Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þurfi að fara yf­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar og kom­ast að því hvort enn séu ein­hverj­um spurn­ing­um ósvar­að. Skýrsl­an valdi henni sjálfri veru­leg­um von­brigð­um með fram­kvæmd söl­unn­ar.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna
Skýrslan góð Katrín sagði nokkrum sinnum að sér þætti skýrsla Ríkisendurskoðunar góð. Niðurstöðurnar væru þó vonbrigði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er margt í þessari skýrslu sem veldur mér verulegum vonbrigðum með framkvæmdina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi í dag þar sem þingmenn biðu í röðum eftir að spyrja hana út í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Katrín sagði að hæsta mögulega verð hafi ekki verið eini þátturinn sem horfa átti til, heldur líka dreift eignarhald. 

Fyrsta tilraun

Hvar er ábyrgðin?Kristrún vildi vita hver ætlaði að taka ábyrgð á klúðrinu við sölu Íslandsbanka.

Krafa um rannsóknarnefnd var ítrekuð af minnihlutanum, en strax og Ríkisendurskoðun var falið að rannsaka söluna var kallað eftir að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis yrði frekar falið verkefnið.

„Hvernig ríkisstjórnin tekur á Íslandsbankamálinu mun skipta sköpum í því hvernig við komumst áfram sem samfélag út úr þessari traustskrísu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún spurði bæði um hvort Katrín teldi Bjarna hafa staðið við skyldur sínar og hvort hún myndi beita sér fyrir skipun rannsóknarnefndar. 

Því var ekki svarað beint.

„Mér finnst þessi skýrsla góð, mér finnst hún gefa góða mynd af ferlinu. Mér finnst hún gefa góða mynd af annmörkum - og það er ekki eitthvað sem ég fagna hér,“ sagði forsætisráðherra áður en hún nefndi svo sérstaklega að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sjálfur óskað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stjórnvöld hefðu, að hennar mati, beitt sér fyrir því að allt yrði uppi á borðum hvað varðar söluna. 

Önnur tilraun 

Nei eða já?Halldóra vildi fá skýrt svar frá Katrínu, sem hún fékk ekki.

Halldóra Mogensen spurði þá strax aftur: styður Katrín skipun rannsóknarnefndar? „Svar já eða nei. Styður forsætisráðherra rannsóknarnefnd.“

Það svar fékkst ekki.

Katrín sagðist vera farin að gruna að skýrslan hafi valdið einhverjum vonbrigðum. „Það segir mér nú kannski að einhver sé búin að gefa sér niðurstöðuna áður en vinnunni er lokið,“ sagði Katrín. Skýrslan svaraði mörgum spurningum og vitnað til þess að sumt væri áfram til skoðunar, svo sem í rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. 

Halldóra sagðist ánægð með skýrsluna og bað Katrínu að leggja sér ekki orð í munn. Skýrslan skildi samt eftir ósvöruðum spurningum. „Skiljanlega vegna þess að ríkisendurskoðandi hefur ekki þær heimildir sem þarf til,“ sagði Halldóra áður en hún ítrekaði spurninguna. 

Katrín sagði það einfaldlega ekki tímabært að ræða frekari rannsókn. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti eftir að fara yfir málið og komast að því hvort enn væri einhverjum spurningum ósvarað. 

Þriðja tilraun

Hvað með frekari sölu eigna?Þorgerður vildi vita hvort Katrín teldi ríkisstjórninni stætt á að selja aðrar eignir ríkissjóðs í ljósi skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var næst í röðinni en spurði að öðru en fyrri formennirnir tveir. Hún vildi vita hvort ríkisstjórninni væri stætt á að halda áfram að selja eignir ríkisins.

„Hvaða augum lítur ráðherrann því að þinginu skuli gefnar ófullkomnar og misvísandi upplýsingar í svona stóru og miklu máli? Og í öðru lagi, er ríkisstjórninni treystandi á þessum tímapunkti að fara í frekari söluferli á öðrum ríkiseignum?“ spurði Þorgerður nöfnu sína.

„Hún var ansi marglaga,“ sagði Katrín í kjölfarið um spurninguna og rakti fyrri svör sín um að málið væri enn til skoðunar fjármálaeftirlitsins og frekari upplýsingar væru væntanlegar. „Hérna erum við komin með góða skýrslu, vandaða skýrslu, vandaða skýrslu. Að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað með það. Það þarf að fara yfir þetta,“ sagði hún og ítrekaði fyrri afstöðu um að fyrirkomulagið sem viðhaft var hafi ekki verið gott. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ummæli Katrínar Jak að rannsóknarnefnd alþingis er ekki tímabær hér og nú, skýra þögn Orra Páls þingflokks-formanns xV, en einsog allir muna sagði hann í vor að hann myndi fyrstur manna samþykkja rannsóknarnefnd alþingis, ef rannsókn ríkisendurskoðanda væri ekki fullnægjandi, sem note bene lá fyrir strax í vor og er staðfest í rannsóknarskýrslunni núna.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ásamt því að setja málið í nefnd og svæfa það þar.
    Verður þá katrín jakopsdóttir fyrsta hirðfíflið til að segja að það þurfi að draga lærdóm af þessu ráni á eigum þjóðarinnar. ?
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Bara eitt eftir og það er afsögn ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir á að koma sér í burtu strax,
    2
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Ennþá bullar hún Katrín, jæja óskaði hann eftir að salan væri skoðuð. Var það ekki þannig að Bjarna og þinginu var ekki stætt á öðru og neydd út í rannsókn á söluferlinu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár