Fréttir

Hvað leynist bak við þil í Magasin du Nord? Dagbók frá Kaupmannahöfn XXI.

Illugi Jökulsson rakst á skrýtið herbergi í musteri kaupskaparins í dag

Musteri kaupskaparins í Kaupmannahöfn er áreiðanlega Magasin du Nord.

Verslunarhúsið stóra og glæsilega sem „við“ áttum einu sinni.

Það var í þann tíð þegar „við“ áttum hálfa Kaupmannahöfn, að því er virtist.

Reyndar ætti ég kannski að hafa gæsalappir utan um „áttum“ ekki síður en „okkur“ því þegar hallaði undan fæti kom í ljós að eignir „okkar“ í Kaupmannahöfn stóðu allar á brauðfótum, höfðu verið keyptar með mjög skuldsettum yfirtökum og „við“ misstum þetta allt úr höndunum.

Þar á meðal missti Jón Ásgeir Jóhannesson Magasin du Nord.

Því það var hann sem hafði keypt Magasin du Nord, þótt á velmektardögum útrásarvíkinganna tækjum við gjarnan svo til orða að „við“ ættum hitt og þetta glingur sem þeir höfðu keypt í útlandinu.

Sem sagt - „við“ og Jón Ásgeir misstum Magasin du Nord.

Nú les ég í dönsku blöðunum að Magasin mali svoleiðis gull að nýir eigendur - sem keyptu á brunaútsölu á sínum tíma þegar „við“ misstum eignina - þeir viti varla aura sinna tal.

Og hverjir eru þeir?

Jú, þar mun vera fremstur í flokki maður frægur á Íslandi á sínum tíma, Philip nokkur Green, sem ýmist var viðskiptafélagi eða viðskiptafjandi Jóns Ásgeirs og kom til Íslands í miðju hruninu og ætlaði að kaupa allar eignir Baugs á tíkall.

Eða hvað það var.

Það gekk ekki alveg, sem betur fer, leyfi ég mér að segja, því Philip Green er með ófélegri mönnum ef ég man rétt.

En Magasin du Nord fékk hann þó, og framleiðir semsé endalausa peninga á þeirri eign sinni.

Enda nóg að gera í búðinni, það er óhætt að segja.

Hjörleifur í dyragættinni á herbergi Andersens.

En nema hvað, í skódeildinni í Magasin hitti ég Íslending, Hjörleif Hringsson, sem þar hefur unnið síðan í hruninu. Hann býr raunar í Málmey í Svíþjóð en skýst til Danmerkur í vinnuna og líkar greinilega vel hjá frændum vorum.

Mér heyrðist hann ekki vera á heimleið.

En hann bauðst til að sýna mér undarlegt herbergi í þessu risavaxna vöruhúsi.

Á sínum tíma var hreinsað innan úr nokkrum húsum í nágrenni vöruhússins og þau sameinuð því svo innanfrá séð er þetta allt einn óslitið gímald, en virðast nokkur hús að utanverðu, einkum bakatil.

Og í einu þessara húsa, uppi á fimmtu hæð undir súð, var herbergi þar sem ævintýraskáldið H.C. Andersen hafði búið í einn vetur þegar hann var 22ja ára.

Það var veturinn 1827-28, einmitt um svipað leyti og fjöldi íslenskra menntamanna var að gera sig gildandi í borginni.

Og bak við fundarhergi stjórnar Magasin du Nord, þar er sem sé hægt að skoða þessa vistarveru skáldsins.

Henni hefur verið haldið í upprunalegri mynd eftir mætti.

Þetta er fátæklegt herbergi og þar hefur áreiðanlega verið köld vist yfir veturinn.

Þetta herbergi er ekkert sérstakt safn, sagði Hjörleifur mér. Það er engum mannfjölda beint þangað. 

Herbergið er bara þarna, rétt eins og H.C. Andersen hafi aðeins brugðist sér frá.

Það er eitthvað svolítið fallegt við það.

En samt skrýtið til þess að hugsa að í fundarherberginu fyrir framan kunni erkikapítalisti eins og Philip Green að messa yfir sínu fólki græða meira og meira, meira í dag en í gær, en inni í kytrunni sé H.C. Andersen með krókloppnar hendur að skrifa litlu stúlkuna með eldspýturnar.

Pípuhattur galdrakarlsins?
Skrifað og skrifað, það gat Andersen.
Hann hafði þó kamínu. Ef myndin prentast vel sést að hún er ögn hreyfð.
Fleti skáldsins.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Fréttir

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Fréttir

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Fréttir

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

Pistill

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Aðsent

Öskuhaugar sögunnar og forysta Eflingar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Íslenskir læknar styðja bann við umskurði barna - lýsa alvarlegum fylgikvillum

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum