Fimm ráðherrar í hættu á að detta af þingi og Samfylkingin með fleiri þingmenn en stjórnin
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fimm ráðherrar í hættu á að detta af þingi og Samfylkingin með fleiri þingmenn en stjórnin

Sam­fylk­ing­in myndi fá fjór­um þing­mönn­um fleiri en all­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir til sam­ans ef kos­ið yrði í dag. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn myndu tapa helm­ingi þing­manna sinna og mæl­ast nú með minni stuðn­ing en flest­ar fyrri rík­is­stjórn­ir rétt áð­ur en þær misstu völd­in. Fimm flokka þyrfti til að mynda rík­is­stjórn, með minnsta mögu­lega meiri­hluta, ef slík ætti ekki að inni­halda Sam­fylk­ing­una.

Eftir síðustu kosningar þá voru stjórnarflokkarnir þrír: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn þrír stærstu flokkar landsins. Þeir fengu 54,4 prósent atkvæða og samanlagt 37 þingmenn kjörna. Stuttu síðar bættist einn við meirihlutann þegar Birgir Þórarinsson hætti í Miðflokknum, sem hann hafði verið kjörinn á þing fyrir, og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Staðan var því heldur vænleg fyrir stjórnarflokkanna þrjá þegar þeir lögðu upp í aðra siglingu sína, enda deildu fimm stjórnarandstöðuflokkar með sér samanlagt einungis 25 þingmönnum. Enginn þeirra hafði náð tveggja stafa tölu í fylgi. Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mældist 62,2 prósent í upphafi annars kjörtímabils hennar. 

Í dag, rúmum 28 mánuðum síðar, er staðan gjörbreytt. Ef kosið yrði í dag, og niðurstaðan yrði í samræmi við nýjustu könnun Gallup, þá myndu stjórnarflokkarnir þrír fá 32,1 prósent atkvæða og vera búnir að tapa 22,3 prósentustigum.

Vinstri græn yrðu minnsti flokkurinn sem næði inn á þing með …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Öfga-hægri-fylgið hefur sagt skilið við sjálfstæðisflokkinn og gengið í björg miðflokksins. Þess vegna er sjálfstæðisflokkurinn að róa sífellt lengra og ákveðnara út á öfga-hægri miðin í von um að endurheimta flóttafólkið, eða flótta-fylgið, á ný.

    Nú lítur út fyrir að hægri-fasismi sé kominn í tísku á skerinu. Það er ógnvænlegt en þó vissulega fyrirsjáanegt.
    4
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Því miður held ég að þetta sé rétt hjá þér. Og trúlega verður útkoman sú sama og venjulega sviðin jörð og fólskt samfélag.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár