Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tveir stjórnarþingmenn ganga gegn afstöðu Bjarna – Óvissa um hver utanríkisstefna Íslands er

Tveir þing­menn Vinstri grænna ætla að vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an geng­ur þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Það tók rík­is­stjórn­ina tæp­ar tvær vik­ur að koma sér á ný í skær­ur í kjöl­far þess að hún hélt blaða­manna­fund til að til­kynna um sætt­ir.

Tveir stjórnarþingmenn ganga gegn afstöðu Bjarna – Óvissa um hver utanríkisstefna Íslands er
Ófriður Formenn stjórnarflokkanna héldu blaðamannafund 14. október þar sem þau boðuðu að ríkisstjórnin myndi klára kjörtímabilið. Föstudaginn 27. október var friðurinn úti eftir að Bjarni Benediktsson ákvað, án samráðs við forsætisráðherra, að fara sína eigin leið í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Golli

Ríkisstjórn Íslands fundaði að venju á föstudagsmorgun fyrir viku. Samkvæmt dagskrá fundarins benti fátt til þess að ófriður væri í aðsigi á stjórnarheimilinu, sem var nýbúið að halda fjölskyldufund til að setja niður alls kyns erjur og íbúar þess búnir að sammælast um að halda hjónabandinu til streitu út kjörtímabilið.

Bjarni Benediktsson, sem nýlega er sestur í utanríkisráðuneytið eftir að hafa sagt af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki með neitt mál á dagskrá á ríkisstjórnarfundinum. 

Klukkan rúmlega tíu á föstudagskvöld barst fjölmiðlum tölvupóstur frá upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins. Tilefni hans var að vekja athygli á tilkynningu sem þá hafði verið birt á vef ráðuneytisins þess efnis að fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefði ákveðið að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdana um vopnahlé á Gaza

Í viðtali við mbl.is í dag, mánudag, sagði Bjarni Benediktsson að Ísland hafi þurft að bregðast við í málinu á föstudag. „Ég tók …

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hjördís Heiðrún Hjartardóttir skrifaði
    Það verður spennandi að fylgjast með hvernig Katrín greiðir atkvæði.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er meira en jákvætt að það skuli bærast líf í þingfokki VG í afstöðu sinni gegn hryðjuverkum stjórnar Ísraels. Maður spyr sig hvort utanríkisráðherrann sé fasisti eins og það fólk sem virðist skipa ríkisstjórn Ísraels. Ef svo er, bætist það við yfirlýsingu hans um árið með Illuga Gunnarssyni vini sínum er þeir lýstu því yfir að þeir væru nýfrjálshyggjumenn. Væntanlega einnig haldnir siðfræðiviðhorfum þeirrar trúar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár