Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Wannsee-höllin — á þessum friðsæla stað voru skipulögð fjöldamorð af ískaldri og vélrænni nákvæmni eins og um hver önnur skrifstofustörf væri að ræða.

Það gerðist fyrir sléttum 80 árum.

Fimmtán karlar á miðjum aldri komu saman á ráðstefnu í svolítilli höll við Wannsee-vatn spölkorn suðvestur af Berlín. Við vatnið voru og eru Berlínarbúar vanir að hafa það huggulegt og njóta útilífs en þá var hávetur og ekki margir á ferli sem fylgdust með hverri svartri límúsínunni af annarri renna að höllinni aftanverðri og ganga inn með skjalatöskur sínar.

En þeir fáu sem fylgdust með bílunum koma hefðu sjálfsagt ekki getað ímyndað sér hvað var að hefjast þennan þriðjudagsmorgun 20. janúar 1942.

Fundurinn var haldinn undir merkjum SS-sveitanna sem voru þá orðnar allsráðandi í þýskri stjórnsýslu.

Þarna voru sex háttsettir SS-menn og stýrði sá æðsti þeirra fundinum, illmennið Reinhard Heydrich, sérlegur aðstoðarmaður Heinrichs Himmlers yfirmanns SS og auk þess yfirmaður sameinaðrar öryggislögreglu ríkisins, RSHA.

Níu fulltrúar ríkisins voru mættir, aðstoðarráðherrar eða ráðuneytisstjórar í helstu ráðuneytum.

Og fundarefnið var einfalt:

Að skipuleggja morð á milljónum manna.

Allt frá því að nasistar náðu völdum í Þýskalandi 1933 höfðu þeir ofsótt Gyðinga, eins og þeir höfðu reyndar lofað hátíðlega árum saman að þeir myndu gera. Ofsóknirnir stigmögnuðust með hverju árinu og urðu grimmilegri og ofsafengnari. Æ fleiri létu lífið, þótt það færi að mestu leynt fyrstu árin.

Þegar árásarstríð Þjóðverja inn í Pólland hófst í september 1939 sendu Þjóðverjar á hæla hersveita sinna sérsveitir sem höfðu þann eina tilgang að smala saman og drepa Gyðinga. Sama varð upp á teningnum og í mun ríkari mæli þegar innrásin í Sovétríkin hófst sumarið 1941.

Þá mátti heita ljóst að fjöldamorð á Gyðingum voru beinlínis stefna Þjóðverja. Og hér nægir ekki að tala eingöngu um Nasistaflokkinn því þegar innrásin hófst hafði herinn gengið fúslega til samstarfs við SS-sveitirnar og sérsveitirnar um að Gyðinga skyldi drepa.

Þetta var hins vegar ekki viðurkennt opinberlega og stjórn Hitlers var nokkuð lengi að ákveða hvernig skyldi standa að Gyðingamorðunum. Hitler sjálfur mun um tíma hafa verið hlynntur því að flytja þá alla á staði skammt að baki víglínunnar í Rússlandi og skjóta þá þar og fullyrða að um væri að ræða skæruliða — eða hryðjuverkamenn.

Það var hins vegar varla gerlegt að halda upp miklum járnbrautarferðum svo langt austur, og því var loks ákveðið að setja upp sérstakar útrýmingarbúðir — ekki síst í Póllandi eða „Generalgouvornement“ — og myrða þar á færibandi.

Það var ekkert smáræðisverk að skipuleggja útrýmingu milljóna manna.Hér má sjá fangabúðir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld. Rauðu deplarnir eru hinar eiginlegu dauðabúðir sem fóru á fullt eftir fundinn í Wannsee. En í þeim öllum var fjöldi fólks tekinn af lífi.

Og til þess að skipuleggja þau fjöldamorð var fundurinn í Wannsee haldinn.

Þar átti að skipuleggja „lokalausnina“ á „Gyðingavandamálinu“.

Rétt er að geta þess að í sjálfu sér var ekkert nýtt ákveðið í Wannsee. Það var búið að marka stefnuna og að stefnt skyldi að útrýmingu allra Gyðinga, og líka í stórum dráttum um hvernig það skyldi gert.

Það var til dæmis búið að semja við þýsku járnbrautirnar um aðkomu þeirra að fjöldaflutningum Gyðinga austur á bóginn og í útrýmingarbúðirnar. Þess vegna var enginn fulltrúi þeirra í Wannsee.

Og það var líka löngu búið að tryggja fulla samvinnu hersins, eins og ég nefndi áðan.

Þess vegna voru heldur engir herforingjar í Wannsee.

En þegar 15-menningarnir fóru frá Wannsee seinnipartinn var allt klappað og klárt og allir vissu nú hvaða hlutverki þeir áttu að gegna í morðvélinni sem svo malaði allt til stríðsloka.

Löngu eftir að stríðsgæfan snerist gegn Þjóðverjum og það hefði verið miklu vænlegra fyrir þá að hætta að eyða orku og kröftum í að drepa Gyðinga, en einbeita sér að vörnum ríkisins, þá hélt vélin frá Wannsee samt áfram að mala og raunar nánast fram á síðasta dag.

Að drepa Gyðinga var mikilvægara fyrir nasista en að vernda líf Þjóðverja.

Margt hefur maðurinn á samviskunni en eitt það allra skelfilegasta hlýtur að vera fundurinn í Wannsee. Að þar komi saman 15 óvitlausir menn að mestu og eyði í það deginum að skipuleggja í smáatriðum morð á milljónum kvenna, karla, barna — og svo er kaffihlé og haldið áfram — það er einhvern veginn skelfilegra en orð fá lýst.

Og sýnir út í hvaða myrkviði mannssálin getur leiðst ef hún gætir sín ekki.

Hverjir voru mættir?

Heydrich

Reinhard Heydrich — yfirmaður RSHA. Jafnframt öðrum störfum var hann landstjóri Þjóðverja í Prag og þar var hann myrtur af tékkneskum útsendurum frá London í júní 1942.

Otto Hofmann — yfirmaður kynþáttaskrifstofu SS. Árið 1948 var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1954. Ekki hef ég skýringar á þeirri mildi. Hann starfaði síðan sem skrifstofumaður og lést 1982.

Heinrich Müller — yfirmaður Gestapo og innsti koppur í búri í Gyðingamorðunum. Hann hvarf í stríðslok og líklega féll hann á lokadögunum í Berlín eða nágrenni. Ýmsar sögur eru þó til um að hann hafi komist undan og lifað vel og lengi síðan.

Adolf Eichmann — yfirmaður Gyðingadeildar SS. Þá undirmaður Müllers en gegndi æ stærra hlutverki við skipulagningu morðanna. Handsamaður af ísraelskum leyniþjónustumönnum í Argentínu 1960 og tekinn af lífi eftir dauðadóm 1962.

Schöngarth

Karl Eberhard Schöngarth — yfirmaður morðsveita í Póllandi og víðar. Bar persónulega ábyrgð á dauða þúsunda Gyðinga en var tekinn af lífi 1948 fyrir morð á enskum flugmanni í Hollandi 1944.

Rudolf Lange — háttsettur í RSHA og sérsveitum SS. Annaðist meðal annars morð á lettneskum Gyðingum. Féll eða framdi sjálfsmorð í Poznan í Póllandi í febrúr 1945 þegar hersveitir Rauða hersins lögðu undir borgina.

Gerhard Klöpfer — var í SS en mætti til Wannsee sem næstæðsti embættismaður Ríkiskanslaraskrifstofunnar á eftir Martin Bormann. Klöpfer var handtekinn eftir stríðið og ákærður fyrir stríðsglæpi en látinn laus vegna skorts á sönnunum. Hann gerðist lögfræðingur og dó 1987, síðastur þeirra sem sátu Wannsee-fundinn.

Freisler

Roland Freisler — aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu og einn helsti dómari Þýskalands. Lét dæma til dauða fjölda andstæðinga Hitlers. Féll í loftrás bandamanna á Berlín í febrúar 1945.

Georg Leibbrandt — aðstoðarráðherra hernumdu svæðnna í austri. Ákærður fyrir að eiga þátt í útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1950. Hann lést 1982.

Alfred Mayer — vann í sama ráðuneyti. Hann svipti sig lífi rétt fyrir stríðslok.

Josef Bühler — aðstoðarráðherra Póllandsmála. Hann féll í hendur Pólverja í stríðslok og þeir voru ekki jafn miskunnsamir og sumir dómstólar vestar í Evrópu. Bühler var tekinn af lífi 1948.

Wilhelm Stuckart — innanríkisráðuneytinu. Hann var dreginn fyrir dóm bandamanna eftir stríð en látinn laus 1949. Árið 1953 dó hann í bílslysi í Hannover. Grunsemdir eru um að útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar hafi sviðsett bílslysið en það hefur þó ekki sannast.

Erich Neumann — aðstoðarráðherra áætlanagerðar. Handtekinn eftir stríð en látinn laus vegna heilsuleysis 1948 og dó skömmu síðar.

Kritzinger

Friedrich Kritzinger — ráðuneytisstjóri í Ríkiskansellínu. Rétt eftir Wannsee-fundinn reyndi hann að segja af sér og hafa sumir talið að honum hafi blöskrað það sem þar fór fram. Engar sannanir eru þó til um þá afstöðu. Honum var neitað um að láta af störfum og hélt þá áfram störfum, meðal annars að málum sem lutu að niðurstöðum Wannsee-fundarins. Eftir stríð lýsti hann því yfir að hann skammaðist sín fyrir voðaverk nasista. Hann var þó dreginn fyrir dóm en látinn laus vegna heilsuleysis og dó 1947.

Martin Luther — aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Það er næsta kaldhæðnislegt að alnafni hins víðkunna siðbreytingamanns Martins Luthers skuli hafa setið Wannsee-fundinn, því siðbreytingamaðurinn var jú ákafur og stækur Gyðingahatari.

Þessi Martin Luther var þó ekki svo vitað sé afkomandi nafna síns af 16. öld, enda bæði „Martin“ og „Luther“ algeng nöfn.

Luther fékk það hlutverk eftir Wannsee-fundinn að sannfæra leppríki Þýskalands um að vera dugleg við að senda Gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Árið 1944 var hann sendur í fangabúðirnar Sachsenhausen eftir að hafa gert tilraun til að ryðja yfirmanni sínum Ribbentrop utanríkisráðherra úr stóli. Hann var um síðir frelsaður (ásamt Leifi Müller og fleirum) af Rússum í apríl 1945 en dó fjórum vikum síðar eftir hjartaáfall.

Árið 1947 fannst í skjalasafni Luthers fundargerð frá Wannsee-fundinum sem Heydrich hafði látið senda öllum þátttakendum.

Þannig frétti umheimurinn af fundinum.

Skjal sem Eichmann lagði fram í Wannsee.Þarna eru tíundir allir Gyðingar sem átti að drepa, einnig í löndum sem Þýskaland hafði ekki enn náð yfirráðum yfir. 11 milljónir skyldu myrtar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjorn Hilmarsson skrifaði
    Á maður sem sagt ekki að kalla fólk Nazista sem maður er ósammála?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu