Skautun innan ríkisstjórnar í málefnum flóttamanna
Skuggi flóttamannamála Stefna flokks Katrínar Jakobsdóttur í málefnum flóttamanna er allt önnur en sú stefna sem birtist í nýlegum yfirlýsingum fjölmargra forystumanna Sjálfstæðisflokksins, sem er með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Katrín hefur ekki tjáð sig efnislega um nýleg ummæli Bjarna Benediktssonar sem hafa verið gagnrýnd fyrir að innihalda útlendingaandúð. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Skautun innan ríkisstjórnar í málefnum flóttamanna

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgj­end­ur hans boða nú nýj­an og harð­ari tón í mál­efn­um flótta­fólks en áð­ur hef­ur heyrst frá for­ystu hans. Sá tónn er í and­stöðu við stefnu Vinstri grænna, flokks for­sæt­is­ráð­herra, sem hef­ur var­að við skaut­un í mála­flokkn­um, sagt að ekki væri hægt að líða orð­ræðu sem feli í sér hat­ur og tor­tryggni gagn­vart inn­flytj­end­um og sagt hana leiða af sér „að fólk vel­ur sér sann­leika, óháð stað­reynd­um og breið­ir þannig út hæpn­ar og jafn­vel rang­ar upp­lýs­ing­ar“.

Miðvikudaginn 17. janúar birti dómsmálaráðuneytið, stýrt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, tilkynningu á vef stjórnarráðsins með yfirskriftinni „Staðreyndir um verndarumsóknir og fjölskyldusameiningar“. Tilgangur hennar var að varpa ljósi á að fleiri Palestínumenn sæki um hæli á Íslandi en í hinum Norðurlöndunum, að flestir þeirra hafi þegar hlotið vernd í öðrum Evrópulöndum og að Íslandi beri ekki skylda, samkvæmt túlkun ráðuneytisins, til að aðstoða þá Palestínumenn sem hafa hlotið dvalarleyfi hérlendis á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast hingað. 

Tilefni tilkynningarinnar var að bregðast við umfjöllun og umræðu um mótmælagjörning sem staðið hafði frá 27. desember. Þá fengu nokkrir Palestínumenn og stuðningsfólk þeirra leyfi til þess að reisa litlar tjaldbúðir fyrir framan Alþingishúsið. Með mótmælunum vildu Palestínumennirnir sem dvelja í tjöldunum kalla eftir að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, yrði komið af Gasasvæðinu hið snarasta. Rúmlega 150 Palestínumenn fengu samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðasta ári …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Þetta er það sem við blasir. En hvernig upplifa VG liðar og -forysta þessa gliðnun? Fróðlegt væri að fá umfjöllun um það.
    1
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Á Austurvelli er stytta af frægasta mótmælanda Íslands og inni í Alþingishúsinu er málverk af honum þar sem hann var að mótmæla. Á málverkum og teikningum frá 1730-1750 eru tjöld og hestar á Austurvelli við Dómkirkjuna. Er Bjarni ekki betur að sér en þetta?
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Bjarni fetar í spor Mette Fredriksen. Henni tókst að auka fylgið með að taka harðar á flóttamönnum. Gagnrýni á tjöldin var lágt útspil til að kanna vilja flokksmanna áður en farið verður í meiri hörku.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu