Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky

Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hringdu hátt í þrjá­tíu sím­töl í ESB vegna hræðslu Al­eks­and­er Mos­hen­sky við að sæta við­skipta­þving­un­um. Ráðu­neyt­ið neit­ar að af­henda gögn um þessi sam­skipti. Mos­hen­sky sjálf­ur var eina heim­ild ráðu­neyt­is­ins um sam­band þeirra Lukashen­ko.

Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
Spurðu engan nema Moshensky Utanríkisráðuneytið gerði enga sjálfstæða skoðun á gildi fullyrðingar sinnar um samband Moshensky við einræðisherrann Lukashenko - utan þess að spyrja Moshensky sjálfan.

„Samskiptin voru fyrst og fremst í óformlegum símasamtölum en í einstaka tilvikum var um tölvupóstsamskipti eða fundi í eigin persónu að ræða“, segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar, um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafi átt samskipti við fulltrúa Evrópusambandsins um mögulegar refsiaðgerðir gegn Aleksander Moshensky, kjörræðismanni Íslands, í desember 2020.

„Um slík samskipti var að ræða í á þriðja tug skipta,“ var svarið við þeirri spurningu hvert umfang þessara samskipta hefði verið. Ráðuneytið eða ráðherra hefur ekki áður greint frá því með hvaða hætti þessi samskipti voru né heldur hversu umfangsmikil þau voru. Í byrjun mars hafði ráðuneytið lýst atburðarásinni svona:

„Undir lok árs 2020 var orðrómur á kreiki um að kjörræðismaður Íslands í Belarús yrði mögulega settur á þvingunarlista ESB gagnvart Belarús í kjölfar meingallaðra kosninga þar í landi. Íslensk stjórnvöld leituðu eftir frekari upplýsingum meðal samstarfsríkja innan ESB og miðaði eftirgrennslan stjórnvalda að því að upplýsa hvort að til stæði að setja ræðismanninn á lista, og ef svo væri, á hvaða forsendum.“ 

„ Um slík samskipti var að ræða í á þriðja tug skipta.“
Úr svari utanríkisráðuneytisins til Stundarinnar

Í svarinu til Stundarinnar er jafnframt greint frá því að orðrómurinn sem vísað var til, sem ástæðu fyrirspurnanna, hafi í raun verið erindi frá Moshensky sjálfum til íslenska utanríkisráðuneytisins, þar sem hann benti á að hann ætti á hættu að lenda í refsiaðgerðum Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra telur engu að síður að þessi samskipti ráðuneytis hennar við ESB vegna Moshensky hafi ekki falið í sér neinn þrýsting af Íslands hálfu eða hagsmunagæslu fyrir kjörræðismanninn og viðskiptahagsmuni hans og vísar í gögn sem til séu um þessi næstum þrjátíu skipti sem ráðuneytið beitti sér í málinu.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og þeim gögnum sem ég hef innan úr ráðuneytinu var þess ekki krafist að hann yrði tekinn af lista,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Alþingi 21. mars síðastliðinn en síðan hefur hún ítrekað „að verklag og ákv­arðana­taka, út frá þess­um gögn­um, stand­ist al­gjör­lega skoðun“.

Ólígarkinn okkar

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var fjallað um náið samband íslenska kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi við einræðisherra landsins, Aleksander Lukashenko. 

Í umfjölluninni var greint frá því að kjörræðismaðurinn hafi ítrekað verið nefndur til sögunnar sem líklegur kandídat til að sæta refsiaðgerðum ESB gegn stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra í Hvíta-Rússlandi. Það að hann hafi alltaf komist hjá því að nafn hans yrði á endanlegum listum ESB, hafi sætt mikilli furðu, á sama tíma og ljóst sé að kjörræðismaðurinn hafi notið fádæma velvildar Lukashenko, harðstjórans í Minsk. 

Fjöldi viðmælenda Stundarinnar báru að ástæða þess að Moshensky hefði sloppið væri sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir hans hönd. Samtök landflótta Hvít-Rússa, sem hafa verið í fararbroddi þeirra sem barist hafa fyrir því að hert yrði á aðgerðum gegn Lukashenko og fylgitunglum hans og barist fyrir því að Moshensky yrði beittur refsiaðgerðum, fengu slíka skýringu. Þetta hefur ítrekað gerst frá árinu 2011.

„Ísland fjarlægði hann af listanum,“ sagði Natalia Kaliada að hafi verið skýringar til hennar og félaga hennar, í hvert sinn sem nafn Moshensky hverfur af listanum. Í sama streng tóku aðrir viðmælendur blaðsins, sem þekktu til. Blaðamenn í Brussel sem fjallað höfðu um málið til dæmis. 

Lobbíistar hjá hinu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæki Apco, sem er umsvifamikið í áhrifabraski fyrir alþjóðafyrirtæki og ríkisstjórnir gagnvart Evrópusambandinu og tóku að sér að gæta hagsmuna Aleksander Moshensky, gagnvart Evrópusambandinu, voru að sögn furðu lostnir þegar þeir áttuðu sig

á því að íslensk stjórnvöld hefðu tekið af þeim ómakið, eins og fyrrverandi þingmaðurinn Ásta Helgadóttir lýsti í Stundinni. Ásta starfaði lengi í Brussel og kynntist þar yfirmanni hjá Apco, sem leitaði til hennar um mitt síðasta ár.

„Erindi þessa fólks við mig var því í raun að reyna að átta sig á því hvernig og af hverjum svona ákvörðun væri tekin. Þetta er fólk sem hefur atvinnu af því að lobbía fyrir stórfyrirtæki og samtök og búið að gera það í áratugi. Þau höfðu aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Ásta við Stundina, en hún sat á Alþingi fyrir Pírata á árunum 2015-2017, meðal annars í utanríkismálanefnd.

Náinn eða ekki náinn

Sú yfirlýsing utanríkisráðherra, í svari hennar til Stundarinnar fyrir mánuði, að ráðuneyti hennar telji Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur einnig vakið spurningar. Orðrétt sagði í svari ráðherrans:

„Það hefur verið mat ráðuneytisins að það sé orðum aukið að kjörræðismaður Íslands sé mjög náinn bandamaður Lúkasjenkós.“

Natalia Kaliada, einn þekktasti stjórnarandstæðingur í landinu og leiðtogi hópsins sem hvað harðast hefur barist fyrir auknum refsiaðgerðum gegn Lukashenko og fylgitunglum hans, sagði þetta mat ráðuneytisins hlægilegt. Það væri hverjum þeim sem á annað borð vildi sjá ljóst að Moshensky væri innarlega í innsta hring forsetans. 

Andrei Sannikov, fyrrum forsetaframbjóðandi og samviskufangi í Hvíta-Rússlandi, tók í svipaðan streng og taldi það fásinnu af íslenskum stjórnvöldum að halda því fram að Moshensky væri ekki náinn bandamaður Lukashensko. 

„Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn á þeim ásökunum sem birst hafa í fjölmiðlum um meint náin tengsl kjörræðismannsins við Lúkasjenkó“, segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar, um á hverju ráðherra byggði fullyrðingu sína þess efnis að það væri „orðum aukið“ að segja kjörræðismann Íslands í Hvíta-Rússlandi, náinn bandamann einræðisherrans Aleksander Lukashenko.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í framhaldi af umfjöllun Stundarinnar fram fyrirspurnina og óskaði skýringa á því á hverju ráðherra byggði ofangreinda fullyrðingu sína. Enn fremur spurði hann hvernig ráðuneytið hefði staðið að skoðun á tengslum kjörræðismannsins og einræðisherrans; hvaða gagna hefði verið aflað og hvenær.

Í svarinu kemur fram að eina heimild ráðuneytisins fyrir þessari fullyrðingu sé í raun kjörræðismaðurinn sjálfur, Aleksander Moshensky: „Í greinargerð kjörræðismannsins sjálfs, sem hann sendi til Evrópusambandsins undir árslok 2020, leitast hann við að sýna fram á að ásakanir um náin tengsl við Lúkasjenkó eigi ekki við rök að styðjast.“

Utanríkisráðuneytið segir jafnframt í svari sínu að það að Evrópusambandið hafi aldrei sett viðskiptaþvinganir á Moshensky eða fyrirtæki hans, sé til marks um að tengsl Moshensky við einræðisstjórnina í Minsk séu ekki áhyggjuefni.

„Þá hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir því eða gerir það að verkum að hann geti ekki verið kjörræðismaður okkar í Belarús“
Utanríkisráðherra
á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Ráðuneytið getur þess þó ekki að Moshensky hefur margítrekað verið nefndur til sögunnar sem augljósasti kandídat á slíkan lista, verið á honum en komist undan því að sæta þvingunum á síðustu stundu. Að sögn vegna þrýstings frá íslenskum stjórnvöldum.

Ráðherra mætti fyrir þingnefnd

„Ég skil þessa gagnrýni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem tók við embætti utanríkisráðherra síðastliðið haust, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þann 1. apríl síðastliðinn vegna skoðunar nefndarinnar á máli Moshensky. Ráðherra sagði að yfirferð yfir samskipti stjórnvalda við ESB vegna þess hafi staðist skoðun. Að ekki hafi verið beitt þrýstingi og Moshensky þannig forðað undan aðgerðum ESB.

„Ég treysti mér til að segja að verklagið og ákvarðanataka út frá þessum gögnum stenst alveg skoðun. Svo er hægt að hafa á því skoðun hvort gera hefði átt þetta öðruvísi; sitja hjá eða gera ekki neitt og ekki afla upplýsinga? Eða hvort hann eigi að vera kjörræðismaður okkar í Belarús,“ sagði Þórdís Kolbrún sem kvaðst aldrei munu „halda hlífiskildi yfir honum eða öðrum sem beittir verða slíkum viðskiptaþvingunum“.

Ferlið við að setja kjörræðismann sé þannig að heimild heimaríkis þurfi fyrir skipun kjörræðismanns, að sögn ráðherrans, og það væri hennar mat og ráðuneytisins að ekki væri líklegt að fá nýjan á þessum tímapunkti. „Það er sömuleiðis mitt mat að á grundvelli þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar og gagna sem komið hafa fram að þá hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir því eða gerir það að verkum að hann geti ekki verið kjörræðismaður okkar í Belarús.“

Vill meina að Moshensky sé frekar að fjarlægjast Lukashenko

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fjallað um málið á þremur fundum frá því umfjöllun Stundarinnar birtist fyrir tveimur vikum. Fundurinn á föstudag var sá fyrsti sem opinn var fjölmiðlum, þar sem ekki var krafist trúnaðar af hálfu nefndarmanna um efnið. Nefndarmenn fengu í síðustu viku aðgang að gögnum frá utanríkisráðuneytinu, gegn því að halda um þau trúnað. Stundin hefur óskað eftir aðgangi að þeim gögnum og fleirum. 

Gögnin sem þingnefndin fékk aðgang að varða samskipti Íslands og ESB vegna kjörræðismannsins í árslok 2020, eftir því sem fram kom á fundinum.  Íslensk stjórnvöld áttu í talsverðum samskiptum við ESB á þessum tíma, að sögn til að spyrjast fyrir um áhyggjur sem þá voru af því að kjörræðismaðurinn yrði beittur viðskiptaþvingunum. 

Ef marka má spurningar þingmanna á fundinum virðast hinir miklu viðskiptahagsmunir Íslendinga, sem séu samofnir ræðismanninum og fyrirtækjum hans, hafa verið tíundaðir í þessum samskipum við ESB.

„Ég skil þessa gagnrýni.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

„Það lá svo sem fyrir að hefði hann lent á þessum lista hefði það haft áhrif á atvinnulíf í fleiri löndum. En það er líka mikilvægt að halda því til haga að yfirlýst markmið með þessum aðgerðum var að þrengja að Lukashenko en ekki að hafa skaðleg áhrif á hagsmuni aðildarríkjanna,“ sagði Þórdís Kolbrún í dag.

Spurð hvort hægt hefði verið að skilja ítrekaðar fyrirspurnir íslenskra stjórnvalda til ESB sem þrýsting, sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja að svo væri, þó hún gæti ekki fullyrt um upplifun annarra af þeim erindum. Og spurð að því hvort afstaða ráðuneytisins væri enn sú sama, hvað varðaði það að telja Moshensky ekki náinn bandamann Aleksander Lukashenko, svaraði ráðherrann:

„Frá þessum tíma hefur ekkert nýtt komið fram sem varpar ljósi á það að hann sé veski Lukashenko eða mjög náinn honum. Hann hefur frekar verið að fjarlægjast hann.“

Ráðherrann sagðist því ekki sjá ástæðu til að bregðast við með því að svipta Moshensky titli sínum. Hann hefði ekki og væri ekki á lista ESB, Breta eða Bandaríkjamanna, þrátt fyrir umræðu um annað. „Ég sé því ekki ástæða til að breyta þessu.“ 

Fráleitar skýringar

Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sögðu að loknum fundinum að yfirferð yfir málið væri ekki lokið. Þó hefði ýmislegt skýrst í þeirra huga.

„Skýringar og frásagnir ráðuneytisins og ráðherrans um að engin tengsl séu á milli þessara manna eru algjörlega fráleitar“
Sigmar Guðmundsson
þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

„Kemur mér að mörgu leyti á óvart að sjá hvað ráðherra og ráðuneytið hafa verið ófeimin við að staðfesta það sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi þetta mál,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kallaði eftir því að nefndin fjallaði um málið eftir umfjöllun Stundarinnar nýverið. „Það er mjög erfitt að skilja ítrekaðar fyrirspurnir íslenskra stjórnvalda öðruvísi en sem þrýsting í þá átt að Moshensky verði ekki á þessum listum,“ sagði Arndís Anna í samtali við Stundina að loknum fundi nefndarinnar með utanríkisráðherra.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, gaf lítið fyrir skýringar ráðherrans á mati ráðuneytisins á sambandi þeirra Moshensky og Lukashenko. „Skýringar og frásagnir ráðuneytisins og ráðherrans um að engin tengsl séu á milli þessara manna eru algjörlega fráleitar,“ sagði hann og bætti við að allt sem komið hefði fram í fjölmiðlum og víðar undanfarið sýndi annað.

„Það er auðvitað alveg ljóst að Moshensky væri ekki á þessum stað ef hann væri ekki hressilega innundir hjá einræðisherranum,“ sagði Sigmar sem benti á það sama í spurningum sínum til ráðherrans. 

Arndís og Sigmar eru bæði á því að málið kalli á umræður um áherslur Íslands í utanríkismálum – hvort viðskiptahagsmunir eigi að vera á oddinum, eins og verið hefur. „Mér finnst það stór og knýjandi spurning hvort viðskiptahagsmunir eigi að vera svo ráðandi að þeir yfirskyggi algjörlega áherslu á mannréttindi og lýðræði,“ sagði Sigmar í samtali við Stundina.

Hann segir það óþægilegt fyrir okkur eins og önnur ríki að vera í svo nánu viðskiptasambandi við aðila í löndum þar sem mannréttindi og lýðræði ná ekki máli. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem einnig situr í nefndinni, tók í sama streng. „Augljóst mál að utanríkisþjónustan hefur viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi í ákvarðanatöku. Sjónarmið um til dæmis mannréttindi og lýðræði, eru einfaldlega ekki jafnsett og þeir hagsmunir,“ sagði Arndís að loknum fundi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  bjarN1 benediktsson er formaður stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksinns!
  Þannig að það er ekki við neinu öðru að búast en þeirri SKÍTMENNSKU sem loddara lorturinn bjarN1 bíður íslensku þjóðinni uppá!
  Svik, arðrán, þjófnaður og önnur myrkraverk.
  Eru hanns ær og kýr!!!
  1
 • Anna Óskarsdóttir skrifaði
  Þegar föður fjármálaráðherra finnst þeir ekki ver of tengdir fyrir viðskiptabrask með banka, getur utanríkisráðherra alveg hunzað allar upplýsingar um tengsl ólígarka í Belarús við spilltan forseta
  4
  • SSS
   Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
   Ég er algjörlega sammmála þér Anna Óskarsdóttir.
   En eitt er víst að það heitir að "hundsa" en ekki hunsa eða "hunza".
   0
  • ÁH
   Ásmundur Harðarson skrifaði
   Þegar z var hluti af íslenska stafrófinu var skrifað hunza. Reyndar hafa menn haft leyfi til að halda áfram að nota z eftir breytinguna. Meginreglan eftir afnám z var að s kæmi staðinn fyrir z. Þess vegna átti að skrifa hunsa. Ég held þó að hundsa hafi öðlast viðurkenningu einfaldlega vegna þess hve margir skrifuðu orðið þannig. Hunsa er þó rétt skv reglunum.
   0
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Flott grein og Íslenskum stjórnvöldum til skammar og einig okkur almeningi þessa lands.Við þurfum að hrinda þessum manni af höndum okkar,þótt stjórnvöld sjái ekkert rangt við þá er aðstoða við barna morð og nauðganir kann alþíða þessa lands enn að skamast sín.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
1
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
2
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
3
FréttirSamherjaskjölin

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Sautján árásarmenn sjást á myndbandsupptöku innan úr Bankastræti Club
4
Fréttir

Sautján árás­ar­menn sjást á mynd­bands­upp­töku inn­an úr Banka­stræti Club

Upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Lög­regla hef­ur hand­tek­ið tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
5
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Alina fær alþjóðlega vernd á Íslandi
6
Fréttir

Al­ina fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að veita Al­inu Kaliuzhnaya, hvít- rúss­neskri flótta­konu al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Al­ina flúði heima­land sitt eft­ir að hafa ver­ið fang­els­uð og pynt­uð fyr­ir það eitt að mót­mæla stjórn­völd­um. Í sam­tali við Stund­ina seg­ist Al­ina upp­lifa gleði og létti.
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
7
FréttirLaxeldi

Íhug­ar sögu­lega sekt á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.

Mest deilt

Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
1
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
2
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
3
FréttirSamherjaskjölin

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Alina fær alþjóðlega vernd á Íslandi
4
Fréttir

Al­ina fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að veita Al­inu Kaliuzhnaya, hvít- rúss­neskri flótta­konu al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Al­ina flúði heima­land sitt eft­ir að hafa ver­ið fang­els­uð og pynt­uð fyr­ir það eitt að mót­mæla stjórn­völd­um. Í sam­tali við Stund­ina seg­ist Al­ina upp­lifa gleði og létti.
Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka
5
FréttirSalan á Íslandsbanka

Hæp­in gögn og óljós­ar for­send­ur réðu ferð­inni við einka­væð­ingu Ís­lands­banka

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við flest í einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í Ís­lands­banka. Ekki virð­ist hafa ver­ið ástæða til að gefa 4,1 pró­senta af­slátt af mark­aðsvirði bank­ans og vís­bend­ing­ar eru um að til­boð er­lends að­ila hafi þar ráð­ið mestu.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
6
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
7
FréttirLaxeldi

Íhug­ar sögu­lega sekt á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.

Mest lesið í vikunni

Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
1
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
2
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
3
FréttirSamherjaskjölin

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Sautján árásarmenn sjást á myndbandsupptöku innan úr Bankastræti Club
4
Fréttir

Sautján árás­ar­menn sjást á mynd­bands­upp­töku inn­an úr Banka­stræti Club

Upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Lög­regla hef­ur hand­tek­ið tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
5
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
6
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Alina fær alþjóðlega vernd á Íslandi
7
Fréttir

Al­ina fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að veita Al­inu Kaliuzhnaya, hvít- rúss­neskri flótta­konu al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Al­ina flúði heima­land sitt eft­ir að hafa ver­ið fang­els­uð og pynt­uð fyr­ir það eitt að mót­mæla stjórn­völd­um. Í sam­tali við Stund­ina seg­ist Al­ina upp­lifa gleði og létti.

Mest lesið í mánuðinum

Lifði af þrjú ár á götunni
1
Viðtal

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
2
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Soffía Karen - Kærði mann fyrir nauðgun sem hélt henni hjá sér í fimm tíma
3
Eigin Konur#114

Soffía Kar­en - Kærði mann fyr­ir nauðg­un sem hélt henni hjá sér í fimm tíma

Soffía Kar­en var átján ára þeg­ar hún fór heim með strák, sem hélt henni hjá sér í fimm tíma á með­an hann braut á henni kyn­ferð­is­lega. Hún leit­aði strax á bráð­ar­mót­töku og lagði fram kæru stuttu eft­ir brot­ið. Ger­and­inn bað Soffíu af­sök­un­ar á því að hafa ver­ið „ógeðs­leg­ur“ við hana, en þrátt fyr­ir áverka var mál­ið fellt nið­ur tveim­ur ár­um síð­ar.
Eiginkona fanga segir aðstöðu til heimsókna barna „ógeðslega“
4
Fréttir

Eig­in­kona fanga seg­ir að­stöðu til heim­sókna barna „ógeðs­lega“

Börn fanga á Litla-Hrauni geta ekki heim­sótt feð­ur sína í sér­staka að­stöðu fyr­ir börn um helg­ar þar sem hún er lok­uð þá. Fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að fjár­muni skorti til að opna að­stöð­una. „Börn­in hafa ekk­ert gert af sér og þau eiga rétt á að um­gang­ast pabba sinn þó hann sé í fang­elsi,“ seg­ir Birna Ólafs­dótt­ir.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
5
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
6
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.
Kvartanir vegna Stefáns hjá Storytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aftur í tímann
7
Fréttir

Kvart­an­ir vegna Stef­áns hjá Stor­ytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aft­ur í tím­ann

Stefán Hjör­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Stor­ytel á Ís­landi, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu á Ís­landi eft­ir að þrjár kon­ur kvört­uðu und­an hátt­semi hans til móð­ur­fé­lags­ins í Stokk­hólmi. Kvart­an­irn­ar sner­ust um óvið­eig­andi hátt­semi af kyn­ferð­is­leg­um toga. Starfs­menn Stor­ytel á Ís­landi hafa hins veg­ar áð­ur kvart­að yf­ir hátta­lagi Stef­áns til Sví­þjóð­ar.

Nýtt á Stundinni

Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.
Blátt bros um varir mínar
GagnrýniKrossljóð

Blátt bros um var­ir mín­ar

Krossljóð eru með eft­ir­tekt­ar­verð­ari bók­um sem út koma í ár, sann­verð­ugt merki um hversu sterk­ur og lif­andi skáld­skap­ur­inn er á okk­ar tím­um, eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur tekst að sanna með merki­leg­um hætti, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son í dómi sín­um.
Fjallamóðir
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Fjalla­móð­ir

Mörg feg­urstu kvæði gömlu skáld­anna – Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, Gríms Thomsen, Ein­ars Bene­dikts­son­ar og annarra – voru ætt­jarðar­ástar­kvæði. Skáld­in elsk­uðu land­ið og ortu til þess eld­heit­ar ástar­játn­ing­ar.
Að fylgja reglum annarra landa
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Að fylgja regl­um annarra landa

Af­stæð­is­hyggja er not­uð til að rétt­læta mann­rétt­inda­brot, inn­rás­ir og al­ræði. Fram­tíð Ís­lend­inga velt­ur á úr­slit­un­um í yf­ir­stand­andi heims­styrj­öld gild­is­mats.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Að leggja lag sitt við tröllin
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Að leggja lag sitt við tröll­in

Vissu­lega hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki ver­ið minn upp­á­hald­spóli­tík­us síð­ustu fimm ár­in. Eigi að síð­ur verð ég að við­ur­kenna að ég hálf­vor­kenni henni fyr­ir þann fauta­skap sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú sýnt henni með yf­ir­lýs­ingu sinni um stuðn­ing við vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Því já, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu sýndi hann Katrínu sér­stak­an fauta­skap og raun­ar fyr­ir­litn­ingu. Lít­um á hvað gerð­ist. Kjara­samn­ing­ar standa fyr­ir...
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Stundarskráin

Jól­in, jól­in, jól­in koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.