Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­ar um mjög óvænt­an forn­leifa­fund í Ástr­al­íu.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?
Mirarr-maður skoðar ævafornar myndir formæðra sinna og -feðra. Myndin er af Twitter-reikningi Gundjeihmi Jabiru.

Nyrst í Ástralíu er þjóðgarðurinn Kakadu. Hann er gríðarlega stór, samsvarar nærri 20 prósentum af stærð Íslands. Og nú hafa fundist þar munir sem líklega verða til þess að hugsa þarf upp á nýtt alla sögu mannsins.

Eftir ýmsar nýlegar uppgötvanir - meðal annars að manntegundir hafi verið fleiri í árdaga en talið hefur verið - þá voru vísindamenn orðnir nokkuð sammála um þá atburðarás sem hér greinir:

Fyrir um 100.000 árum voru nokkrar manntegundir í heiminum - Neanderdalsmenn í Evrópu, Denisovar og Sólómenn í Asíu, Homo Sapiens í Afríku. Og vafalaust fleiri.

Þessar tegundir voru allar komnar af Suðuröpum í Afríku, þær voru ósköp svipaðar, stóðu allar á nærri því sama tæknistigi, og við - Homo Sapiens - vorum frændfólki okkar á engan hátt fremri.

Fyrir um 70.000 árum gerðist hins vegar eitthvað. Einhver stökkbreyting í heilastarfsemi Sapiens varð til þess að hann fór að hugsa hlutina upp á nýtt í bókstaflegri merkingu.

Hvað þetta var nákvæmlega er ekki vitað. Sumir vilja raunar ekki tala um eina einstaka stökkbreytingu, heldur fremur „þróunarstökk“. Það verður þó að liggja milli hluta hér.

Altént gerðist eitthvað ótrúlega hratt.

Kannski var það fólgið í aukinni getu til að tjá sig og eiga samskipti. Kannski snerist það frekar um að draga ályktanir og hugsa fram í tímann.

Hvað sem því líður, þá varð þetta þróunarstökk eða stökkbreyting til þess að Homo Sapiens tók heljarstökk fram úr frændum sínum og frænkum.

Mjög fljótlega eftir að þetta gerðist lagði hann upp frá Afríku og dreifðist um heiminn. Einna fyrst virðist hann hafa lagt af stað meðfram ströndum Asíu frá Arabíuskaga og um Indland og inn í Suðaustur-Asíu.

Þaðan komst hann svo furðu fljótt yfir til Ástralíu og var mættur þangað fyrir 45.000 árum eða svo.

Að fara alla þá vegalengd á aðeins 20.-25.000 árum var vel af sér vikið.

Fljótlega eftir að maðurinn kom til Ástralíu þá dó þar út mikil fána risavaxinna pokadýra af ýmsu tagi. Og segir sig sjálft að Sapiens hlýtur að vera sterklega grunaður um að hafa banað dýrunum.

Þessi atburðarás er til dæmis lögð til grundvallar í bókinni „Sapiens“ eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem ýmsir hafa lesið.

Og henni er líka fylgt í þessari flækjusögugrein hér sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir tveimur árum.

En nú hafa fornleifafundirnir í Kakadu komið þessari sögu í algjört uppnám.

Eftir miklar rannsóknir hafa munir, sem þar fundust, verið tímasettir þannig að þeir séu alls ekki yngri en 65.000 ára gamlir, og ef til vill séu þeir allt að 80.000 ára gamlir.

Risapokadýreins og þetta ráfuðu um sléttur Ástralíu þegar menn komu þar fyrst.

Þetta þýðir ýmislegt. Ef menn hafa verið komnir til Ástralíu svo snemma hafa þeir til dæmis búið ásamt með og innan um stóru pokadýrin miklu lengur en áður hefur verið talið. 

Það þýðir að það er ekki endilega beint samhengi milli komu mannsins og útrýmingar pokadýranna.

Þetta er samt ekki mesta byltingin sem hinir nýju fornleifafundir kunna að valda.

Því hvað verður um hina snyrtilegu kenningu um stökkbreytinguna í Afríku fyrir 70.000 árum (eða þróunarstökkið) - sem olli því að hugsun mannsins dýpkaði svo mjög og hann æddi af stað í ferðalög - ef það kemur svo í ljós að Homo Sapiens var þá þegar kominn til Ástralíu?!

Þetta er ekki bara spurning um að færa margnefnda stökkbreytingu aftur um 30.000 ár eða svo, þannig að hún hafi orðið fyrir 100.000 árum og menn hafi þá lagt af stað frá Afríku.

Heldur blasir þá við spurningin:

Af hverju höfum við fram að þessu ekki fundið nein merki um þessa blessuðu stökkbreytingu á tímabilinu fyrir 100.000-70.000 árum?

Hafa þau einfaldlega farið framhjá okkur?

Eða var framgangur Homo Sapiens afleiðing af þróun, sem fór fram víða um heim, en ekki einstöku stökki?

Og áttu hinar manntegundirnar - frændfólkið góða - kannski meiri þátt í þeirri þróun en talið hefur verið?

Spennandi tímar í vændum í forsögufræðum, svo mikið er víst!

Afkomendur frumbyggja á Kakadu-svæðinu eru altént hæstánægðir en fornleifauppgröfturinn fór fram í góðri samvinnu við þá.

Á vef Guardian er haft eftir einum talsmanni Mirarr-manna, sem þar búa:

„Við viljum gjarnan segja fólki að við höfum verið hér lengi - segja öllum Balanda [allir aðrir en frumbyggjar Ástralíu] þær sögur, að [okkar] fólk hafi verið hér í mjög langan tíma.“

Það má sannarlega til sanns vegar færa, og að því er virðist mun lengur en talið hefur verið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár