Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvers vegna stoppuðu Þjóðverjar sóknina við Dunkirk?

Ill­ugi Jök­uls­son fjall­ar um af hverju Þjóð­verj­ar létu líð­ast að fjölda­marg­ir her­menn Banda­manna slyppu úr herkví í Dun­k­irk í upp­hafi seinni heims­styrj­ald­ar. Eða létu þeir það kannski ekki líð­ast?

Hvers vegna stoppuðu Þjóðverjar sóknina við Dunkirk?
Breskir hermenn í fjörunni við Dunkirk. Þarna reyna tveir hermenn að verjast loftárás Stuka-steypiflugvélar - ef að líkum lætur. Þær voru mikið notaðar við innrásina í Frakkland.

Kvikmyndin Dunkirk eftir Christopher Nolan fer nú sigurför um heiminn, vafalítið vinsælasta stríðsmynd úr seinni heimsstyrjöld síðan Saving Private Ryan var og hét fyrir 19 árum.

Myndin fjallar eins og flestir vita áreiðanlega fyrirfram um þá heilmiklu dáð Breta að bjarga stórum hluta af innikróuðum her sínum og Frakka frá franska bænum Dunkirk í upphafi seinni heimsstyrjaldar.

Þýski herinn stoppaði þá leiftursókn sína í nokkra daga og Bretar notuðu tækifærið til að hefja brottflutning.

Bretland, Ermarsund, Frakkland og Belgía.Ef myndin prentast vel má jafnvel sjá Dunkirk á myndinni.

Af hverju Þjóðverjar stoppuðu her sinn, þegar þeir virtust þess albúnir að gersigra Breta og Frakka, þótti gjarnan nokkur leyndardómur.

Hvað vakti fyrir Hitler? Af hverju „leyfði“ hann Bretum að flýja frá Dunkirk?

Um það verður fjallað hér. Það skal tekið fram að lestur á þessari grein skemmir ekkert fyrir þeim sem ætla að sjá myndina. Staðreyndir um innikróun hersins við Dunkirk eru birtar í upphafi myndar Nolans.

Eins og allir vita hófst síðari heimsstyrjöldin 1. september 1939 þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Bretar og Frakkar höfðu lofað að ábyrgjast öryggi Póllands svo þeir lýstu nú yfir stríði gegn Þjóðverjum, en gerðu svo harla fátt nema lýsa yfir hafnbanni gegn Þýskalandi.

„Þykjustustríðið“ hefur veturinn 1939-1940 verið kallaður, og er þá raunar eingöngu átt við ástand mála í Vestur-Evrópu.

Þann 10. maí 1940 - sama dag og Bretar hernámu Ísland - hófst óvænt sókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Í fyrstu virtist sókn þeirra aðallega beinast gegn Holland og síðan Belgíu, enda höfðu Frakkar útbúið keðju öflugra varnarvirkja á landamærum sínum og Þýskalands.

Erich von Manstein.Hann var fær hershöfðingi og sjálfstæður í skoðunum, og var að lokum rekinn af Hitler. En hann var Gyðingahatari og gerði aldrei neitt til að stöðva Gyðingamorð sérsveita SS. Þvert á móti. Er hann þjónaði í Sovétríkjunum skrifaði hann yfirmanni morðsveitanna og krafðist þess að hermenn sínir fengju armbandsúr myrtra Gyðinga, því þeir hefðu verið svo duglegir að hjálpa morðsveitunum.

Maginot-línan var keðjan kölluð og talin óvinnandi fyrir Þjóðverja.

Franski hershöfðinginn Gamelin stýrði sameinuðum her Frakka og Breta sem reyndi að bregðast við sókn Þjóðverja.

Gamelin taldi sér óhætt að hverfa með her sinn frá Frakklandi, því Þjóðverjar næðu aldrei að sækja yfir Maginot-línuna, og hélt hann því sem skjótast inn í Belgíu með herinn til að svara sókn Þjóðverja inn í Holland og Belgíu.

Þjóðverjar höfðu hins vegar snúið á Gamelin. Hitler foringi Þjóðverja hafði tekið upp á sína arma áætlun sem hershöfðinginn Erich von Manstein samdi og stakk upp á. 

Samkvæmt henni skyldi aðalsóknarþungi Þjóðverja fara gegnum Ardennafjöllin í Lúxembúrg. Þröngir fjallaslóðar þar voru taldir ófærir fyrir vélaherdeildir og skriðdreka og því voru varnir Frakka litlar þar.

Manstein hafði hins vegar sýnt fram á að víst mætti sækja yfir fjöllin.

Því var það að öflugur þýskur her var skyndilega kominn inn í Frakkland gegnum Lúxembúrg meðan meginher Frakka ásamt breska hernum var kominn langt inn í Belgíu.

Og nú brunaði þessi þýski her í átt til Ermarsunds og malaði allt undir sér á leiðinni. Hernaðaráætlunin var nú skýr: Að ná til sjávar og loka inni her Bandamanna í Belgíu - og annaðhvort knýja hann til uppgjafar eða hreinlega gersigra hann í orrustu.

Velgengni Þjóðverja setti Bandamenn gjörsamlega út af laginu. Bretar og Frakkar brugðust hins vegar við með ólíkum hætti. Bretar skiptu strax um forsætisráðherra og kölluðu í Downing-stræti númer 10 Winston Churchill sem allir vissu að myndi berjast til þrautar á hverju sem gengi.

Frakkar fóru hins vegar á taugum og virðast frá upphafi hafa verið vissir um að þeir ættu ekki séns. Allt í sambandi við viðbúnað Frakka var stórskrýtið. Þegar hinn gagnslausi Gamelin var loks rekinn 19. maí og hershöfðinginn Weygand ráðinn æðsti yfirmaðurinn franska hersins í staðinn, þá sagði hann það verða sitt fyrsta verk að fá góðan nætursvefn.

Síðan brá Weygand sér í nokkurra daga kurteisheimsókn til Parísar í stað þess að reyna að stýra her sínum á vígvöllunum. 

Þann 20. maí - eftir tíu daga sókn - náðu Þjóðverjar til sjávar og höfðu þar með náð að króa inni mörg hundruð þúsund manna franska og breskan her. Her Bandamanna hafði þá verið á suðurleið frá Belgíu í nokkra daga og var mestallur kominn að svæðinu kringum hafnarborgina Dunkirk í Norður-Frakklandi. Ekki virtist blása byrlega fyrir honum því Þjóðverjar sóttu nú að úr öllum áttum á landi.

Þá brá svo við þann 23. maí að Þjóðverjar stöðvuðu sókn sína við Dunkirk. Í fjóra daga héldu þýsku skriðdrekarnir kyrru fyrir og flugvélar Luftwaffe, þýska flughersins, gerðu tiltölulega fáar árásir á innikróaðan herinn.

Þessa fjóra daga notuðu Bretar og Frakkar vel. Hróflað var upp varnarlínum kringum Dunkirk og þegar þýska sóknin hófst á ný gekk hún hægt og erfiðlega.

Þjóðverjar ákváðu þá að láta Luftwaffe að mestu um að neyða hinn innikróaða her til uppgjafar með loftárásum.

En þessa fjóra daga höfðu Bretar líka notað til að skipuleggja brottflutning herjanna frá Dunkirk. Hvernig það gekk geta menn séð í kvikmyndinni nýju.

En hvers vegna dokuðu Þjóðverjar við þessa fjóra örlagaríku daga?

Gerd von Rundstedt.Hann var einn af helstu herforingjum Hitlers-Þýskalands en átti í nokkuð stormasömu sambandi við Hitler. Eftir stríðið tókst honum furðu vel að búa til þá ímynd að herinn hefði lítið sem ekkert vitað af glæpum SS-sveitanna, en það hefur síðan komið í ljós að var tóm vitleysa.

Lengi vel var talið að Hitler hefði sjálfur fyrirskipað stöðvunina. Ástæðuna vissu menn ekki en oft var giskað á að Hitler - sem bar virðingu fyrir Bretum - hafi viljað gefa Bretum ákveðið svigrúm til að semja um frið.

Hann hafi viljað sýna Bretum að honum væri ekki alls varnað með því að neita sér um að mala her þeirra mélinu smærra.

Eitthvað svoleiðis.

En þegar menn komust að lokum í skýrslur þýska herráðsins eftir stríðið kom í ljós að þetta var vitleysa. Það var hershöfðinginn Rundtstedt sem hafði fyrirskipað stöðvunina en Hitler lagði blessun sína yfir hana nokkrum tímum seinna.

Og ástæðan var eingöngu sú að Rundtstedt hafði áhyggjur af því að ef hann sækti of gáleysislega fram til Dunkirk myndu Bretar og Frakkar geta brotist út annars staðar.

Eftir hraða sókn í tíu daga var þýski herinn örmagna, eldsneytislaus og að verða skotfæralítill. Hann þurfti sannarlega á hvíldinni að halda, að mati Rundstedts.

Þegar voru raunar á lofti tákn þess að skriðdrekasveitirnar væru orðnar viðkvæmar fyrir gagnárás.

Og sennilega þurftu þýsku hermennirnir líka bara að jafna sig aðeins eftir allt örvandi dópið sem þeir höfðu verið látnir éta til að halda sókninni gangandi fyrstu dagana.  

Hitler samþykkti strax og var mjög ánægður með ákvörðun Rundstedts, því foringinn hafði hvað eftir annað síðustu daga reynt að fá hershöfðingja sína til að hægja á sókninni, svo herinn kollkeyrði sig ekki.

En þannig fengu Bretar tóm til að skipuleggja brottflutning frá Dunkirk.

Í átta daga störfuðu Bretar að því að flytja her sinn og Frakka burt frá sjávarborginni smáu. Aðgerðum lauk 4. júní og þá lögðu Þjóðverjar Dunkirk undir sig. 

Frakkar gáfust svo upp þrem vikum seinna en Bretar héldu baráttunni áfram.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár