Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.

Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
Íbúðir sem fjárfesting Þær íbúðir sem byggðar eru á landinu duga ekki til að mæta eftirspurn. Tvær af hverjum þremur slíkum voru í fyrra keyptar af einstaklingum eða félögum sem áttu fleiri en eina íbúð. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Einstaklingum sem eiga einungis eina íbúð, oftast nær þá sem þeir búa í, fjölgaði um einungis 1.047 á árinu 2023. Að er mun minni fjölgun innan þess hóps sem á heimilið sitt og ekkert annað húsnæði en árin á undan. Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun taldi sá fjöldi um 2.800 árið 2020, 2.400 árið 2021 og 1.300 árið 2022. 

Samhliða þessari þróun hefur það aukist að bæði einstaklingar og lögaðilar eigi fleiri en eina íbúð. Þeim fjölgaði um 2.300 á árinu 2023, sem er mesta fjölgun innan árs frá árinu 2010. Í flestum tilvikum er þar um að ræða íbúðir sem eru ekki ætlaðar til búsetu eiganda heldur til útleigu. Fjárfesting til að hagnast af. 

Heimildin óskaði eftir frekara niðurbroti á þessum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari hennar kom fram að alls eigi 1.072 einstaklingar á Íslandi fimm íbúðir eða fleiri. Þeim fjölgaði um 74 á síðasta ári. Fjöldi þeirra einstaklinga sem eiga þrjár eða fjórar íbúðir var 8.706 um síðustu áramót og það fjölgaði um 287 í þeim hópi í fyrra, og fjöldi þeirra sem á tvær íbúðir jókst um 498 á árinu 2023 og taldi 22.506 um nýliðin áramót.

Ljóst má vera að á tímum hárra vaxta og verðbólgu hafi sífellt fleiri fjárfestar, í gegnum félög, talið tækifæri liggja í því að ávaxta fé sitt með því að binda það í steypu. Sprenging varð í kaupum lögaðila á íbúðum á árinu 2023 og fjöldi þeirra íbúða sem eru í eigu félaga sem áttu 20 eða fleiri íbúðir jókst um fimm prósent milli ára. Alls áttu slíkir lögaðilar, sem sennilega eru að uppistöðu leigufélög, 794 fleiri íbúðir í lok síðasta árs en ári áður, og alls 16.854 íbúðir.

Það varð líka umtalsverð aukning í hópi félaga sem áttu 10 til 19 íbúðir þar sem íbúafjöldinn jókst um 13 prósent í fyrra og taldi alls 1.601 íbúð um síðustu áramót. 

Nýleg greining sýndi að hagnaðardrifin leigufélög rukki um 60 prósent hærri leigu en óhagnaðardrifin félög. Ekki er ljóst hvernig uppkaup á nýju húsnæði skiptist á milli þeirra í fyrra.

Nýjum íbúðum fækkar og svara ekki eftirspurn

Þessi þróun var að eiga sér stað á sama tíma og nýjum íbúðum í fyrra fjölgaði um 3.079 alls. Miðað við mannfjöldaþróun hefði þurft að byggja fjögur þúsund slíkar til að uppfylla eftirspurnina eftir íbúðum og því ljóst að uppbyggingin hélt ekki í við vaxandi íbúðaþörf. Stilla má málum þannig upp að tvær af hverjum þremur íbúðum sem komu nýjar inn á markaðinn hafi farið til einstaklinga eða lögaðila sem áttu að minnsta kosti eina íbúð fyrir. Aðrir landsmenn í húsnæðisleit skiptu svo þeim þriðjungi sem eftir stóð á milli sín. 

Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun munu íbúðir sem verða fullbyggðar á þessu ári heldur ekki svala íbúðaþörfinni sem reiknað er með 2024. Búist er við að íbúðauppbygging muni dragast saman um 15 prósent í ár, sem þýðir að samdráttur í fjölda fullbyggðra íbúða á ársgrundvelli muni verða 75 prósent frá því sem hann var árið 2022. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir enn fremur: „Yfirvofandi samdráttur á byggingarmarkaði bendir til þess að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði muni dragast enn frekar saman á næstu árum og ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS.“

Mikil breyting frá því fyrir hrun

Í eftirfarandi línuriti sem byggir á gögnum úr fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, má sjá þróun á eignarhaldi íbúða á húsnæðismarkaði síðastliðna tvo áratugi. Í umfjöllun um tölurnar á vef stofnunarinnar segir að þróunin á eignarhaldi íbúða hjá einstaklingum sem áttu eina íbúð árin gefi vísbendingu um það hversu margir fyrstu kaupendur komast á húsnæðismarkaðinn hverju sinni.

Milli áranna 2016 til 2021 fjölgaði þeim mikið en þá var uppi einstakt lágvaxtarskeið. Síðastliðinn tvö ár hefur þeim hins vegar fækkað töluvert. Mun það vera vegna hárrar verðbólgu og snarpra vaxtahækkana.  

Í umræddum tölum um eignarhald íbúða má sjá að 36,1 prósent íbúða var í eigu einstaklinga eða lögaðila sem áttu fleiri en eina íbúð í síðasta mánuði. Alls eru það 56.012 íbúðir af þeim 155.232 íbúðum sem eru til í landinu. Það hlut­fall hefur hald­ist nokkuð stöðugt á síð­ustu árum en hefur hækkað skarpt frá því sem var fyrir 17 árum, þegar 28,5 pró­sent íbúða voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð.

Mun erfiðari markaður fyrir millitekjufólk

Allt er þetta að gerast á sama tíma og framboð á íbúðum sem standa fólki með meðaltekjur til boða hefur fækkað mikið. Þrátt fyrir aukið framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári fækkaði íbúðum með greiðslubyrði undir 250.000 krónum, miðað við að kaup séu fjármögnuð með óverðtryggðu láni, um helming.

Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um þessa stöðu kom fram að af 3.700 íbúðum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu undir lok árs í fyrra var einungis hægt að finna 50 íbúðir til sölu fyrir þá sem höfðu greiðslugetu uppá 250.000 krónur á mánuði. Ef miðað er við að tekið sé 80 prósent lán þurfa slíkar íbúðir að kosta innan við 32,1 milljón króna. 

Taki kaupendur verðtryggt lán mátti finna um 470 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem höfðu greiðslugetu uppá 250.000 krónur á mánuði. Í skýrslunni kom fram að þessi talning hafi einnig tekið mið af nýjum reglum Seðlabankans frá 2022, sem hertu á lánaskilyrðum verðtryggðra lána. Ef litið hefi verið framhjá þessum lánþegaskilyrðum hefðu 1.419 íbúðir staðið til boða. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Engin lög (bara olög) engar raunhæfar reglur ekkert eftirlit engin gagnasöfnun né stefna byggð a staðreyndum fullt af slagorðum og vinsældarveiðum og fræðilegt framkvæmdabull og engin framkvæmd nema i þágu fjárfesta og Matador peninga þingmanna. OkHumm.... Vantar nokkra liði I upptalningu en allir slæmir eða verri. Er þetta það sem þrælarnir vilja ?

    Reglulegar fréttir um ruglið ? Eða alvöru breytingar ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neytendamál

Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“
Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin
ÚttektNeytendamál

Ok­ur­lán Net­gíró og tengsl­in við smá­lána­fyr­ir­tæk­in

Net­gíró er eitt helsta fjár­tæknifyr­ir­tæki Ís­lands sem er í sam­keppni um neyslu­lán við banka. Býð­ur upp á smá­lán og rað­greiðslu­lán sem bera vexti sem al­mennt eru ná­lægt 30 pró­sent­um og geta far­ið upp í 50. Um­boðs­mað­ur skuld­ara ger­ir ekki grein­ar­mun á Net­gíró og smá­lána­fyr­ir­tækj­un­um. Fram­kvæmda­stjór­inn neit­ar að gefa upp veltu­töl­ur en hef­ur sagt fyr­ir­tæk­ið stefna á 14 millj­arða veltu á þessu ári.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár