Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Zelensky Úkraínuforseti:„Takk fyrir Ísland. Dýrð sé Úkraínu“

Volodomyr Zelen­sky Úkraínu­for­seti þakk­aði Ís­landi fyr­ir stuðn­ing­inn í ávarpi sínu til Al­þing­is. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra hélt aft­ur af tár­un­um. Hún sagð­ist ekki myndu halda hlífiskyldi yf­ir nein­um þeim sem ætti skil­ið að lenda á lista yf­ir fólk sem sæta ætti refsi­að­gerð­um þeg­ar hún var spurð um stöðu Al­eks­and­ers Mos­hen­skys, kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi.

Þakkaði íslendingum Volodmyr Zelensky Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn við úkraínsku þjóðina og sagðist vonast til að hægt yrði að nýta reynslu Íslendinga í orkumálum í uppbyggingarstarfi. Fyrst þyrfti þó að vinna stríðið.

Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði íslenskum stjórnvöldum og íslensku þjóðinni fyrir stuðning sinn við Úkraínumenn í ávarpi sínu til Alþingis Íslendinga nú um miðjan dag. Þingmenn voru snortnir yfir ávarpi Zelenskys, sem þeir lýstu sem áhrifamiklu og sögulegum viðburði. Samstaða er um að styðja áfram með kröftugum hætti við úkraínsku þjóðina.

Zelensky ávarpaði þingið og bauð góðan dag á íslensku. Hann minntist tengsla þjóðanna tveggja sem næðu aftur í aldir. Hann þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning þeirra við refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi en hvatti til að enn yrði bætt við og engin viðskipti yrðu stunduð við einræðisríkið Rússland. Zelensky sagði að vinna þyrfti stríðið gegn Rússum en að því loknu gæti enduruppbygging Úkraínu hafist. Þar gæti reynsla Íslendinga að uppbyggingu í orkumálum komið að góðum notum. „Ég er þess fullviss að munum fljótlega geta tekist það verkefni á hendur en fyrst verðum við að verja frelsi okkar, sameiginlegt frelsi. Og við munum gera það. Takk fyrir Ísland. Dýrð sé Úkraínu.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Stundina að hún hefði þurft að halda aftur af tárunum þegar hún hlýddi á ávarp Zelenskys. Þórdís Kolbrún sagði enn fremur að enginn punktur yrði settur við aðstoð við Úkraínu meðan stríðið geysaði, bætt yrði áfram í.

SamhugurÁvarp Zelenskys Úkraínuforseta snerti við gestum í þingsalnum.

Útilokar ekki að vísa sendiherra Rússlands úr landi

Spurð hvort til greina komi að vísa sendiherra Rússlands úr landi sagði Þórdís að hún útilokaði ekkert í þeim efnum. „Ég hef líka sagt að við fylgjum okkar vina- og bandalagsþjóðum í slíkum ákvörðunum. Litháen hefur með ákveðnum hætti gripið til ákveðinna ráðstafana en önnur lönd hafa ekki vísað sendiherranum sjálfum úr landi,“ sagði Þórdís. „Diplómatísk samskipti eru ekki bara mikilvæg á friðartímum, þau eru líka mikilvæg á stríðstímum. Samskipti okkar við rússneska sendiráðið eru í algjöru lágmarki. Hann hefur verið kallaður inn í ráðuneytið þar sem við höfum getað komið okkar skilaboðum á framfæri.“

„Þegar kemur að Kína þá vandast málið aðeins.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra

Spurð hvort til greina komi að gera breytingar á samskiptum við ríki sem hafi lýst stuðningi við Rússa eða neitað að fordæma innrásina, eins og Hvíta-Rússland eða Kína, svaraði Þórdís Kolbrún því til að þegar væru til staðar ákveðnar viðskiptaþvinganir eða refsiaðgerðir gagnvart Hvíta-Rússlandi. „Þegar kemur að Kína þá vandast málið aðeins. Þau hafa ekki lýst yfir stuðningi og talað um að landamæri skipti máli en hafa heldur ekki fordæmt [innrásina]. Þannig að við sjáum hvað setur en við erum í raun ennþá í fullum samskiptum og viðskiptum við Kína.“

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með ráðum og dáð. Kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, Aleksander Moshensky, hefur ítrekað verið nefndur til sögunnar sem líklegur til að lenda á lista Evrópusambandsins yfir þá sem sæta skuli refsiaðgerðum vegna náins sambands síns við forseta Hvíta-Rússlands, Aleksander Lukashenko. Í umfjöllun Stundarinnar um mál Moshenskys bar fjöldi viðmælenda að ástæða þess að hann hefði hingað til sloppið undan því væri að íslensk stjórnvöld hefðu beitt sérr fyrir hans hönd. Um miðjan apríl greindi Stundin þannig frá því að fulltrúar íslenska utanríkisráðuneytisins hefðu hringt hátt í þrjátíu símtöl í fulltrúa Evrópusambandsins vegna málsins.

Spurð hvort hún gæti frætt blaðamann um hvar mál Moshenskys væri statt, þegar kæmi að hugsanlegri veru hans á lista Evrópusambandsins um fólk sem beita ætti refsiaðgerðum, sagðist Þórdís Kolbrún ekki geta það. „Ég hef ekki heyrt af því en ég hef sagt að hvorki ég né utanríkisþjónustan munum halda hlífiskyldi yfir nokkrum sem á heima á slíkum lista.“

Stundin / Davíð Þór

Augljóst að einhver hagsmunagæsla hefur átt sér stað

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ávarp Zelenskys hafa hitt sig beint fyrir og með öðruvísi hætti en önnur hans ávörp sem hann hefði fram að þessu séð. Spurður hvort hann teldi nóg að gert í aðgerðum Íslands til stuðnings við Úkraínu sagði Logi að erfitt væri að svara því. „Aðalatriðið er að við gerum allt sem við getum,“ sagði Logi og vísað þar bæði til íslenskra stjórnvalda en eins til íslensks almennings.

Þegar Logi var spurður um afstöðu hans varðandi stöðu Aleksanders Moshenskys sagði hann að ekki hefðu fengist nægilega góð svör vegna málsins. „Það er augljóst mál að ef tugur samtala hefur átt sér stað um stöðu hans þýðir það að þar er á ferðinni einhvers konar hagsmunagæsla, sem er auðvitað til vansa fyrir íslensk stjórnvöld og utanríkisþjónustuna. Ég á mjög erfitt með að sjá að þessi maður geti sinnt ræðismannshlutverki fyrir Ísland.“

Engin breyting orðið á afstöðu Vinstri grænna gagnvart NATO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti því, spurð hvar Ísland gæti bætt í er varðaði stuðning sinn við Úkraínu, að Ísland hefði tekið mjög eindregna afstöðu með þeim efnahagsþvingunum sem lagðar hefðu verið á Rússa á alþjóðavettvangi og því yrði haldið áfram. „Við höfum sömuleiðis verið að bæta í varðandi okkar framlög vegna mannúðarmála og núna síðast í gær, líka bara til almennrar efnahagsuppbyggingar í landinu.“

Stundin / Davíð Þór
„Við höfum ekki gert neinar breytingar á stefnu okkar“
Katrín Jakobsdóttir
Formaður Vinstri grænna, um stefnu gagnvart Nató

Katrín sagði síðastliðinn miðvikudag, eftir fund norrænna fosætisráðherra, að íslensk stjórnvöld myndu gera hvað þau gætu til að greiða fyrir hraðri aðild Finna og Svía að NATÓ, kæmi til þess að löndin tvö sæktu þar um. Flokkur Katrínar, Vinstri græn, er andvígur aðild Íslands að NATÓ og aðild að hernaðarbandalögum. Spurð hvort að afstaða hennar, eða flokksins, væri í einhverju breytt eftir atburði síðustu mánaða kvað Katrín svo ekki vera. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að ef niðurstaða þjóðþinga Finna og Svía verður sú að þau óski eftir að gerast aðilar, þá mun ég styðja þau í því og við munum greiða fyrir því í gegnum þingið. Það er meðal annars vegna eindreginna óska forystumanna þessara þjóða. [...] Við höfum ekki gert neinar breytingar á stefnu okkar og það hefur ekki verið nein krafa um að breyta henni. Við erum auðvitað í þeirri stöðu að á sínum tíma ákváðum við að fara í þessa ríkisstjórn og standa með samþykktri þjóðaröryggisstefnu Alþingis. Kannski var það umdeildara þá en nú, að taka þá ákvörðum,“ sagði Katrín.

Stundin / Davíð Þór

Samhugur þarf líka að ná til uppbyggingarstarfsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði Zelensky stuttlega áður en Úkraínuforseti flutti tölu sína. Guðni lýsti því að ávarp Zelenzky hefði verið áhrifamikið og sterkt.

„Mér þótti vænt um að hann þakkaði fyrir þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hefðu sýnt í verki. Mér þótti líka magnað að á þessari örlagastundu í lífi úkraínsku þjóðarinnar, þegar erlendur innrásarher fer offorsi, skuli hann samt sem áður horfa vonaraugum til framtíðar. Hann nefndi þá að mikið verk yrði að vinna og gott yrði að geta leitað til okkar. Ég vona að samhugur okkar, sem við höfum sýnt núna, nái líka til þess tímabils í sögu Úkraínu, þegar uppbyggingarstarfið hefst eftir þessa hörmulegu innrás. Þá getum við líka lagt okkar að mörkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Óráðshjal stíðsæsingamans. Ömurlegt að verða vitni að svona viðurstyggð árið 2022. Hvað eru þessir ræflar okkar að hugsa með því að draga svona ófögnuð inn í Alþingi og á ríkissjónvarp okkar Íslendinga?
    -3
    • GE
      Guðmundur Einarsson skrifaði
      Þú ert ekki mikið fyrir að lesa þér til skilnings, er það? Fyrir það fyrsta, réðust Rússar inn í Úkraínu, ef að þú skyldir ekki hafa fylgst með fréttum. Það eru fleiri fréttamiðlar en Útvarp Saga, Fréttin og Fox News. Svona fasistar eins og þú ættu að halda sig til hlés. Eða flytja annað, eins og ykkur er tamt um að segja öðrum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár