Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Wannsee-höllin — á þessum friðsæla stað voru skipulögð fjöldamorð af ískaldri og vélrænni nákvæmni eins og um hver önnur skrifstofustörf væri að ræða.

Það gerðist fyrir sléttum 80 árum.

Fimmtán karlar á miðjum aldri komu saman á ráðstefnu í svolítilli höll við Wannsee-vatn spölkorn suðvestur af Berlín. Við vatnið voru og eru Berlínarbúar vanir að hafa það huggulegt og njóta útilífs en þá var hávetur og ekki margir á ferli sem fylgdust með hverri svartri límúsínunni af annarri renna að höllinni aftanverðri og ganga inn með skjalatöskur sínar.

En þeir fáu sem fylgdust með bílunum koma hefðu sjálfsagt ekki getað ímyndað sér hvað var að hefjast þennan þriðjudagsmorgun 20. janúar 1942.

Fundurinn var haldinn undir merkjum SS-sveitanna sem voru þá orðnar allsráðandi í þýskri stjórnsýslu.

Þarna voru sex háttsettir SS-menn og stýrði sá æðsti þeirra fundinum, illmennið Reinhard Heydrich, sérlegur aðstoðarmaður Heinrichs Himmlers yfirmanns SS og auk þess yfirmaður sameinaðrar öryggislögreglu ríkisins, RSHA.

Níu fulltrúar ríkisins voru mættir, aðstoðarráðherrar eða ráðuneytisstjórar í helstu ráðuneytum.

Og fundarefnið var einfalt:

Að skipuleggja morð á milljónum manna.

Allt frá því að nasistar náðu völdum í Þýskalandi 1933 höfðu þeir ofsótt Gyðinga, eins og þeir höfðu reyndar lofað hátíðlega árum saman að þeir myndu gera. Ofsóknirnir stigmögnuðust með hverju árinu og urðu grimmilegri og ofsafengnari. Æ fleiri létu lífið, þótt það færi að mestu leynt fyrstu árin.

Þegar árásarstríð Þjóðverja inn í Pólland hófst í september 1939 sendu Þjóðverjar á hæla hersveita sinna sérsveitir sem höfðu þann eina tilgang að smala saman og drepa Gyðinga. Sama varð upp á teningnum og í mun ríkari mæli þegar innrásin í Sovétríkin hófst sumarið 1941.

Þá mátti heita ljóst að fjöldamorð á Gyðingum voru beinlínis stefna Þjóðverja. Og hér nægir ekki að tala eingöngu um Nasistaflokkinn því þegar innrásin hófst hafði herinn gengið fúslega til samstarfs við SS-sveitirnar og sérsveitirnar um að Gyðinga skyldi drepa.

Þetta var hins vegar ekki viðurkennt opinberlega og stjórn Hitlers var nokkuð lengi að ákveða hvernig skyldi standa að Gyðingamorðunum. Hitler sjálfur mun um tíma hafa verið hlynntur því að flytja þá alla á staði skammt að baki víglínunnar í Rússlandi og skjóta þá þar og fullyrða að um væri að ræða skæruliða — eða hryðjuverkamenn.

Það var hins vegar varla gerlegt að halda upp miklum járnbrautarferðum svo langt austur, og því var loks ákveðið að setja upp sérstakar útrýmingarbúðir — ekki síst í Póllandi eða „Generalgouvornement“ — og myrða þar á færibandi.

Það var ekkert smáræðisverk að skipuleggja útrýmingu milljóna manna.Hér má sjá fangabúðir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld. Rauðu deplarnir eru hinar eiginlegu dauðabúðir sem fóru á fullt eftir fundinn í Wannsee. En í þeim öllum var fjöldi fólks tekinn af lífi.

Og til þess að skipuleggja þau fjöldamorð var fundurinn í Wannsee haldinn.

Þar átti að skipuleggja „lokalausnina“ á „Gyðingavandamálinu“.

Rétt er að geta þess að í sjálfu sér var ekkert nýtt ákveðið í Wannsee. Það var búið að marka stefnuna og að stefnt skyldi að útrýmingu allra Gyðinga, og líka í stórum dráttum um hvernig það skyldi gert.

Það var til dæmis búið að semja við þýsku járnbrautirnar um aðkomu þeirra að fjöldaflutningum Gyðinga austur á bóginn og í útrýmingarbúðirnar. Þess vegna var enginn fulltrúi þeirra í Wannsee.

Og það var líka löngu búið að tryggja fulla samvinnu hersins, eins og ég nefndi áðan.

Þess vegna voru heldur engir herforingjar í Wannsee.

En þegar 15-menningarnir fóru frá Wannsee seinnipartinn var allt klappað og klárt og allir vissu nú hvaða hlutverki þeir áttu að gegna í morðvélinni sem svo malaði allt til stríðsloka.

Löngu eftir að stríðsgæfan snerist gegn Þjóðverjum og það hefði verið miklu vænlegra fyrir þá að hætta að eyða orku og kröftum í að drepa Gyðinga, en einbeita sér að vörnum ríkisins, þá hélt vélin frá Wannsee samt áfram að mala og raunar nánast fram á síðasta dag.

Að drepa Gyðinga var mikilvægara fyrir nasista en að vernda líf Þjóðverja.

Margt hefur maðurinn á samviskunni en eitt það allra skelfilegasta hlýtur að vera fundurinn í Wannsee. Að þar komi saman 15 óvitlausir menn að mestu og eyði í það deginum að skipuleggja í smáatriðum morð á milljónum kvenna, karla, barna — og svo er kaffihlé og haldið áfram — það er einhvern veginn skelfilegra en orð fá lýst.

Og sýnir út í hvaða myrkviði mannssálin getur leiðst ef hún gætir sín ekki.

Hverjir voru mættir?

Heydrich

Reinhard Heydrich — yfirmaður RSHA. Jafnframt öðrum störfum var hann landstjóri Þjóðverja í Prag og þar var hann myrtur af tékkneskum útsendurum frá London í júní 1942.

Otto Hofmann — yfirmaður kynþáttaskrifstofu SS. Árið 1948 var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1954. Ekki hef ég skýringar á þeirri mildi. Hann starfaði síðan sem skrifstofumaður og lést 1982.

Heinrich Müller — yfirmaður Gestapo og innsti koppur í búri í Gyðingamorðunum. Hann hvarf í stríðslok og líklega féll hann á lokadögunum í Berlín eða nágrenni. Ýmsar sögur eru þó til um að hann hafi komist undan og lifað vel og lengi síðan.

Adolf Eichmann — yfirmaður Gyðingadeildar SS. Þá undirmaður Müllers en gegndi æ stærra hlutverki við skipulagningu morðanna. Handsamaður af ísraelskum leyniþjónustumönnum í Argentínu 1960 og tekinn af lífi eftir dauðadóm 1962.

Schöngarth

Karl Eberhard Schöngarth — yfirmaður morðsveita í Póllandi og víðar. Bar persónulega ábyrgð á dauða þúsunda Gyðinga en var tekinn af lífi 1948 fyrir morð á enskum flugmanni í Hollandi 1944.

Rudolf Lange — háttsettur í RSHA og sérsveitum SS. Annaðist meðal annars morð á lettneskum Gyðingum. Féll eða framdi sjálfsmorð í Poznan í Póllandi í febrúr 1945 þegar hersveitir Rauða hersins lögðu undir borgina.

Gerhard Klöpfer — var í SS en mætti til Wannsee sem næstæðsti embættismaður Ríkiskanslaraskrifstofunnar á eftir Martin Bormann. Klöpfer var handtekinn eftir stríðið og ákærður fyrir stríðsglæpi en látinn laus vegna skorts á sönnunum. Hann gerðist lögfræðingur og dó 1987, síðastur þeirra sem sátu Wannsee-fundinn.

Freisler

Roland Freisler — aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu og einn helsti dómari Þýskalands. Lét dæma til dauða fjölda andstæðinga Hitlers. Féll í loftrás bandamanna á Berlín í febrúar 1945.

Georg Leibbrandt — aðstoðarráðherra hernumdu svæðnna í austri. Ákærður fyrir að eiga þátt í útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1950. Hann lést 1982.

Alfred Mayer — vann í sama ráðuneyti. Hann svipti sig lífi rétt fyrir stríðslok.

Josef Bühler — aðstoðarráðherra Póllandsmála. Hann féll í hendur Pólverja í stríðslok og þeir voru ekki jafn miskunnsamir og sumir dómstólar vestar í Evrópu. Bühler var tekinn af lífi 1948.

Wilhelm Stuckart — innanríkisráðuneytinu. Hann var dreginn fyrir dóm bandamanna eftir stríð en látinn laus 1949. Árið 1953 dó hann í bílslysi í Hannover. Grunsemdir eru um að útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar hafi sviðsett bílslysið en það hefur þó ekki sannast.

Erich Neumann — aðstoðarráðherra áætlanagerðar. Handtekinn eftir stríð en látinn laus vegna heilsuleysis 1948 og dó skömmu síðar.

Kritzinger

Friedrich Kritzinger — ráðuneytisstjóri í Ríkiskansellínu. Rétt eftir Wannsee-fundinn reyndi hann að segja af sér og hafa sumir talið að honum hafi blöskrað það sem þar fór fram. Engar sannanir eru þó til um þá afstöðu. Honum var neitað um að láta af störfum og hélt þá áfram störfum, meðal annars að málum sem lutu að niðurstöðum Wannsee-fundarins. Eftir stríð lýsti hann því yfir að hann skammaðist sín fyrir voðaverk nasista. Hann var þó dreginn fyrir dóm en látinn laus vegna heilsuleysis og dó 1947.

Martin Luther — aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Það er næsta kaldhæðnislegt að alnafni hins víðkunna siðbreytingamanns Martins Luthers skuli hafa setið Wannsee-fundinn, því siðbreytingamaðurinn var jú ákafur og stækur Gyðingahatari.

Þessi Martin Luther var þó ekki svo vitað sé afkomandi nafna síns af 16. öld, enda bæði „Martin“ og „Luther“ algeng nöfn.

Luther fékk það hlutverk eftir Wannsee-fundinn að sannfæra leppríki Þýskalands um að vera dugleg við að senda Gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Árið 1944 var hann sendur í fangabúðirnar Sachsenhausen eftir að hafa gert tilraun til að ryðja yfirmanni sínum Ribbentrop utanríkisráðherra úr stóli. Hann var um síðir frelsaður (ásamt Leifi Müller og fleirum) af Rússum í apríl 1945 en dó fjórum vikum síðar eftir hjartaáfall.

Árið 1947 fannst í skjalasafni Luthers fundargerð frá Wannsee-fundinum sem Heydrich hafði látið senda öllum þátttakendum.

Þannig frétti umheimurinn af fundinum.

Skjal sem Eichmann lagði fram í Wannsee.Þarna eru tíundir allir Gyðingar sem átti að drepa, einnig í löndum sem Þýskaland hafði ekki enn náð yfirráðum yfir. 11 milljónir skyldu myrtar.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjorn Hilmarsson skrifaði
    Á maður sem sagt ekki að kalla fólk Nazista sem maður er ósammála?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Eiga Rússar voða bágt?
Flækjusagan

Eiga Rúss­ar voða bágt?

Í síð­asta blaði hóf Ill­ugi Jök­uls­son að kanna styrj­ald­ar­sögu Rúss­lands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sí­fellt sætt grimm­um árás­um frá er­lend­um ríkj­um, ekki síst Vest­ur­lönd­um. Því sé eðli­legt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuð­púða“ gegn hinni mis­kunn­ar­lausu ásælni vest­rænna stór­velda. Í fyrri grein­inni höfðu ekki fund­ist slík dæmi, því oft­ar en ekki voru það Rúss­ar sem sóttu fram en vörð­ust ei. En í frá­sögn­inni var kom­ið fram á 19. öld.
Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Flækjusagan

Ef hið óhugs­andi ger­ist, hver á þá flest­ar kjarn­orku­sprengj­ur?

Kjarn­orku­sprengj­um hef­ur fækk­að mjög í vopna­búr­um helstu stór­veld­anna síð­ustu ára­tugi. En von­andi fækk­ar þeim brátt enn meira og hverfa loks al­veg.
Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Flækjusagan

Þurfa Rúss­ar að ótt­ast vestr­ið? Eða er það kannski öf­ugt?

Stuðn­ings­menn Rússa halda því gjarn­an fram að eðli­legt sé að Rúss­ar vilji hafa „stuð­púða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rúss­neska rík­ið og rúss­neska þjóð­in ver­ið nán­ast á helj­ar­þröm eft­ir grimm­ar inn­rás­ir úr vestri.
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Flækjusagan

Rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur: Af hverju láta Rúss­ar Pút­in yf­ir sig ganga?

Liza Al­ex­andra-Zor­ina er rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur sem nú býr er­lend­is, enda and­stæð­ing­ur Pút­ins. Ár­ið 2017 skrif­aði hún merki­lega grein um sál­ar­ástand þjóð­ar sinn­ar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merki­legt dæmi um að and­stæð­ing­ar Pút­ins í Rússlandi leita aldrei skýr­inga á hörm­ung­um lands­ins, sem nú hafa brot­ist út með stríð­inu í Úkraínu, í „út­þenslu NATO til aust­urs“ eða „ein­angr­un Rúss­lands“ eða „ör­ygg­is­þörf rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar“. Hinir hug­rökku stjórn­ar­and­stæð­ing­ar í Rússlandi sjá skýr­ing­una ein­göngu í alltumlykj­andi al­ræði stjórn­ar Pút­ins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástand­ið en stjórn­mála­skýrend­ur á Vest­ur­lönd­um.
Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Flækjusagan

Úkraínu­menn sökktu sjálf­ir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erf­ið­ari ákvörð­un“

Freigát­unni Hetman Sa­hai­dachny sökkt í höfn­inni í My­kolaiv svo hún félli ekki í hend­ur Pút­ins
„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Flækjusagan

„Ver­um ekki á móti stríð­inu — berj­umst gegn stríð­inu!“

Rúss­neski stjórn­ar­and­stöðu­leið­tog­inn Al­ex­ei Navalny hef­ur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berj­ast gegn árás­inni á Úkraínu. Svo hljóð­ar það: „Við — Rúss­ar — vilj­um vera þjóð frið­ar. En því mið­ur myndu fá­ir kalla okk­ur það núna. En við skul­um að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af rag­geit­um sem þykj­ast ekki...

Mest lesið

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
2
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
3
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
4
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
5
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
6
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.

Mest deilt

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
4
Fréttir

Berst gegn Borg­ar­línu og hef­ur ekki tek­ið strætó í 30 ár

Odd­vit­ar Reykja­vík­ur­fram­boð­anna eru flest­ir sam­mála um að bæta eigi al­menn­ings­sam­göng­ur og að­eins einn sagð­ist vera á móti Borg­ar­línu. Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins, vill greiða götu einka­bíls­ins og hætta við Borg­ar­línu.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
5
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
6
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Odd­vit­ar mæt­ast í beinni út­send­ingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Mest lesið í vikunni

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Átök í kapp­ræð­um: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skamm­ast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
4
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Hilmar Þór Hilmarsson
5
Aðsent

Hilmar Þór Hilmarsson

Kjarn­orku­stríð í Úkraínu?

Aldrei fyrr hef­ur heim­ur­inn kom­ist jafnn­á­lægt kjarn­orku­stríði, seg­ir Hilm­ar Þór Hilm­ars­son pró­fess­or.
Kappræður Stundarinnar 2022
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar 2022

Odd­vit­ar fram­boð­anna sem bít­ast um völd­in í borg­inni mæt­ast í kapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar klukk­an 14:00. Um er að ræða fyrstu kapp­ræð­urn­ar í beinni út­send­ingu þar sem all­ir odd­vit­arn­ir mæta til leiks.
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hjól­að í Kjart­an vegna hjálms­ins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Mest lesið í mánuðinum

Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
1
Eigin Konur#82

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Áróð­urs­bréfi um störf eig­in­manns Hild­ar fyr­ir Jón Ás­geir dreift til sjálf­stæð­is­fólks

Í að­drag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í mars var ómerktu dreifi­bréfi um eig­in­mann Hild­ar Björns­dótt­ur dreift til flokks­manna. Þar var rætt um vinnu manns henn­ar, Jóns Skafta­son­ar fyr­ir fjár­fest­inn Jón Ás­geir Jó­hann­es­son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ás­geir verð­ur hluti af pró­kjörs­bar­áttu í flokkn­um.
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Kosn­inga­próf Stund­ar­inn­ar er nú op­ið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.
Systurnar berjast fyrir bótunum
4
Fréttir

Syst­urn­ar berj­ast fyr­ir bót­un­um

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Fjár­mála­ráð­herra, flækju­fót­ur, föð­ur­lands­svik­ari

Úps, hann gerði það, aft­ur. Seldi ætt­ingj­um rík­is­eign­ir, aft­ur. Vissi ekki neitt um neitt, aft­ur.
Helga Sif og Gabríela Bryndís
6
Eigin Konur#80

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Patrekur
7
Eigin Konur#81

Pat­rek­ur

Pat­rek­ur bjó með móð­ur sinni og stjúp­föð­ur þeg­ar hann reyndi al­var­lega sjálfs­vígstilraun. Helga Sif er móð­ir Pat­reks, en hún steig fram í við­tali við Eig­in kon­ur þann 25. apríl og lýsti of­beldi föð­ur­ins. Pat­rek­ur stíg­ur nú fram í stuttu við­tali við Eig­in kon­ur og seg­ir sárt að ekki hafi ver­ið hlustað á sig eða systkini sín í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...