Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslandsbanki: Setja þarf lög til að eigendur megi afrita hlutalistann

Ís­lands­banki seg­ir að setja þurfi lög til að bank­inn geti heim­il­að hlut­höf­um að af­rita hlut­hafa­skrá fé­lags­ins. Í svari bank­ans seg­ir að jafn­vel þó lög­um verði breytt í þessa veru þá komi per­sónu­vernd­ar­lög mögu­lega í veg fyr­ir slíka af­rit­un. Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son hafa kall­að eft­ir því að hlut­hafalist­inn verði birt­ur og er nú beð­ið eft­ir svari frá Banka­sýslu rík­is­ins um það.

Íslandsbanki: Setja þarf lög til að eigendur megi afrita hlutalistann
Beðið eftir Bankasýslunni Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við Bankasýslu ríkisins að fá hluthafalista Íslandsbanka og að hann verði birtur ef lög leyfa. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Íslandsbanki segir að setja þurfi lög til að hægt sé að breyta verklagsreglum bankans um hvernig hluthafarnir fá að kynna sér hluthafaskrá bankans. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Íslandsbanka. Eins og Stundin greindi frá í gær reyndi einn hluthafi í Íslandsbanka að kynna sér hluthafaskrá bankans til að fá svar við spurningunni hverjir það voru sem tóku þátt í nýlegu útboði íslenska ríkisins á 22,5 prósenta hlut í bankanum. Maðurinn sagði að verklagið sem bankinn viðhefur þegar slík skoðun fer fram hjálpi ekkert við aðstoða hluthafa til að fá svar við þeirri spurningu. 

Útboð ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka í lok mars hefur verið gagnrýnt þar sem 140 litlir íslenskir fjárfestar tóku þátt í því. Þetta virðist stríða gegn upphaflegu hugmyndinni um útboðið sem byggði á því að stærri aðilar, langtímafjárfestar, kæmu frekar að útboðinu.  Raunin varð hins vegar sú að  140 litlu aðilar keyptu rúmlega 30 prósent bréfanna. Til samanburðar keyptu lífeyrissjóðir rúm 37 prósent. 

Samtals var um að ræða tæplega 7 prósenta hlut í bankanum sem þessir 140 aðilar keyptu með afslætti fyrir rúmlega 16 milljarða króna. Ekki liggur fyrir hvaða aðilar þetta voru þar sem Íslandsbanki hefur sagt að ekki sé lagaheimild til að greina frá því hverjir tóku þátt í útboðinu. Á meðan listinn er óbirtur hvílir leynd yfir því hverjir fengu að kaupa þessi bréf. 

Hluthafinn komst lítið áfram

Samkvæmt hlutafélagalögum mega eigendur hlutafélaga kynna sér hlutaskrá fyrirtækisins á skrifstofu þess. Ekki er hins vegar nákvæmlega kveðið á um það í lögunum hvernig skoðunin á hluthafalistanum á og má fara fram. Samkvæmt manninum sem vildi kynna sér hluthafalista Íslandsbanka þá var erfitt fyrir hann að gera sjálfstæða athugun á listanum þar sem hann mátti ekki fletta í honum sjálfur, hann mátti ekki afrita hann og starfsmaður bankans var með honum allan tímann og stýrði skoðuninni á hluthafalistanum. 

„Til þess að heimila afritun eða gagnavinnslu þyrfti að koma til lagaheimild“
Svar Íslandsbanka

Um þetta sagði maðurinn: „Ég hefði viljað hafa gögnin á borðinu og ég hefði viljað taka minn tíma í þetta. Ég get ekki skoðað eldri hluthafalista, ég get ekki séð hverjir keyptu eða einhverja sögu og ég gat ekki verið klukkutíma að skoða þetta. Maður er þarna með manneskju og hún segir við mann, viltu að ég skrolli, viltu að ég fletti upp á þessu. Ég fékk aldrei að snerta músina. Ég get ekkert unnið með þessar upplýsingar. Þetta er flott show en þetta hafði ekkert upp á sig fyrir mig. Ég get farið aftur í dag en þá kemur spurningin: Hversu miklum tíma nenni ég að eyða í þetta? Þetta hjálpar ekkert við að svara þeirri spurningu hverjir voru að kaupa.“

Engin lagaheimild til afritunar

Samkvæmt svarinu frá Íslandsbanka er ekki heimild í lögum fyrir því að hluthafar megi afrita hlutaskránna þó heimildin um að kynna sér hana sé sannarlega til staðar. Orðrétt segir bankinn:  „Samkvæmt lögum hafa hluthafar aðgang að hlutaskrá og mega kynna sér efni hennar. Í því felst hvorki heimild til afritunar, ljósmyndunar eða gagnavinnslu. Til þess að heimila afritun eða gagnavinnslu þyrfti að koma til lagaheimild. Til þess ber jafnframt að líta að persónuverndarlög kynnu að takmarka allar slíkar heimildir, þar sem að í hluthafalista er að finna persónugreindar upplýsingar.

Ráðherrar vilja birta listann

Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa kallað eftir því að hluthafalistinn verði birtur.

Katrín hefur sagt að jafnvel þurfi að breyta lögum til að hægt sé að birta listann. Hún hefur sagt um málið: „Hins vegar er það algerlega ljóst af minni hálfu að þegar ríkiseign á borð við Íslandsbanka er seld þá á að liggja fyrir hverjir keyptu. Það eru upplýsingar sem íslenskur almenningur á heimtingu á. Ef einhver tæknileg atriði valda því að Bankasýsla ríkisins telur sig ekki geta birt þær upplýsingar tel ég réttast að Alþingi geri viðeigandi breytingar á lagaumhverfi þannig að unnt sé að birta þær því að annað gengur ekki.“

Bjarni hefur sagt að hann vonist til að hægt verði að birta hluthafalistann ef lög heimila það og kallaði hann eftir honum með bréfi til Bankasýslu ríkisins í lok mars. Samkvæmt síðustu fréttum hefur Bankasýsla ríkisins ekki svarað fjármálaráðherra um þetta erindi hans. 

Stjórnarformaður bankasýslunnar, Lárus Blöndal, og forstjórinn, Jón Gunnar Jónsson, eru hins vegar í viðtali á vef Morgunblaðsins í dag og þar kemur fram að ólíklegt sé að stofnunin hafi heimild til að birta hluthafalistann. Svar Lárusar er hins vegar ekki endanlegt eða formlegt og mun stofnunin væntanlega svara fjármálaráðherra með þartilgerðum hætti. Þetta mat Bankasýslunnar byggir hins vegar á lögfræðiáliti og áliti frá Íslandsbanka sjálfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AV
    Arndís Valgarðsdóttir skrifaði
    Þetta verður aldrei birt almenningi en hvar er lagaheimild til að banna?
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Nú á Kata að taka á sig rögg og rifta kaupunum laga skilmála og selja aftur án afsláttar og pukurs sumra.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár