Sjúkratryggingar Íslands segja SÁÁ hafa sent stofnuninni gríðarlegt magn tilhæfulausra reikninga, sem sé grunnurinn að 175 milljóna króna kröfu stofnunarinnar á hendur samtökunum. Ekkert hafi komið fram í svörum SÁÁ við rannsókn Sjúkratrygginga (SÍ) sem breyti þeirri niðurstöðu. Stofnunin hafi greitt reikninga SÁÁ í góðri trú en hafi verið í myrkri um starfsemina.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tíu blaðsíðna bréfi sem stofnunin sendi SÁÁ með niðurstöðum úr rannsókn sinni. Stundin fékk bréfið afhent hjá Sjúkratryggingum síðdegis. Í bréfinu er málið reifað, niðurstaðan kynnt og svör SÁÁ vegna athugasemda stofnunarinnar birt. Ari Matthíasson, deildarstjóri eftirlitsdeildar SÍ, segir í skriflegu svari til Stundarinnar að æðstu stjórnendur Sjúkratrygginga Íslands hafi komið að málinu.
Niðurstaðan er sú að Sjúkratryggingar Íslands fara fram á að SÁÁ greiði stofnuninni til baka rétt tæpar 175 milljónir króna „vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni“.
Í bréfinu segir að Sjúkratryggingar hafi kallað …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir (1)