Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Sólveig Anna er komin og krefst virðingar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Sólveig Anna er komin og krefst virðingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hyggur á endurkomu í stefni íslenskrar verkalýðsbaráttu. Hún hætti í október á síðasta ári eftir átök við starfsfólk og hluta stjórnarinnar sem sat með henni. Árið 2018 vann hún sögulegan formannsslag um þetta gríðarstóra verkalýðsfélag með loforði um að breyta félaginu sem hún sagði staðnað og ekki vinna í þágu verka- og láglaunafólks, sem er meginuppistaða félagsfólks Eflingar. 

„Ég veit alveg að ég hefði aldrei getað leikið sama leikinn tvisvar, eins og 2018. Ég hefði ekki getað komið aftur og spilað því spili út. En það fólk sem hefur starfað með mér og hefur setið með mér í trúnaðarráði og í samninganefndunum, ekki síst, veit að ég meina það sem ég er að segja og veit að við ætlum að vinna með félagið aftur, að halda áfram á þessari einbeittu braut sem við höfum markað. Og af því leiðir að stuðningurinn sem við erum …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (35)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • BS
  Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
  Hún á ekki langt að sækja kraftinn sannfæringuna og eldmóðin.

  Heilsteypt og sönn manneskja!
  0
 • Ásgeir Överby skrifaði
  "Sólveig Anna er komin og krefst virðingar"
  "Virðingin eltir þá sem forðast hana - en forðast þá sem elta hana"
  - Jón Vídalín biskup.
  0
 • Jón Ölver Magnússon skrifaði
  Velferðamál almenningi til handa hafa aldrei komið frá stjórnmálamönnum. Þau hafa komið eitt eftir öðru gegnum harða baráttu verkalýðsfélagana og verkafólks sjálfs. Á átta fyrstu áratugunum síðustu aldar. Í kjölfar þess að að fámennum hópi var gefið leyfi af stjórnmálafólki til að veðsetja sjávarauðlind þjóðarinnar og með þeim gjörningi gefin óverðskuldaður aðgangur að þúsunda milljarða tóku þeir einfaldlega öll völd í landinu og líka í verkalýðsfélögunum. Með Sólveigu er Efling aftur í höndum Eflingarfélaga sjálfra. Þar sem Efling á að sjálfsöfðu að vera.
  0
 • Halla Ingimars skrifaði
  Gott viðtal. Èg óska þér góðs gengis, þú ert von hins vinnandi manns.❤️
  1
 • GMJ
  Gróa Margrét Jónsdóttir skrifaði
  Frabært viðtal. Þarna fer koma sem berst fyrir réttlæti fyrst og fremst og hræðist ekki. Gangi þér vel Sólveig Anna þú átt heiður skilin. Svo er það virðingin fyrir embættinu og það vald sem það gefur og hún vill nota í þágu verkalýðsins sem hún talar um en ekki henni persónulega.
  1
 • Guðrún Jóhannsdóttir skrifaði
  Þarf Hún ekki að ávinna sér virðinguna?
  1
  • ÓG
   Ólafur Gunnarsson skrifaði
   Ef hún á hana ekki þegar hjá þér eignast hún hana aldrei.
   1
  • Godjon Erikssönn skrifaði
   Ertu að segja að hún hljóti enga virðingu fyrir fyrri sigra?
   1
 • TLS
  Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
  Held að Sólveig Anna ætlist til þess að borin sé virðing fyrir embættinu formaður Eflingar. Kosningaskjálfti virðist hlaupa með allt sem að henni snýr út um víðan völl.
  2
 • Kristbjörn Árnason skrifaði
  Þetta er að mestu rétt lýsing hjá Sólveigu Önnu á ástandi sem á við um andrúmsloftið í ASÍ. Þar hafa ævinlega verið í gangi flokkspólitískir hópar sem eiginlega alltaf eru í einhverju bandalagi hver við annann. Ef einhverjir koma fram skýrar og róttækar hugmyndir eru þeir miskunnarlaust einangraðir frá áhrifum.

  En ég er sannfærður um það, að ef Sólveig Anna nær kjöri sem formaður Eflingar muni landslagið breytast inni í ASÍ. Hún mun eiga miklu öflugri stuðning þar en hún hefur fundið til þessa. En það kostar auðvitað mikla handavinnu.

  Ég var auðvitað bara formaður í fámennu en róttæku félagi og fann þetta andrúmsloft greinilega sem Sólvein Anna lýsir. En ég átti alltaf sterkan stuðning vísan hjá Stefáni heitnum Ögmundssyni prentara og afi Drífu forseta ASÍ.

  Ekki veitti af í samfélagi með blönduðum félögum byggingarmanna. Í þeirra félögum voru bæði launamenn og atvinnurekendur sem ég átti enga samleið með.
  0
 • Lilja Björk Ólafsdóttir skrifaði
  Gott og upplýsandi samtal við S.Ö.J.
  0
 • Gísli Ólafur Pétursson skrifaði
  Fátækustum flæðir von
  - finnst loks ná til manna -
  hætti hikið lon og don.
  Heill þér, Sólveig Anna.
  1
 • Andri Sigurðsson skrifaði
  Merkilegt viðtal sem sýnir að Sólveig Anna ætlar að berjast fyrir verkafólk af fullu afli, jafnvel enn meira en áður. Að lesa þetta fyllir mann von um að hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum fyrir verkafólk.
  1
 • Óskar Guðmundsson skrifaði
  Er virðing ekki almennt áunnin?
  Rekur ekki minni til að slík fáist með kröfum,
  1
  • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
   Jú hún er það.... En það er soldið erfitt að vinna sér inn virðingu þegar maður er með öðruvísi skoðanir en gráðugu hægri hræðurnar. Jakkafatalepjandi lobbyistar. Sem kallar sig starfsmenn Eflingar. Þið þarna hægra meginn eruð ekki að gera neinum gott. Ég hræki á ykkur.
   1
  • Godjon Erikssönn skrifaði
   > Rekur ekki minni til að slík fáist með kröfum,

   Þú s.s. þekkir enga mannkynssögu? Vissiru að verkalýðsleiðtogar í sögunni hafa verið ráðnir af dögum eða barðir til óbóta?
   0
 • Karl Magnússon skrifaði
  Sólveg Anna hljóp undan ábyrgð og kenndi öllum öðrum um nema sjálfri sér (minnir svolítið á Trump) og fór svo í langt frí til að safna kröftum (á kostnað Eflingar). Kemur síðan inn á síðustu stundu með sinn lista (surprsie surprise) til að setja allt á hvolf og maður spyr sig hversvegna gat hún ekki geti starfað saman með fólkinu á A-listnum nema vera í fyrsta sæti (svona eins og Trump)?.
  -Að hún getur ekki stjórnað þeim sem hún sjálf réði til starfa segir mér að hún sé ömurlegur stjórandi mannauðs og á hvergi að koma nálægt fólki sem stjórandi. Hún má vera baráttukona alþýðunar en mannaforráð á hún ekki að hafa.
  -Á hún eftir að leika sama leikinn aftur að tveimur árum liðnum verðu tíminn að leiða í ljós, en hún er í margt og mikið eins Donald J. Trump því allt á að snúast um Sólvegu Önnu og ef það er ekki að henna skapi þá er það vegna þess að hún er fórnalamb menntastéttarnir...
  -2
  • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
   Æj þið hægri hræin egið svo bátt þessadagana.
   0
  • GAS
   Guðbjörg A Stefánsdóttir skrifaði
   Þú ert nú ekki í lagi að líkja henni við Trump.
   1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
   Að líkja henni við Trump segir meira um sjalfan þig en þig mundi nokkurn tímann gruna og mikið hatur í greinnini, þú mundir ekki skrifa svona um hana ef þið stæðuð auglitis til auglitis, því get ég lofað þér.
   0
 • Ásmundur Þórarinsson skrifaði
  Hvet alla sem eiga til þess möguleika og aðstöðu að standa með og styrkja Sólveigu til að gera það sem hún ætlar sér.
  1
 • ÞS
  Þór Skjaldberg skrifaði
  Þessi framúrskarandi prinsip kona er guðsgjöf fyrir hennar skjólstæðinga og reyndar fyrir alla alþýðu á landinu.
  0
 • G
  gkj skrifaði
  Ekki furða að skrifstofuliðið sé farið að skjálfa á beinunum ......... nú verður tekið til á skrifstofunni :) Áfram Sólveig ! :)
  1
 • Elisabet Einarsdottir skrifaði
  Heilindi ❤️
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Takk fyrir þetta viðtal. Þarna fær fólk sýn um hvað Sólveig Anna stendur fyrir. Væri ekki við hæfi að Stundin taki viðtal við hina frambjóðendurna um sín framboðsmál ? Það hefur ekkert sýnst vera neitt merkilegt ?
  1
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Sólveig með þig í brodi fylkingar eru okkur allir vegir færir ,og nú má sko auðvaldið fara að vara sig.
  0
 • SAK
  smari arnfjord kristjansson skrifaði
  Áfram Sólveig.
  0
 • SBR
  Sæþór Benjamín Randalsson skrifaði
  Heyr heyr!!! Vel sagt og skrifað.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?