Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Trúnaðarmenn Eflingar: Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.

<span>Trúnaðarmenn Eflingar:</span>  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
Segja uppsagnirnar ekki halda vatni Trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar, Gabríel Benjamin og Alma Pálmadóttir, segja að þær ástæður sem settar voru fram fyrir hópuppsögn starfsmanna stéttarfélagsins byggi ekki á rökum.

Fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að náðst hafa samkomulag um hópuppsögn allra starfsmanna skrifstofu Eflingar stéttarfélags eru rangar að því er trúnaðarmenn á vinnustaðnum segja. Sólveig Anna sjálf sat ekki fundi með trúnaðarmönnum heldur aðeins lögmaður stjórnar Eflingar.

Í tilkynningu sem trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar hafa sent frá sér kemur fram að þeir hafi 11. og 12. apríl fundað með lögmanni stjórnar Eflingar í því skyni að reyna að forðast hópuppsögn eða fækka þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnum yrðu, en tilkynnt hafði verið áður að meirihluti stjórnar Eflingar hyggðist segja upp öllum starfsmönnum skrifstofunnar.

„Fullyrðingar Sólveigar Önnu að það hafi náðst samkomulag um framkvæmd hópuppsagnar er með öllu röng, sem hún hefði vitað hefði hún setið fundina“
Trúnaðarmenn Eflingar

Á þeim fundum hafi trúnaðarmenn, Alma Pálmadóttir trúnaðarmaður Eflingar, og Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR, að eigin sögn mætt með opnum huga til að reyna að komast hjá hópuppsögnunum eða í það minnsta milda þær, enda krefjist yfirlýst markmið stjórnarinnar þeirra ekki.

„Við getum ekki sagt að um samráð hafi verið um að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir, engin vilji var til breytinga eða mildunar á hópuppsögn heldur einhliða ákvörðun sem er röng, óskynsamleg og með öllu ónauðsynleg. Gefnar voru upp ástæður sem fólust í breytingum á ráðningarkjörum og til að uppfylla skilyrði varðandi jafnaunavottun. Þessar ástæður eru ekki byggðar á rökum og halda engu vatni.

Fullyrðingar Sólveigar Önnu að það hafi náðst samkomulag um framkvæmd hópuppsagnar er með öllu röng, sem hún hefði vitað hefði hún setið fundina.“

Þegar trúnaðarmönnum hafi orðið ljóst að hvorki yrði hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar né að milda þær hafi orðið að samkomulagi milli þeirra og lögmanns stjórnarinnar að segja fram bókun þar sem trúnaðarmenn andmæltu hópuppsögninni. Þau hafi hins vegar fallist á að gera samkomulag um fjögur atriði er lúti að uppsögnunum. Bókunin hafi verið trúnaðarmál en með því að Sólveig Anna hafi rofið þann trúnað telji trúnaðarmenn sig ekki lengur bundin þeim trúnaði.

Uppfært:

Sólveig Anna hefur á Facebook-síðu sinni birt færslu þar sem hún andmælir yfirlýsingu trúnaðarmanna Eflingar. Segir hún þar að rangt sé að haft eftir trúnaðarmönnum að ekkert samráð hafi verið haft við þá og að samkomulag hafi ekki verið gert og vísar í bókun þá sem trúnaðarmenn og lögfræðingur stjórnar Eflingar undirrituðu. 

„Eins og öll geta séð hér þá fór samráð fram með lögmætum hætti og komist var að undirrituðu samkomulagi um ákveðin atriði skipulagsbreytinga. Samkomulag náðist vissulega ekki um að hætta við breytingarnar og aðilar voru ekki sammála um ástæður og forsendur, en samkomulag náðist svo sannarlega um aukin réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti eins og hvert mannsbarn getur séð af lestri bókunarinnar. Þessi bókun var aldrei neitt trúnaðarmál, og er það ekki frekar en annað í sambandi við þetta mál sem viðkomandi og óviðkomandi aðilar hafa gasprað um stanslaust í fjölmiðlum síðustu sólarhringa,“ skrifar Sólveig Anna. 

Ljóst er að trúnaðarmennirnir og Sólveig Anna leggja ekki sama skilning í umrædda bókun, trúnaðarmenn segja ekki hafa náðst samkomulag þó samið hafi verið um fjögur atriði sérstaklega, en Sólveig Anna segir að samkomulag hafi náðst og vísar þar til umræddra fjögurra atriða þó ekki hafi náðst samkomulag um að hætta við uppsagnirnar. 

Þá greinir trúnaðarmenn og Sólveigu Önnu á um hvort umrædd bókun hafi verið trúnaðarmál. Í yfirlýsingu trúnaðarmanna segir að samkvæmt lögmanni stjórnar Eflingar sé bókunin „ekki lengur trúnaðarmál“ á meðan að Sólveig Anna segir að „þessi bókun var aldrei neitt trúnaðarmál“. Umrædda bókun má sjá hér að neðan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Hjá þessum úrillu uppsögðu aðilum er eitt helsta atriðið að uppsagnir hafi borist um miðja nótt. Með illu skal út reka!
    -1
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Maður hefur það á tilfinninguna að þau geti rifist við ljósastaur.
    Þetta gagg í þeim er jafn árangursríkt. Þau halda bæði að þau stjórni einhverju innan félagsins, en svo er ekki.
    1
  • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
    Hver er svo samningsstaða Eflingar fyrir hönd félagsmanna sinna sem fa send uppsagnarbréf i tölvupósti um miðja nótt, ástæður uppsagnar skipulagsbreytingar hvernig ætlar Efling að standa með félagsmönnum sinum sem lenda i þessum aðstæðum?
    Finnst formanni verkalyðsfelags alveg i lagi ef félagsmenn þeirra eru úthrópaðir a samfélagsmiðlum?
    0
    • Siggi Rey skrifaði
      Veistu um einhvern aðila í þjóðfélaginu sem hefur orðið fyrir öðru eins skítkasti og Sólveig Anna? Reynt ítrekað mannorðsmorð? Og þar hafa fjölmiðlar ekki látið sitt eftir liggja! Og vittu til, af öllu þessu skítkasti ykkar, fullvissið þið almenning um að hreisunar var virkilega þörf. Húrra fyrir Sólveigu Önnu.
      -1
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hvaða vitleisa er þetta að hafa Formen stéttafélaga stjórn og annaÐ TILDUR ,NÓ AÐ HAFA HÁLAUNA STARSFÓLK Á SKRIFSTOFUNNI OG ALLT Í GÓÐU.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um Eflingu

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
FréttirBaráttan um Eflingu

Formað­ur VR lagð­ist gegn álykt­un sem for­dæmdi Efl­ing­ar-upp­sagn­ir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.
Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
FréttirBaráttan um Eflingu

Hvað gerð­ist á skrif­stofu Efl­ing­ar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
8
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár