Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.

Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Óánægjan aldrei meiri Tæpur helmingur landsmanna er óánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Mynd: Eyþór Árnason

Tæpur helmingur landsmanna er óánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt könnun Maskínu og hefur óánægjan aldrei mælst meiri frá því stjórnin tók til starfa. Ánægja með störf stjórnarinnar eykst meðal kjósenda Vinstri grænna milli ársfjórðunga en dalar hjá kjósendum hinna stjórnarflokkanna. Lítil ánægja mælist á sama tíma með störf stjórnarandstöðunnar, aðeins 15 prósent aðspurðra svara því til að þeir séu ánægðir með þau.  

Um er að ræða ársfjórðungslega mælingu á ánægju með störf stjórnar og stjórnarandstöðu sem Maskína framkvæmir. Nokkrar breytingar eru á ánægju með störf ríkisstjórnarinnar hjá þeim sem styðja ríkisstjórnarflokkana. Þannig segjast 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins nú ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en voru 67 prósent á síðasta ársfjórðungi. Minna dregur úr ánægju kjósenda Framsóknarflokks en 48 prósent þeirra segjast nú ánægðir með ríkisstjórnina samanborið við 51 prósent á síðasta ársfjórðungi.

Aðeins 5 prósent mjög ánægð

47%
stuðningsfólks VG er ánægt með störf ríkisstjórnarinnar

Mesta athygli vekur hins vegar stuðningur kjósenda Vinstri grænna þegar spurt er um störf ríkisstjórnarinnar. Á síðasta ársfjórðungi svöruð 44 prósent aðspurðra því til að þau væru ánægð en nú hefur ánægjan aukist. Alls sögðu 47 prósent stuðningsfólks Vinstri grænna að þau væru ánægð með stjórnina á þessum ársfjórðungi. Miðað við umræður síðustu vikna, þar sem greint hefur verið frá töluverðri undiröldu í flokknum, meðal annars vegna samþykktar útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra, kunna því þessar niðurstöður að koma á óvart.

Fáir mjög ánægðirEkki voru nema 5 prósent aðspurðra tilbúnir að segjast mjög ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar.

Alls hefur dregið úr ánægju þeirra sem styðja stjórnarflokkana um fjögur prósentustig, er nú 55 prósent, og hlutfall þeirra sem eru óánægðir fer upp um tvö prósentustig, er nú 12 prósent.

Litlar breytingar eru á afstöðu kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna og í heild eru 70 prósent þeirra óánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á meðan 7 prósent eru ánægð. Það er sama niðurstaða og á síðasta ársfjórðungi.

Þegar horft er á ánægju eða óánægju með stjórnina almennt sést að rúmur fimmtungur svarenda í könnuninni, 22,6 prósent, er mjög óánægður. Fjórðungur er þá frekar óánægður. Aðeins fimm prósent aðspurðra eru mjög ánægðir en 17,5 prósent eru fremur ánægðir.

Alls eru því 48 prósent aðspurðra óánægðir með störf stjórnarinnar og hafa ekki verið fleiri. Á síðasta ársfjórðungi voru óánægðir 42 prósent en hafði hæst farið í 46 prósent á öðrum ársfjórðundi síðasta árs. Algjör viðhorfsbreyting varð á milli fyrsta árstjórðungs árið 2022 og annars ársfjórðungs en á fyrsta ársfjórðungi 2022 mældist óánægja með störf ríkisstjórnarinnar 29 prósent.

ViðsnúningurAlgjör grundvallarbreyting varð á afstöðu fólks gagnvart störfum ríkisstjórnarinnar milli fyrsta og annars ársfjórðungs á síðasta ári.

Elstu kjósendurnir ánægðastir

Fleiri karlar eru óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en konur, alls 51,7 prósent karla móti 43,2 prósentum kvenna. Hins vegar mælist enginn munur milli kynja þegar kemur að ánægju með störf stjórnarinnar, hlutfallið er 22,6 prósent í báðum tilvikum.

53%
yngstu kjósendanna eru óánægð með störf ríkisstjórnarinnar

Mest óánægja með störf ríkisstjórnarinnar mælist í aldurshópnum 30 til 39 ára en 53,1 prósent þátttakenda á því aldursbili sögðust óánægð. Minnst óánægja, 43,9 prósent mældist í aldurshópnum 50 til 59 ára.

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst línulega eftir því sem svarendur eru eldri. Af þeim sem sögðust ánægðir voru flestir í elsta aldurshópnum, 60 ára og eldri, alls 29,1 prósent, en fæstir í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, 16,3 prósent.

Ánægja eykst með meiri menntun og hærri tekjum

Sé horft til búsetu þá er mest óánægja með störf stjórnarinnar hjá íbúum Reykjavíkur en 51,9 prósent þeirra sögðust óánægð. Minnst var óánægjan á Austurlandi, 37,4 prósent. Mest ánægja með störf stjórnarinnar mældist á Norðurlandi, 26,2 prósent, en minnst var ánægjan í Reykjavík, 20,3 prósent.

Þá mælist mest óánægja meðal þeirra sem minnsta menntun hafa en minnst meðal þeirra sem hafa hákskólapróf. Sama mynstur má greina meðal þeirra sem eru ánægðir með störf stjórnarinnar, þeir sem hafa aðeins grunnskólapróf eru síst ánægðir en þeir sem hafa iðnmenntun, framhaldsskólapróf eða háskólapróf reyndust því sem næst jafn ánægðir.

30%
þeirra sem hafa 1,2 milljónir í tekjur eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar

Þegar afstaða fólks gagnvart störfum ríkisstjórnarinnar er borin saman við tekjur kemur í ljós að langsamlega mesta ánægju er að finna í hópi þeirra þar sem heimilistekjur eru hærri en 1,2 milljónir á mánuði. Alls lýstu 29,9 prósent þeirra ánægju með störf stjórnarinnar. Minnst ánægja er með ríkisstjórnina hjá þeim sem lægstar tekjur hafa, aðeins 13,9 prósent þeirra sem hafa undir 400 þúsund krónur í mánaðartekjur eru ánægðir.

Mynstrið snýst við þegar horft er til þeirra sem eru óánægðir með störf stjórnarinnar. Af þeim sem lægstar hafa tekjurnar segjast 59,6 prósent þeirra óánægð á meðan að óánægjan mælist minnst hjá tekjuhæsta hópnum, 40 prósent.

Stjórnarandstaðan nær ekki flugi

15%
landsmanna eru ánægðir með störf stjórnarandstöðunnar

Í könnun Maskínu er einnig spurt um ánægju með störf stjórnarandstöðunnar. Nánast engin breyting er á afstöðu fólks milli ársfjórðunga en 15 prósent segjast ánægð með störf stjórnarandstöðunnar nú á móti 37 prósentum sem segjast óánægð. Karlar eru óánægðari en konur, alls 44,8 prósent, á móti 27,6 prósentum kvenna. Minnst er óánægjan í yngsta aldurshópnum en mest í þeim elsta, þar sem 44,6 prósent segjast óánægð með störf stjórnarandstöðunnar.

Þegar spurt er um störf stjórnarandstöðunnar í samhengi við búsetu kemur í ljós að ánægjan er mest á höfuðborgarsvæðinu, milli 15 og 18 prósent en svipuð á landsbyggðinni, um 12 prósent. Munur á óanægju milli landshluta rokkar milli 34 og 40 prósenta.

10%
stuðningsfólks Miðflokksins er ánægt með störf stjórnarandstöðunnar

Mest reynist ánægja með störf stjórnarandstöðunnar hjá stuðningsfólki Pírata og Samfylkingar, um 26,5 prósent. Minnst ánægja með störf stjórnarandstöðunnar mælist þó ekki meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna eins og ætla mætti heldur meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Aðeins 9,7 prósent þeirra telja stjórnarandstöðuna vera að gera vel.

Mesta óánægju með störf stjórnarandstöðunnar má greina hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins en 51,4 prósent þeirra eru óánægð. Litlu færri stuðningsmenn Miðflokksins eru óánægðir með stjórnarandstöðuna, 50,2 prósent. Stuðningsfólk Vinstri grænna er hins vegar alls ekki jafn óánægt með frammistöðu stjórnarandstöðunnar, 32,9 prósent þeirra eru óánægð en nefna má að 17,8 prósent stuðningsfólks flokksins er ánægt með störf stjórnarandstöðunnar.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
„Mér hefur ekki verið nauðgað“
9
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

Pró­fess­or Nils Melzer rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók og þar skrif­ar hann: „... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár