í sumar fannst flak kafbátsins skammt undan Nagasakí. Þar hafði bátnum verið sökkt 1. apríl 1946 eftir að Bandaríkjamenn höfðu hreinsað úr honum öll tæki og verðmæti.

Og það var 25. júlí sem flak bátsins fannst, næstum upp á dag 72 árum eftir að báturinn sökkti USS Indianapolis.

Hér er ein af myndunum sem Paul Allen og menn hans hafa birt og sýna ljóslega að um flak Indianapolis er að ræða.

Þetta er einhvers konar varahlutakassiúr USS Indianapolis.

 

Hér má svo sjá þann hluta úr kvikmynd Steven Spielbergs, Jaws, þar sem í ljós kemur af hverju gamli sjóarinn (leikinn af Robert Shaw) hatar hákarla:

 

 

 

 

 

Tengdar greinar

Flækjusagan

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Þegar Austurríkiskeisarinn Jósef II tók að sér kynlífsfræðslu fyrir Maríu Antonettu systur sína og Loðvík XVI eiginmann hennar

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

Ein öld er liðin frá því að úrslit réðust í borgarastyrjöldinni í Rússlandi, einum örlagaríkasta viðburði 20. aldar. Alexander Koltsjak virtist á tímabili þess albúinn að sigrast á kommúnistastjórn Leníns en það fór á annan veg og örlög Koltsjaks urðu hörmuleg.

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Ofsaveður sem skall á suðvesturlandi 15. janúar 1942 var í Reykjavík á við þriðja stigs fellibyl.

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Þann 13. janúar 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu opið bréf til forseta Frakklands þar rithöfundurinn Zola fordæmdi málsmeðferð þá sem herforinginn Alfred Dreyfus hafði sætt eftir að hafa verið ákærður fyrir njósnir fyrir Þjóðverja.

Tögg

Asía Stríð

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Nýtt á Stundinni

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Þegar mamma deyr

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mótsagnir málsvara SFS

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“