Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir að niðurstaða í máli SÁÁ sé fengin eftir ítarlega skoðun og SÍ hafi verið skylt að tilkynna málið til héraðssaksóknara. Ábyrgð á þjónustunni sé alfarið stjórnenda SÁÁ en ekki einstakra starfsmanna. Hún segir afar ómaklegt að Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og sakaður um ómálefnaleg sjónarmið.
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 27. maí.
Ábyrgðin er stjórnenda, ekki starfsfólksMaría Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir aldrei hafa verið bornar fram ásakanir á hendur starfsfólki SÁÁ.Mynd: Aðsend
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist í samtali við Stundina skilja að mál SÁÁ sem Sjúkratryggingar hafa sent til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, veki athygli úr því það sé komið í fjölmiðla ,,en sem opinber stofnun getum við ekki tjáð okkur um það nema að takmörkuðu leyti. Okkur er hins vegar skylt að vísa málum til saksóknara undir ákveðnum kringumstæðum og við höfðum samráð við sérfræðinga utan stofnunarinnar meðan skoðun á málinu fór fram,” segir María sem telur þó mikilvægt að svara, eins og henni sé unnt, þeirri gagnrýni sem fram sé komin á ákvörðun Sjúkratrygginga í máli SÁÁ.
Sjúkratryggingar Íslands hafa, auk þess að kæra SÁÁ til embættis héraðssaksóknara fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu, krafið samtökin um 175 milljóna króna endurgreiðslu.
Framkvæmdastjórn SÁÁ sagði í tilkynningu í vikunni að hún harmaði þann farveg sem málið væri komið í. Aðstæður sem fylgdu heimsfaraldri hafi verið krefjandi og að það séu mikil vonbrigði að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að málum staðið og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara.
SÁÁ segir aðgerðir SÍ rýra traust almennings á samtökunum
Síðdegis í gær var haldinn aukafundur 48 manna stjórnar SÁÁ vegna málsins. Þar var samþykkt ályktun sem ekki hefur verið birt opinberlega en Stundin hefur afrit af. Í henni segir meðal annars að aðalstjórn SÁÁ lýsi fullu trausti til framkvæmdastjórnar, stjórnenda og starfsfólks samtakanna. Ennfremur segir að stjórn SÁÁ harmi framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ og hún furði sig á því að SÍ hafi margítrekað hunsað beiðni SÁÁ um samtal um meint ágreiningsefni áður en málin hafi verið sett í þann farveg sem þau séu nú í.
Þá skorar stjórn SÁÁ á stjórnendur Sjúkratrygginga að setjast niður og ræða málin við SÁÁ af heilindum, með það að markmiði að leysa úr ágreiningi ef einhver sé.
Enn fremur segir í ályktun fundarins að aðgerðir SÍ gegn SÁÁ hafi verið yfirdrifnar og rýri traust almennings á þjónustu SÁÁ. Þeir einu sem tapi á því séu skjólstæðingar SÁÁ, notendur þjónustunnar.
,,Það er á ábyrgð stjórnenda hvernig starfsemi er skipulögð og hvernig hún fer fram. Það er ekki ábyrgð einstakra starfsmanna"
María Heimisdótttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
María segist aðspurð um þessa gagnrýni SÁÁ að stjórnendur samtakanna hafi fengið mörg tækifæri til að koma fram með athugasemdir við skoðun eftirlitsdeildar SÍ og leiðrétta ef ástæða þótti til. „Þetta eru niðurstöður ítarlegrar skoðunar Sjúkratrygginga en ég vil taka fram að Sjúkratryggingar virða og meta mikils þá þjónustu sem starfsfólk SÁÁ veitir. En það er á ábyrgð stjórnenda hvernig starfsemi er skipulögð og hvernig hún fer fram. Það er ekki ábyrgð einstakra starfsmanna,“ segir María en í vikunni var send yfirlýsing til fjölmiðla þar sem starfsmenn SÁÁ „mótmæla harkalega þeim ásökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar inntu af hendi á tímabilum þar sem ítrutstu sóttvarna var krafist af yfirvöldum vegna heimsfaraldurs“.
Nokkrir starfsmenn SÁÁ höfðu samband við Stundina eftir að yfirlýsingin var send til fjölmiðla og lýstu óánægju með að hún væri sögð vera frá starfsfólki SÁÁ því hún hefði ekki verið borin undir allt starfsfólkið og því ekki í nafni allra sem þar vinna. „Hún var skrifuð fyrir okkar hönd án okkar vitundar,“ sagði starfsmaður sem Stundin ræddi við. Fleira starfsfólk sem rætt var við tók í sama streng en aðrir sögðust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyrir hönd starfsfólks enda sé það gert í góðri trú.
Erfitt ástand leysi stofnanir og samtök ekki undan tilkynningaskyldu
Stjórnendur SÁÁ hafa einnig bent á að Sjúkratryggingar hafi ekki tekið tillit til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs. Og að vegna stöðunnar í samfélaginu hafi verið ákveðið að hringja í skjólstæðinga í stað hefðbundinna ráðgjafaviðtala.
„Við áttum okkur eins og aðrir á því að það er heimsfaraldur og það þurftu margir að breyta sinni þjónustu vegna ástandsins en það gildir nú það engu að síður að veitendur þurfa að tilkynna formlega um að þau ætli að breyta þjónustunni og þurfa að leita samþykkis fyrir því að fá greitt fyrir þessa þjónustu. Einnig setur landlæknir ákveðin skilyrði og skilgreinir hvað telst vera fjarþjónusta og sú þjónusta sem SÁÁ veitti á þessum tíma virðist ekki samræmast skilgreiningu landlæknis um fjarþjónustu, að minnsta kosti ekki í öllum tilvikum, til dæmis þegar um stutt símtöl var að ræða sem síðan voru sendir reikningar fyrir eins og það hafi verið ráðgjafaviðtöl,“ segir María.
Hún segir að erfitt ástand í samfélaginu leysi fólk ekki undan því að tilkynna Sjúkratryggingum formlega um svo veigamiklar breytingar á þjónustunni, óska eftir samtali um að samið verði um greiðslur vegna þess „og síðast en ekki síst að fylgja reglum heilbrigðisyfirvalda um hvernig þjónustan er veitt,“ segir María.
Segja Sjúkratryggingar hafa verið upplýstar
Stjórnendur SÁÁ segja hins vegar að Sjúkratryggingar hafi verið upplýstar um að gerðar yrðu breytingar á þjónustunni til að „viðhalda sambandi við skjólstæðinga í heimsfaraldri,“ eins og Einar Hermannsson formaður SÁÁ komst að orði í viðtali við Stundina í síðustu viku. Þá sagði Einar einnig:
„Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, lét Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga, vita af því í mars 2020 að SÁÁ væri að fara í fjarþjónustu og myndi nota til þess símtöl. Þannig að þau voru alls ekki í neinu myrkri, en það er eins og þau hafi ekki lesið bréfið sem stjórn SÁÁ sendi þeim í sumar. Þau hlustuðu ekki og lásu ekki bréfið frá okkur,“ sagði Einar.
Valgerður RúnarsdóttirForstjóri SÍ segir ekki rétt að framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ hafi sent formlegt erindi um breytingar á þjónustu
Mynd: SÁÁ
María segir að þetta hafi aldrei verið tilkynnt formlega. „Það er þannig að Valgerður Rúnarsdóttir var í sambandi gegnum tölvupóst vegna allt annars máls í starfi SÁÁ en það varðaði uppsagnir á sálfræðingum sem þar störfuðu og ég hafði áhyggjur af því. Valgerður sendi okkur póst með útskýringum á því hvaða áhrif uppsagnirnar hefðu á þjónustu SÁÁ og inni í þeim pósti kom með óformlegu orðalagi fram að þau væru að færa sig í fjarþjónustu. Síðan var tölvupósturinn áfram um þetta erindi sem ég hafði sent sem varðaði sálfræðiþjónustu og það er ekki með nokkru móti hægt að líta á þetta sem tilkynningu eða ákvörðun hvað þá að þarna hafi verið leitað til okkar með eitthvert samþykki,“ segir María og bætir við að í bréfaskiptum SÁÁ og SÍ hafi komið fram að forsvarsfólk samtakanna taldi að þau hefðu átt að tilkynna formlega um hvernig staðið yrði að viðtölum við skjólstæðinga. „Þannig að þau segja það nú sjálf að það hafi ekki verið rétt að þessu staðið,“ segir María.
Stundin hefur undir höndum bréf sem Einar Hermannsson, formaður SÁÁ sendi til allra í 48 manna aðalstjórninni síðastliðið sumar. Í bréfinu segir:
„Við höfum tekið saman upplýsingar og gögn sem beðið hefur verið um og viljum að sjálfsögðu leysa þetta mál eins hratt og örugglega og unnt er. Eftir á að hyggja hefði kannski átt að skrá þessi viðtöl með öðrum hætti en gert var,“ segir í bréfinu sem formaður SÁÁ sendi til stjórnar samtakanna síðastliðið sumar.
„Þannig að þau segja það nú sjálf að það hafi ekki verið rétt að þessu staðið“
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Stundin hefur upplýsingar um að í bréfi SÁÁ sem sent var til SÍ síðastliðið sumar komi fram það álit forsvarsmanna SÁÁ að samtökin hefðu átt að upplýsa formlega um þessar breytingar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar segir í bréfinu að ekki sé litið framhjá því að þrátt fyrir sérstakar og fordæmalausar aðstæður hafi eflaust mátt gera betur í einhverjum atriðum, þ.á.m. hvað form reikningsgerðar varðar. Í bréfinu segir: „Hefði t.d. farið betur að SÍ hefði verið nánar formlega upplýst um tímabundna breytta framkvæmd þjónustu og form reikningsgerðar gagnvart stofnuninni.“
,,Beinlínis skylt að grípa til aðgerða"
María segir það eitt af hlutverkum Sjúkratrygginga að hafa eftirlit með þjónustunni sem veitt er samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið. „Það eru ýmis eftirlitsmál sem við höfum verið með í gangi og sem betur fer enda þau nú oft án nokkurra aðgerða og það er auðvitað það sem við viljum helst að það finnist ekkert athugavert við eftirlit en inn á milli koma upp mál eins og þetta þar sem okkur er beinlínis skylt að grípa til aðgerða eins og að vísa til annarra stofnana, í þessu tilviki til embættis landlæknis, Persónuverndar og saksóknara,“segir María og bætir við að Sjúkratryggingar hafi alla tíð átt góð samskipti við SÁÁ. „Við metum þjónustu þeirra afar mikils og allt starfsfólk Sjúkratrygginga er upplýst um hversu mikilvæg starfsemi SÁÁ er og hve þjónustan sem þar er veitt er viðkvæm. Starfsfólk Sjúkratrygginga hefur það í huga,“ segir María.
Segir ómaklegt að starfsmaður SÍ sé dreginn inn í umræðuna
Þykir leitt að persóna Ara sé dregin inn í máliðGagnrýni á störf Ara Matthíassonar er tilhæfulaus, segir forstjóri SÍ
Mynd: RÚV
Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ sagði í Fréttablaðinu í vikunni að Sjúkratryggingar hefðu brotið lög þegar starfsmaður SÍ skoðaði sjúkraskrár skjólstæðinga SÁÁ. „Þetta er ekki rétt. Við hjá Sjúkratryggingum teljum okkur hafa verið að vinna innan okkar lagaheimilda. Það voru gerðar breytingar á lögum um sjúkratryggingar árið 2020 og þar er heimild stofnunarinnar til að sýsla með gögn bæði útskýrð vandlega og þær rýmkaðar. Starfsfólki SÍ er þetta því heimilt enda staðreyndin sú að mörg verkefni SÍ krefjast þess að unnið sé með persónugreinanleg gögn,“ segir María.
,,Mér þykir afar leitt að einn starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og það á afar ómaklegan hátt"
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga
Í samtölum sem Stundin hefur átt við nokkra sem sitja í stjórn samtakanna og við starfsfólk undanfarna daga hefur verið nefnt að það sé einkennilegt að fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ sé deildarstjóri eftirlitsdeildar SÍ og stýri skoðun stofnunarinnar á SÁÁ. Þar er einnig verið að tala um Ara Matthíasson. „Mér þykir afar leitt að einn starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og það á afar ómaklegan hátt. Hann hefur sakaður um ómálefnalega nálgun og rökin eru þau að hann hafi á árum áður starfað hjá SÁÁ. Þessi gagnrýni er algerlega tilhæfulaus og við hörmum það að verið sé að draga inn í þessa umræðu einn starfsmann sem er auðvitað bara að vinna sína vinnu fyrir stofnunina. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem standa fyrir eftirlitinu, ekki einstakir starfsmenn eða deild heldur stofnunin sem slík. Það er rétt að viðkomandi starfsmaður var framkvæmdastjóri SÁÁ árin 2006 - 2009, síðan eru liðin tæp 13 ár. Það eru engar forsendur til að ætla að hann sé með einhverjum hætti vanhæfur til að sinna þessu eftirliti. Enda eru ýmsir aðrir innan stofnunarinnar sem hafa komið að þessu eftirliti það er ekki eins og það sé einn starfsmaður að vinna þetta í tómarúmi. Þá var leitað til utanaðkomandi ráðgjafar við vinnslu málsins. Það snýr ennfremur að reikningum vegna áranna 2020 og 2021,“ segir María.
„Málið er farið til héraðssaksóknara og því úr okkar höndum“
Framkvæmdastjórn SÁÁ segir að Sjúkratryggingar hafi ekki brugðist við ósk þeirra að finna leið til lausna áður en málið færi lengra „Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.
„Við erum búin að fara ítarlega yfir þetta. Við höfum skipst á mjög miklu magni upplýsinga og við höfum ítrekað gefið SÁÁ færi á að koma með enn frekari skýringar. Nú liggur fyrir niðurstaða. Málið er farið til héraðssaksóknara og því úr okkar höndum,“ segir María. Hún segir að SÍ telji að öll helstu gögn málsins liggi fyrir og til að tryggja rekjanleika hafi verið lögð áhersla á skrifleg samskipti.
„Og þar sést vel að það var oft kallað eftir skýringum og upplýsingum. Við verðum að muna að svona eftirlit er formlegt ferli og því mikilvægt að samskipti séu formleg og skrifleg því þá er hægt að rekja þau” segir María og bætir við að starfsfólk og stjórnendur Sjúkratrygginga fundi oft ,,um alla mögulega hluti” með sínum samningsaðilum ,,en eftirlit er þess eðlis og það þekkja öll sem farið hafa í gegnum slíkt til dæmis hjá embætti landlæknis eða ríkisendurskoðanda að það fer fram með formlegum hætti, yfirleitt með skriflegum samskiptum, eftir því sem við best vitum. Við höfum ekki rift samningi okkar við SÁÁ. Í sumum eftirlitsmálum hefur því miður komið til þess. Það er sem betur fer ekki staðan hér þannig að það er sannarlega talsamband á milli aðila. Samningur Sjúkratrygginga og SÁÁ er virkur,“ segir María
Stjórnendur SÁÁ hafa sagt að þau hafi alltaf haft trú á að málið myndi vera leyst með samtali milli SÁÁ og Sjúkratrygginga. „Já, ég ætla ekki að bera brigður á það. Okkur finnst best þegar ekkert finnst við eftirlit, það eru bestu niðurstöður sem hægt er að óska sér. Þannig var það bara ekki í þessu máli. Því miður,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Það virðist erfitt að reka einkarekna heilbrigðisstofnun skandallaust.
0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Mest lesið
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
Mest deilt
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
2
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
Oddvitar Reykjavíkurframboðanna eru flestir sammála um að bæta eigi almenningssamgöngur og aðeins einn sagðist vera á móti Borgarlínu. Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, vill greiða götu einkabílsins og hætta við Borgarlínu.
5
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
6
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
Borgarstjóraefni flokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum um helgina mætast í kappræðum sem streymt verður á vef Stundarinnar í dag. Lokasprettur kosningabaráttunnar er genginn í garð og verða oddvitarnir krafðir svara um hvernig þeir ætla að koma sínum stefnumálum til framkvæmda.
Mest lesið í vikunni
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn deildi um ábyrgð á hækkun húsnæðisverðs. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagði fulltrúa minnihlutans ekki kunna að skammast sín.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
5
Aðsent
Hilmar Þór Hilmarsson
Kjarnorkustríð í Úkraínu?
Aldrei fyrr hefur heimurinn komist jafnnálægt kjarnorkustríði, segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor.
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
„Ég hjóla nú töluvert,“ segir Kjartan Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Netverjar vilja meina að hjálmur sem hann sést skarta í kosningamyndbandi flokksins snúi öfugt. Fyrirséð er að samstaða sé þvert á flokka um aukna innviði fyrir hjólandi Reykvíkinga á komandi kjörtímabili
Mest lesið í mánuðinum
1
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í mars var ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur dreift til flokksmanna. Þar var rætt um vinnu manns hennar, Jóns Skaftasonar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ásgeir verður hluti af prókjörsbaráttu í flokknum.
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
3
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 býður upp á greiningu á svörum almennings og sigtun á mikilvægustu spurningunum.
4
Fréttir
7
Systurnar berjast fyrir bótunum
„Æskunni var rænt af okkur. Við höfum aldrei átt eðlilegt líf,“ segja systurnar Anna og Linda Kjartansdætur, sem ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi og stjúpmóður sem var dæmd fyrir að misþyrma þeim. Bótasjóður vildi ekki greiða út miskabætur því brot föður þeirra voru framin erlendis og hefur ekki enn svarað kröfum vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Úps, hann gerði það, aftur. Seldi ættingjum ríkiseignir, aftur. Vissi ekki neitt um neitt, aftur.
6
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Eigin Konur#81
Patrekur
Patrekur bjó með móður sinni og stjúpföður þegar hann reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun. Helga Sif er móðir Patreks, en hún steig fram í viðtali við Eigin konur þann 25. apríl og lýsti ofbeldi föðurins. Patrekur stígur nú fram í stuttu viðtali við Eigin konur og segir sárt að ekki hafi verið hlustað á sig eða systkini sín í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
Nýtt á Stundinni
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Í þessum síðari hluta beini ég sjónum mínum að marxískum kenningum um heimsvaldastefnu og mannkynssögu. Þær verða gagnrýndar nokkuð harkalega, ekki síst í þeirri mynd sem Þórarinn Hjartarson dregur upp af þeim. Hin illa Ameríka og „heimsvaldastefnan“. Þórarinn heldur því fram að meint áróðursmaskína Bandaríkjanna villi mönnum sýn í Úkraínumálinu. En honum dettur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Friðmey Spjóts (Britney Spears) söng sem frægt er orðið í orðastað stelpunnar sem gerði sömu mistökin aftur og aftur, lék sér að hjörtum pilta. Æði margir vinstrisósíalistar eru andleg skyldmenni stelpugæsarinnar. Þeir lágu flatir fyrir alræðisherrum og fjöldamorðingjum á borð við Stalín og Maó, hlustuðu ekki á gagnrýni en kokgleyptu áróðri alræðisins. Í landi Kremlarbóndans, Stalíns, væri „líbblegur litur í...
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
PistillÚkraínustríðið
Hilmar Þór Hilmarsson
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Stríð í Úkraínu vekur spurningar um stöðu landsins í Evrópu og stækkun NATO. Fyrir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvorug stofnunin var tilbúin að tímasetja líklega aðild. Nú er spurning um hvað stjórnvöld í Úkraínu eru tilbúin að semja. Of mikla eftirgjöf við Rússa mætti ekki aðeins túlka sem ósigur Úkraínu heldur líka ósigur Bandaríkjanna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir unga konan sem er til vinstri á myndinni? Fornafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Hver er elsti banki landsins, stofnaður 1885? 2. Árið 1980 gaf fyrirtækið Kreditkort út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Hvað nefndist það kort? 3. Ungur Norðmaður er nú að ganga til liðs við karlalið Manchester City í fótbolta. Hvað heitir hann? 4. Sami maðurinn...
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Jón Trausti Reynisson
Þetta er það sem Einar getur gert
Skynsamleg niðurstaða meirihlutaviðræðna virðist liggja í augum uppi.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Pálminn úr höndum Framsóknar?
Eftir ákvörðum Vinstri grænna um að sitja í minnihluta á komandi kjörtímabili og útilokun Pírata á Sjálfstæðisflokknum og Sósíalista á samstarfi við hann og Viðreisn, er lítið annað í stöðunni en meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar.
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
Þrautir10 af öllu tagi
1
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Hér snúast allar spurningar um Stalín eða eitthvað sem honum tilheyrir. Fyrri aukaspurning: Í sjónvarpsseríu frá 1994 fór víðfrægur breskur leikari með hlutverk Stalíns. Hann má sjá hér að ofan. Hver er leikarinn? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins, fæddist Stalín? 2. Stalín var af óbreyttu alþýðufólki. Faðir hans starfaði við ... hvað? 3. ...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir (1)