Katrín afsalar sér biðlaunum fram yfir forsetakosningar

Bæði fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og kosn­inga­stjóri for­setafram­boðs henn­ar, sem var áð­ur að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, hafa af­sal­að sér bið­laun­um fram yf­ir for­seta­kosn­ing­ar, eða til 1.júní.

Katrín afsalar sér biðlaunum fram yfir forsetakosningar
Í framboði Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð til forseta fyrir viku síðan og veitti fjölmiðlum viðtöl í Hörpu í kjölfarið. Með henni á myndinni eru Bergþóra Benediktsdóttir og Lára Björg Björnsdóttir, sem verið hafa aðstoðarmenn hennar í forsætisráðuneytinu um árabil. Bergþóra er nú kosningastjóri forsetaframboðs Katrínar. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð um síðustu helgi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum á meðan að kosningabaráttan stendur yfir, eða til 1.júní, þegar kosið verður. Kosningastjóri Katrínar greindi Heimildinni frá þessu seint á fimmtudagskvöld.

Þegar Katrín kynnti framboð sitt til forseta fyrir viku síðan spurði blaðamaður Heimildarinnar hvort hún ætlaði að þiggja biðlaun og sagðist hún gera ráð fyrir því. „Ég er að segja af mér þingmennsku. Væntanlega eru einhver biðlaun eða eitthvað slíkt. Ég hef eiginlega ekki velt því fyrir mér enn þá. En segi af mér þingmennsku og þá væntanlega nýt ég sömu réttinda og aðrir þingmenn sem hætta.“ 

Bergþóra Benediktsdóttir, sem hefur verið aðstoðarmaður Katrínar í forsætisráðuneytinu um árabil, en er nú orðinn kosningastjóri hennar í forsetakosningunum, hefur einnig afsalað sér biðlaunum til 1. júní en hún á rétt á slíkum í þrjá mánuði.

Bæði Katrín og Bergþóra afsöluðu sér laununum frá og með síðasta þriðjudegi, þegar þær hættu störfum. Hvorki frambjóðandinn né kosningastjórinn hennar verða því á launum frá ríkinu á meðan að á kosningabaráttunni stendur, en munu þiggja þau þegar henni lýkur ef þau verða ekki komin í annað starf. Næsti forseti Íslands tekur við af Guðna Th. Jóhannessyni í ágúst næstkomandi. 

Vel á þriðju milljón á mánuði

Í lögum um þingafarakaup alþingismanna kemur fram að ráðherra eigi „rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði.“

Katrín er búin að vera forsætisráðherra síðan árið 2017 og á því rétt á biðlaunum í sex mánuði frá og með þeim degi sem hún lét af störfum sem forsætisráðherra. Hún frestaði því að hefja meðmælendasöfnun þangað til að hún var formlega búin að afhenda lyklana að stjórnarráðinu til Bjarna Benediktssonar en náði tilskildum 1.500 manna fjölda á skömmum tíma.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Alþingis nema mánaðarlegar launagreiðslur forsætisráðherra um 2.680.000 króna á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur sem Katrín á rétt á gætu þó verið ívið hærri en opinber gögn gefa til kynna. Lög um laun forseta og annarra háttsettra embætti eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að halda sig við upphaflega launaútreikninga, útreikninga sem þáverandi fjármálaráðherra reyndi að breyta eftir að Fjársýsla ríkisins tilkynnti að launin höfðu verið reiknuð út frá röngum viðmiðum. 

Í kjölfarið fengu þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir embættismenn leiðréttingu launum sínum og endurgreiðslu á fjármunum sem fjármálaráðherra krafði þá um að endurgreiða á sínum tíma. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver kostnaður ríkissjóðs vegna launaleiðréttingarinnar muni verða. Í frétt Heimildarinnar frá síðasta mánuði tilkynnti talsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðherra væri búinn að skipa starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi æðstu embættismanna. 

Eitt af verkefnum hópsins er leggja mat á kostnaðinn við leiðréttinguna og birta matið í samantekt um greiðslur ríkisins vegna leiðréttingar í launaviðmiðunum. Þessi skýrsla hefur enn ekki verið birt.    

Dýrt að fara í framboð

Það er kostnaðarsamt að fara í forsetaframboð. Heimildin greindi nýverið frá því að í kosningunum ári 2016 – þeim síðustu þar sem sitjandi forseti var ekki í framboði – hafi fjórir frambjóðendur sem fengu flest atkvæði samanlagt eytt 109 milljónum króna á núvirði í framboð sín.

Guðni Th. Jóhannesson eyddi um 35 milljónum króna í sitt framboð að núvirði. Framboð Höllu Tómasdóttur, sem fékk næstflest atkvæði á eftir Guðna, kostaði rúmlega 13 milljónir króna og Andri Snær Magnason eyddi 21 milljónum króna í sitt framboð.

Dýrasta framboðið var þó rekið af Davíð Oddssyni sem varði samtals um 40 milljónum króna í sína kosningabaráttu. Þar af lagði Davíð sjálfur til um 15,4 milljónir króna. Þá styrkti eiginkona hans framboðið einnig um 560 þúsund krónur að núvirði.  

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GI
    Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Ég frussuhló :)
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Já blessuð, þó hún kunni töfrabrögð þá platar hún mig ekki. Ég heyrði í gær að hún hefði “afþakkað” ísraelskar snyrtivörur sem nota átti á hana í einhverju stúdíói. Og svo biðlaunin á bið. Hún er hrædd við okkur það er augljóst. En það er ansi seint að finna samviskuna núna. Augljós PR trix
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sannið þið til.
    Þetta plot að koma svika tuðruni katrínu jakopsdóttur í embætti forseta Íslands var með ráðnum hug gert og gert með því eina markmiði að hún muni skrifa undir og samþykkja allan þann flaum af samskonar og svipuðum viðurstyggilegum frumvörpum og hér að neðan.
    Sem munu án nokkurns vafa rigna yfir þjóðina sem síðasti naglinn í líkkistu lýðræði íslensku þjóðarinnar.
    Markið þið orð mín!

    „Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.“

    ☻g því miður munu meðvirku heilalausu kvartvitarnir veita þessara fölsku lyga tuðru katrínu jakopsdóttur brautargengi í forsetastólinn á berrassaðastöðum.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu