Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 27. maí.
Wannsee-höllin— á þessum friðsæla stað voru skipulögð fjöldamorð af ískaldri og vélrænni nákvæmni eins og um hver önnur skrifstofustörf væri að ræða.
Það gerðist fyrir sléttum 80 árum.
Fimmtán karlar á miðjum aldri komu saman á ráðstefnu í svolítilli höll við Wannsee-vatn spölkorn suðvestur af Berlín. Við vatnið voru og eru Berlínarbúar vanir að hafa það huggulegt og njóta útilífs en þá var hávetur og ekki margir á ferli sem fylgdust með hverri svartri límúsínunni af annarri renna að höllinni aftanverðri og ganga inn með skjalatöskur sínar.
En þeir fáu sem fylgdust með bílunum koma hefðu sjálfsagt ekki getað ímyndað sér hvað var að hefjast þennan þriðjudagsmorgun 20. janúar 1942.
Fundurinn var haldinn undir merkjum SS-sveitanna sem voru þá orðnar allsráðandi í þýskri stjórnsýslu.
Þarna voru sex háttsettir SS-menn og stýrði sá æðsti þeirra fundinum, illmennið Reinhard Heydrich, sérlegur aðstoðarmaður Heinrichs Himmlers yfirmanns SS og auk þess yfirmaður sameinaðrar öryggislögreglu ríkisins, RSHA.
Níu fulltrúar ríkisins voru mættir, aðstoðarráðherrar eða ráðuneytisstjórar í helstu ráðuneytum.
Og fundarefnið var einfalt:
Að skipuleggja morð á milljónum manna.
Allt frá því að nasistar náðu völdum í Þýskalandi 1933 höfðu þeir ofsótt Gyðinga, eins og þeir höfðu reyndar lofað hátíðlega árum saman að þeir myndu gera. Ofsóknirnir stigmögnuðust með hverju árinu og urðu grimmilegri og ofsafengnari. Æ fleiri létu lífið, þótt það færi að mestu leynt fyrstu árin.
Þegar árásarstríð Þjóðverja inn í Pólland hófst í september 1939 sendu Þjóðverjar á hæla hersveita sinna sérsveitir sem höfðu þann eina tilgang að smala saman og drepa Gyðinga. Sama varð upp á teningnum og í mun ríkari mæli þegar innrásin í Sovétríkin hófst sumarið 1941.
Þá mátti heita ljóst að fjöldamorð á Gyðingum voru beinlínis stefna Þjóðverja. Og hér nægir ekki að tala eingöngu um Nasistaflokkinn því þegar innrásin hófst hafði herinn gengið fúslega til samstarfs við SS-sveitirnar og sérsveitirnar um að Gyðinga skyldi drepa.
Þetta var hins vegar ekki viðurkennt opinberlega og stjórn Hitlers var nokkuð lengi að ákveða hvernig skyldi standa að Gyðingamorðunum. Hitler sjálfur mun um tíma hafa verið hlynntur því að flytja þá alla á staði skammt að baki víglínunnar í Rússlandi og skjóta þá þar og fullyrða að um væri að ræða skæruliða — eða hryðjuverkamenn.
Það var hins vegar varla gerlegt að halda upp miklum járnbrautarferðum svo langt austur, og því var loks ákveðið að setja upp sérstakar útrýmingarbúðir — ekki síst í Póllandi eða „Generalgouvornement“ — og myrða þar á færibandi.
Það var ekkert smáræðisverk að skipuleggja útrýmingu milljóna manna.Hér má sjá fangabúðir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld. Rauðu deplarnir eru hinar eiginlegu dauðabúðir sem fóru á fullt eftir fundinn í Wannsee. En í þeim öllum var fjöldi fólks tekinn af lífi.
Og til þess að skipuleggja þau fjöldamorð var fundurinn í Wannsee haldinn.
Þar átti að skipuleggja „lokalausnina“ á „Gyðingavandamálinu“.
Rétt er að geta þess að í sjálfu sér var ekkert nýtt ákveðið í Wannsee. Það var búið að marka stefnuna og að stefnt skyldi að útrýmingu allra Gyðinga, og líka í stórum dráttum um hvernig það skyldi gert.
Það var til dæmis búið að semja við þýsku járnbrautirnar um aðkomu þeirra að fjöldaflutningum Gyðinga austur á bóginn og í útrýmingarbúðirnar. Þess vegna var enginn fulltrúi þeirra í Wannsee.
Og það var líka löngu búið að tryggja fulla samvinnu hersins, eins og ég nefndi áðan.
Þess vegna voru heldur engir herforingjar í Wannsee.
En þegar 15-menningarnir fóru frá Wannsee seinnipartinn var allt klappað og klárt og allir vissu nú hvaða hlutverki þeir áttu að gegna í morðvélinni sem svo malaði allt til stríðsloka.
Löngu eftir að stríðsgæfan snerist gegn Þjóðverjum og það hefði verið miklu vænlegra fyrir þá að hætta að eyða orku og kröftum í að drepa Gyðinga, en einbeita sér að vörnum ríkisins, þá hélt vélin frá Wannsee samt áfram að mala og raunar nánast fram á síðasta dag.
Að drepa Gyðinga var mikilvægara fyrir nasista en að vernda líf Þjóðverja.
Margt hefur maðurinn á samviskunni en eitt það allra skelfilegasta hlýtur að vera fundurinn í Wannsee. Að þar komi saman 15 óvitlausir menn að mestu og eyði í það deginum að skipuleggja í smáatriðum morð á milljónum kvenna, karla, barna — og svo er kaffihlé og haldið áfram — það er einhvern veginn skelfilegra en orð fá lýst.
Og sýnir út í hvaða myrkviði mannssálin getur leiðst ef hún gætir sín ekki.
Hverjir voru mættir?
Heydrich
Reinhard Heydrich — yfirmaður RSHA. Jafnframt öðrum störfum var hann landstjóri Þjóðverja í Prag og þar var hann myrtur af tékkneskum útsendurum frá London í júní 1942.
Otto Hofmann — yfirmaður kynþáttaskrifstofu SS. Árið 1948 var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1954. Ekki hef ég skýringar á þeirri mildi. Hann starfaði síðan sem skrifstofumaður og lést 1982.
Heinrich Müller — yfirmaður Gestapo og innsti koppur í búri í Gyðingamorðunum. Hann hvarf í stríðslok og líklega féll hann á lokadögunum í Berlín eða nágrenni. Ýmsar sögur eru þó til um að hann hafi komist undan og lifað vel og lengi síðan.
Adolf Eichmann — yfirmaður Gyðingadeildar SS. Þá undirmaður Müllers en gegndi æ stærra hlutverki við skipulagningu morðanna. Handsamaður af ísraelskum leyniþjónustumönnum í Argentínu 1960 og tekinn af lífi eftir dauðadóm 1962.
Schöngarth
Karl Eberhard Schöngarth — yfirmaður morðsveita í Póllandi og víðar. Bar persónulega ábyrgð á dauða þúsunda Gyðinga en var tekinn af lífi 1948 fyrir morð á enskum flugmanni í Hollandi 1944.
Rudolf Lange — háttsettur í RSHA og sérsveitum SS. Annaðist meðal annars morð á lettneskum Gyðingum. Féll eða framdi sjálfsmorð í Poznan í Póllandi í febrúr 1945 þegar hersveitir Rauða hersins lögðu undir borgina.
Gerhard Klöpfer — var í SS en mætti til Wannsee sem næstæðsti embættismaður Ríkiskanslaraskrifstofunnar á eftir Martin Bormann. Klöpfer var handtekinn eftir stríðið og ákærður fyrir stríðsglæpi en látinn laus vegna skorts á sönnunum. Hann gerðist lögfræðingur og dó 1987, síðastur þeirra sem sátu Wannsee-fundinn.
Freisler
Roland Freisler — aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu og einn helsti dómari Þýskalands. Lét dæma til dauða fjölda andstæðinga Hitlers. Féll í loftrás bandamanna á Berlín í febrúar 1945.
Georg Leibbrandt — aðstoðarráðherra hernumdu svæðnna í austri. Ákærður fyrir að eiga þátt í útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1950. Hann lést 1982.
Alfred Mayer — vann í sama ráðuneyti. Hann svipti sig lífi rétt fyrir stríðslok.
Josef Bühler — aðstoðarráðherra Póllandsmála. Hann féll í hendur Pólverja í stríðslok og þeir voru ekki jafn miskunnsamir og sumir dómstólar vestar í Evrópu. Bühler var tekinn af lífi 1948.
Wilhelm Stuckart — innanríkisráðuneytinu. Hann var dreginn fyrir dóm bandamanna eftir stríð en látinn laus 1949. Árið 1953 dó hann í bílslysi í Hannover. Grunsemdir eru um að útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar hafi sviðsett bílslysið en það hefur þó ekki sannast.
Erich Neumann — aðstoðarráðherra áætlanagerðar. Handtekinn eftir stríð en látinn laus vegna heilsuleysis 1948 og dó skömmu síðar.
Kritzinger
Friedrich Kritzinger — ráðuneytisstjóri í Ríkiskansellínu. Rétt eftir Wannsee-fundinn reyndi hann að segja af sér og hafa sumir talið að honum hafi blöskrað það sem þar fór fram. Engar sannanir eru þó til um þá afstöðu. Honum var neitað um að láta af störfum og hélt þá áfram störfum, meðal annars að málum sem lutu að niðurstöðum Wannsee-fundarins. Eftir stríð lýsti hann því yfir að hann skammaðist sín fyrir voðaverk nasista. Hann var þó dreginn fyrir dóm en látinn laus vegna heilsuleysis og dó 1947.
Martin Luther — aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Það er næsta kaldhæðnislegt að alnafni hins víðkunna siðbreytingamanns Martins Luthers skuli hafa setið Wannsee-fundinn, því siðbreytingamaðurinn var jú ákafur og stækur Gyðingahatari.
Þessi Martin Luther var þó ekki svo vitað sé afkomandi nafna síns af 16. öld, enda bæði „Martin“ og „Luther“ algeng nöfn.
Luther fékk það hlutverk eftir Wannsee-fundinn að sannfæra leppríki Þýskalands um að vera dugleg við að senda Gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Árið 1944 var hann sendur í fangabúðirnar Sachsenhausen eftir að hafa gert tilraun til að ryðja yfirmanni sínum Ribbentrop utanríkisráðherra úr stóli. Hann var um síðir frelsaður (ásamt Leifi Müller og fleirum) af Rússum í apríl 1945 en dó fjórum vikum síðar eftir hjartaáfall.
Árið 1947 fannst í skjalasafni Luthers fundargerð frá Wannsee-fundinum sem Heydrich hafði látið senda öllum þátttakendum.
Þannig frétti umheimurinn af fundinum.
Skjal sem Eichmann lagði fram í Wannsee.Þarna eru tíundir allir Gyðingar sem átti að drepa, einnig í löndum sem Þýskaland hafði ekki enn náð yfirráðum yfir. 11 milljónir skyldu myrtar.
Á maður sem sagt ekki að kalla fólk Nazista sem maður er ósammála?
0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Í síðasta blaði hóf Illugi Jökulsson að kanna styrjaldarsögu Rússlands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sífellt sætt grimmum árásum frá erlendum ríkjum, ekki síst Vesturlöndum. Því sé eðlilegt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuðpúða“ gegn hinni miskunnarlausu ásælni vestrænna stórvelda. Í fyrri greininni höfðu ekki fundist slík dæmi, því oftar en ekki voru það Rússar sem sóttu fram en vörðust ei. En í frásögninni var komið fram á 19. öld.
Flækjusagan
Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkusprengjum hefur fækkað mjög í vopnabúrum helstu stórveldanna síðustu áratugi. En vonandi fækkar þeim brátt enn meira og hverfa loks alveg.
Flækjusagan
1
Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Stuðningsmenn Rússa halda því gjarnan fram að eðlilegt sé að Rússar vilji hafa „stuðpúða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rússneska ríkið og rússneska þjóðin verið nánast á heljarþröm eftir grimmar innrásir úr vestri.
Flækjusagan
5
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Liza Alexandra-Zorina er rússneskur rithöfundur sem nú býr erlendis, enda andstæðingur Pútins. Árið 2017 skrifaði hún merkilega grein um sálarástand þjóðar sinnar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merkilegt dæmi um að andstæðingar Pútins í Rússlandi leita aldrei skýringa á hörmungum landsins, sem nú hafa brotist út með stríðinu í Úkraínu, í „útþenslu NATO til austurs“ eða „einangrun Rússlands“ eða „öryggisþörf rússnesku þjóðarinnar“. Hinir hugrökku stjórnarandstæðingar í Rússlandi sjá skýringuna eingöngu í alltumlykjandi alræði stjórnar Pútins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástandið en stjórnmálaskýrendur á Vesturlöndum.
Flækjusagan
2
Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Freigátunni Hetman Sahaidachny sökkt í höfninni í Mykolaiv svo hún félli ekki í hendur Pútins
Flækjusagan
„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berjast gegn árásinni á Úkraínu. Svo hljóðar það: „Við — Rússar — viljum vera þjóð friðar. En því miður myndu fáir kalla okkur það núna. En við skulum að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af raggeitum sem þykjast ekki...
Mest lesið
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
Mest deilt
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
2
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
Oddvitar Reykjavíkurframboðanna eru flestir sammála um að bæta eigi almenningssamgöngur og aðeins einn sagðist vera á móti Borgarlínu. Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, vill greiða götu einkabílsins og hætta við Borgarlínu.
5
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
6
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
Borgarstjóraefni flokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum um helgina mætast í kappræðum sem streymt verður á vef Stundarinnar í dag. Lokasprettur kosningabaráttunnar er genginn í garð og verða oddvitarnir krafðir svara um hvernig þeir ætla að koma sínum stefnumálum til framkvæmda.
Mest lesið í vikunni
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn deildi um ábyrgð á hækkun húsnæðisverðs. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagði fulltrúa minnihlutans ekki kunna að skammast sín.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
5
Aðsent
Hilmar Þór Hilmarsson
Kjarnorkustríð í Úkraínu?
Aldrei fyrr hefur heimurinn komist jafnnálægt kjarnorkustríði, segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor.
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
„Ég hjóla nú töluvert,“ segir Kjartan Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Netverjar vilja meina að hjálmur sem hann sést skarta í kosningamyndbandi flokksins snúi öfugt. Fyrirséð er að samstaða sé þvert á flokka um aukna innviði fyrir hjólandi Reykvíkinga á komandi kjörtímabili
Mest lesið í mánuðinum
1
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í mars var ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur dreift til flokksmanna. Þar var rætt um vinnu manns hennar, Jóns Skaftasonar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ásgeir verður hluti af prókjörsbaráttu í flokknum.
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
3
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 býður upp á greiningu á svörum almennings og sigtun á mikilvægustu spurningunum.
4
Fréttir
7
Systurnar berjast fyrir bótunum
„Æskunni var rænt af okkur. Við höfum aldrei átt eðlilegt líf,“ segja systurnar Anna og Linda Kjartansdætur, sem ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi og stjúpmóður sem var dæmd fyrir að misþyrma þeim. Bótasjóður vildi ekki greiða út miskabætur því brot föður þeirra voru framin erlendis og hefur ekki enn svarað kröfum vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Úps, hann gerði það, aftur. Seldi ættingjum ríkiseignir, aftur. Vissi ekki neitt um neitt, aftur.
6
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Eigin Konur#81
Patrekur
Patrekur bjó með móður sinni og stjúpföður þegar hann reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun. Helga Sif er móðir Patreks, en hún steig fram í viðtali við Eigin konur þann 25. apríl og lýsti ofbeldi föðurins. Patrekur stígur nú fram í stuttu viðtali við Eigin konur og segir sárt að ekki hafi verið hlustað á sig eða systkini sín í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
Nýtt á Stundinni
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Í þessum síðari hluta beini ég sjónum mínum að marxískum kenningum um heimsvaldastefnu og mannkynssögu. Þær verða gagnrýndar nokkuð harkalega, ekki síst í þeirri mynd sem Þórarinn Hjartarson dregur upp af þeim. Hin illa Ameríka og „heimsvaldastefnan“. Þórarinn heldur því fram að meint áróðursmaskína Bandaríkjanna villi mönnum sýn í Úkraínumálinu. En honum dettur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Friðmey Spjóts (Britney Spears) söng sem frægt er orðið í orðastað stelpunnar sem gerði sömu mistökin aftur og aftur, lék sér að hjörtum pilta. Æði margir vinstrisósíalistar eru andleg skyldmenni stelpugæsarinnar. Þeir lágu flatir fyrir alræðisherrum og fjöldamorðingjum á borð við Stalín og Maó, hlustuðu ekki á gagnrýni en kokgleyptu áróðri alræðisins. Í landi Kremlarbóndans, Stalíns, væri „líbblegur litur í...
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
PistillÚkraínustríðið
Hilmar Þór Hilmarsson
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Stríð í Úkraínu vekur spurningar um stöðu landsins í Evrópu og stækkun NATO. Fyrir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvorug stofnunin var tilbúin að tímasetja líklega aðild. Nú er spurning um hvað stjórnvöld í Úkraínu eru tilbúin að semja. Of mikla eftirgjöf við Rússa mætti ekki aðeins túlka sem ósigur Úkraínu heldur líka ósigur Bandaríkjanna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir unga konan sem er til vinstri á myndinni? Fornafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Hver er elsti banki landsins, stofnaður 1885? 2. Árið 1980 gaf fyrirtækið Kreditkort út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Hvað nefndist það kort? 3. Ungur Norðmaður er nú að ganga til liðs við karlalið Manchester City í fótbolta. Hvað heitir hann? 4. Sami maðurinn...
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Jón Trausti Reynisson
Þetta er það sem Einar getur gert
Skynsamleg niðurstaða meirihlutaviðræðna virðist liggja í augum uppi.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Pálminn úr höndum Framsóknar?
Eftir ákvörðum Vinstri grænna um að sitja í minnihluta á komandi kjörtímabili og útilokun Pírata á Sjálfstæðisflokknum og Sósíalista á samstarfi við hann og Viðreisn, er lítið annað í stöðunni en meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar.
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
Þrautir10 af öllu tagi
1
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Hér snúast allar spurningar um Stalín eða eitthvað sem honum tilheyrir. Fyrri aukaspurning: Í sjónvarpsseríu frá 1994 fór víðfrægur breskur leikari með hlutverk Stalíns. Hann má sjá hér að ofan. Hver er leikarinn? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins, fæddist Stalín? 2. Stalín var af óbreyttu alþýðufólki. Faðir hans starfaði við ... hvað? 3. ...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir (1)