Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“

Enn ból­ar ekk­ert á ráð­herra­skipt­um í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, seg­ir að lít­ið sé að frétta varð­andi þetta mál og fátt um svör. Formað­ur flokks­ins gef­ur ekki færi á sér og svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um um mál­ið.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“
Mars, maí, júní eða seinna? Guðrún sagði í byrjun árs að hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra í mars síðastliðnum en þá voru 18 mánuðir frá kosningum. Ef talið er frá þeim tímapunkti sem ríkisstjórnin var kynnt þá má búast við því að hún taki við embættinu í maí eða júní. Mynd: Bára Huld Beck

„Lítið að frétta og því fátt um svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við Heimildina þegar hún er spurð hvort hún viti hvenær hún muni taka við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni sem nú gegnir því embætti. 

Forsagan er sú að þegar ríkisstjórnin var skipuð í lok nóvember 2021 var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni.

Umdeild ákvörðun

Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Jón var ekki odd­viti síns kjör­dæmis og heldur sat hann í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Krag­an­um, kjör­dæmi flokks­for­manns­ins Bjarna. Hann var enn fremur eini ráð­herr­ann í rík­is­stjórn sem ekki var odd­viti. Með því að velja Jón gekk Bjarni fram­hjá tveimur odd­vitum í lands­byggð­ar­kjör­dæm­um, Guð­rúnu í Suð­ur­kjör­dæmi og Njáli Trausta Frið­berts­syni í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Bjarni varði valið á Jóni með þeim rökum að Jón kæmi úr stærsta kjör­­dæmi lands­ins þar sem fylgi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins væri mest. Hann hefði verið þing­­maður frá árinu 2007 og áður gegnt ráð­herra­emb­ætti um skamma hríð á árinu 2017. Þá var hann rit­ari flokks­ins þegar rík­is­stjórnin var mynduð og hefði, að mati Bjarna, sterkt umboð innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Guðrún gerð formaður nýs starfshóps

Varðandi þessa 18 mánuði þá er ekki einhugur um hvenær á að byrja að telja, frá kosningum eða þegar ríkisstjórnin var kynnt. Guðrún sagðist í viðtali í Dagmálum á mbl.is í byrjun árs að hún myndi taka við embættinu í mars á þessu ári, en þá voru 18 mánuðir frá kosningum, en af því varð ekki. 

Heimildin greindi frá því þegar hún var gerð formaður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í lok febrúar þrátt fyrir að fyrir lægi að Guðrún myndi taka við embætti dómsmálaráðherra á vormánuðum. 

Í samtali við Heimildina í byrjun mars sagði Guðrún að ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað „á næstu vikum“. Ekki lægi fyrir nákvæm dagsetning.

Hún sagði jafnframt að hún hefði haldið sig við sína túlkun á því hvenær hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra. „Það er alveg á hreinu að þetta verður, þannig að ég er alveg róleg hvað það varðar. En auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að, því að maður er að upplifa núna hvað kjörtímabilið líður hratt,“ sagði Guðrún í mars. 

Þá greindi hún frá því að hún ætlaði að segja skilið við fyrrnefndan starfshóp þegar hún yrði ráðherra. 

Nýtt frumvarp næsta haustJón hafði enga hugmynd þegar hann var spurður úr í málið í mars hvenær hann myndi láta af embætti dómsmálaráðherra. Hann hefur nú boðað nýtt frumvarp næsta haust.

Ekki hefur náðst í Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna málsins en hann sagði í samtali við Heimildina í mars síðastliðnum að hann hefði enga hugmynd um hvenær ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað og að engin svör væru við því. „Enga hugmynd um það og engin svör við því,“ sagði hann. 

„Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal.“
Hersir Aron Ólafsson
aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er þögull sem gröfin varðandi þetta mál. Heimildin sendi honum og aðstoðarmanni fyrst fyrirspurn um málið þann 1. mars síðastliðinn þar sem hann er spurður hvenær Guðrún muni taka við sem ráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Bjarni ekki svarað fyrirspurnum eða gefið færi á samtali um málið. „Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal,“ segir aðstoðarmaður ráðherra í skriflegu svari. 

Jón boðaði frumvarp næsta haust

Formaðurinn tjáði sig um málið í Pallborðinu á Vísi í byrjun nóvember síðastliðins þegar hann var spurður að því hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði hann. 

Bjarni sagði jafnframt að Jón hefði mikið verið í eldlínunni og staðið sig vel. „Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Hann sagði jafnframt að margt gæti breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn.

Þá neitaði hann því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.

Þar sem ekkert bólar á ráðherraskiptum miðað við svarleysi Bjarna og svör frá Guðrúnu þá vekur athygli að Jón hefur boðað nýtt frumvarp næsta haust. Í frétt Morgunblaðsins frá 15. apríl síðastliðnum segir að lög um fjárhættuspil séu í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu en í fréttinni var Jón spurður út í vinnu ráðuneytisins er snýr að breytingum á sviði happdrættismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár