Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Friðarmál kveikja ófriðarbál á íslensku stjórnarheimili

Tæp­um tveim­ur vik­um eft­ir að stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír slíðr­uðu sverð­in og sögð­ust ætla að hætta skær­um sín á milli til að klára kjör­tíma­bil­ið er frið­ur­inn úti. Ástæð­an er ákvörð­un Ís­lands um að sitja hjá þeg­ar kos­ið var um til­lögu um vopna­hlé á Gaza. Von er á þings­álykt­un­ar­til­lögu sem á að láta Al­þingi taka af­stöðu til vopna­hlés fyrst rík­is­stjórn­in get­ur ekki kom­ið sér sam­an um það.

Friðarmál kveikja ófriðarbál á íslensku stjórnarheimili
Formennirnir Utanríkisráðuneyti Bjarna Benediktssonar stóð að hjásetu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þingflokkur Katrínar Jakobsdóttur hefur gagnrýnt þá ákvörðun harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ekki tjáð sig um málið. Mynd: Golli

Þann 14. október var boðað til blaðamannafundar. Tilgangur hans var að greina frá því að stjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hefðu ákveðið að leggja helstu ágreiningsmál sín til hliðar og klára kjörtímabilið, þrátt fyrir að einn formaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefði neyðst til að segja af sér ráðherraembætti. 

Lausnin sem kynnt var fólst í því að flokkarnir þrír ætluðu að einbeita sér að því að berjast gegn verðbólgu í stað þess að takast á um þau mál sem þeir eru ósammála um og að Bjarni myndi færa sig úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, yfir í utanríkisráðuneytið. Sú tilfærsla myndi skapa frið um þau mikilvægu verkefni sem væru framundan á efnahagssviðinu. 

Miklar skærur höfðu staðið yfir milli flokkanna í sumar, og ólga skapaðist innan þeirra, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Deilumálin voru margskonar, og snérust meðal annars um útlendingamál og …

Kjósa
74
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það tók Bjarna ekki langan tíma að setja allt í uppnám sitjandi í nýja ráðherrastólnum sínum.
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Vg mun ekki sprengja stjórnina. Þau þora ekki í kosningar og halda að þau geti komist hjá því að vera rekin úr stólunum.
    0
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    Klókur leikur hjá Þórhildi Sunnu.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hafa Ísraelsmenn komið vel fram við Palestínumenn gegnum árin?
    2
    • ADA
      Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
      Nei Edda, Ísraelsmenn hafa lengi komið illa fram, okkur Íslendingum myndi ofbjóða ef einhver herraþjóð sýndi okkur slíka framkomu, og hvað myndum við gera.?
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Forsætisráðherra hefur greinilega lítið að segja í sinni eign ríkisstjórn
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár