Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Stundin ræddi við fjórar íslenskar konur af asískum uppruna, Díönu Katrínu Þorsteinsdóttur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sameiginlegt að hafa lent í rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma frá því þær voru á grunnskólaaldri. Þær segja þolinmæðina að þrotum komna og vilja skila skömminni þar sem hún á heima.
Pistill
665
Þorvaldur Gylfason
Birta er bezta sóttvörnin
Í Mongólíu eru náttúruauðlindir helsta uppspretta hagvaxtar, en það eykur hættu á spillingu.
Greining
1162
Upprisa Kims og fæðing falsfréttar
Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því undanfarið að leiðtogi Norður-Kóreu væri alvarlega veikur og hefði jafnvel látist eftir misheppnaða hjartaskurðaðgerð. Sú frétt virðist hafa verið uppspuni frá rótum og má auðveldlega rekja hana til áróðursmiðla á vegum bandarískra yfirvalda. Sú er einnig raunin þegar kemur að fjölda annarra furðufrétta af hinu einangraða ríki Norður-Kóreu, sem margar eru skáldaðar í áróðursskyni.
Pistill
424
Anna Margrét Björnsson
Japanskir töfrar á Netflix
Teiknimyndir Studio Ghibli eru nú aðgengilegar á Netflix. Tilfinningin sem þær vekja í brjóstum áhorfenda eru viðeigandi á þessum tímum, þegar heimurinn stendur andspænis fordæmalausri vá og minnir okkur á að í miðri ringulreiðinni er líka fegurð og töfra að finna.
Menning
571
Nepal varð þriðji karakterinn í myndinni
Þriðji póllinn er ný kvikmynd eftir þau Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason. Hún fjallar um Högna Egilsson og Önnu Töru Edwards sem bæði þjást af geðhvörfum. Anna Tara er alin upp í Nepal og myndin fylgir þeim Högna í ævintýralegt ferðalag þar sem bæði fílar og tígrisdýr koma við sögu. Í viðtali við Stundina segir Anní að hún líti frekar á sig sem listamann heldur en kvikmyndagerðarkonu.
Flækjusagan
8
Illugi Jökulsson
Ilmhöfnin logar
Nafnið Hong Kong mun þýða „Ilmhöfn“. Hér má lesa um ástæður þessa og ýmislegt annað úr gamalli sögu Hong Kong, sem logar nú af átökum íbúa og stjórnvalda.
Fréttir
Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Fjölmiðlafrelsi og öryggi blaðamanna minnkar ár frá ári. Forseti Bandaríkjanna kallar fjölmiðla „óvini fólksins“. Alls voru 94 fjölmiðlamenn drepnir við störf á síðasta ári. Ísland er langt á eftir hinum Norðurlöndunum hvað varðar frelsi fjölmiðla.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
„Mun ég þó seðja þig á blóði“
Haukarnir í Bandaríkjunum virðast ráðnir í að etja Donald Trump út í stríð gegn Íran eða hinni fornu Persíu. Það gæti endað eins og stríð Persa sjálfra gegn Massagetum, nema með Bandaríkjamenn í hlutverki Persa.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Mótmælt á RÚV vegna ráðningar Jóns Baldvins
Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, segir skiptar skoðanir hafa verið um ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem verktaka.
Kommúnismi er ekki lengur hin eina sanna hugmyndafræði kínverska kommúnistaflokksins og Maóismi ekki heldur. Á flokksþinginu í fyrra var formlega samþykkt að gera hugmyndafræði Xi Jinping að leiðarljósi flokksins, sem telur 90 milljónir flokksmanna og stýrir stærsta ríki heims með 1.400 milljónir þegna.
Úttekt
Hvað kom fyrir Aung San Suu Kyi?
Aung San Suu Kyi var hampað sem frelsishetju, en nú stendur hún fyrir stjórnvöld sem fangelsa blaðamenn og fremja þjóðarmorð á minnihlutahópum.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Fjöldamorðinginn sem varð friðflytjandi
Asjoka kóngur á Indlandi vann sigur í einni blóðugustu orrustu fornaldarinnar. En viðbrögð hans á eftir voru óvænt. Illugi Jökulsson skrifar um herkonung sem sneri við blaðinu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.