Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
„Ég var hræðilega veik,“ segir kona sem birtir samskipti sín við Einar Hermannsson fráfarandi formann SÁÁ og lýsir því að hann hafi greitt fyrir afnot af líkama hennar á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn samtakanna.
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð
„Þetta er mín saga,“ segir Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, sem kallar eftir aðgerðum varðandi starfsemi SÁÁ. „Ég hef heyrt óteljandi aðrar, orðið vitni af enn öðru.“
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Fráfarandi formaður SÁÁ keypti vændisþjónustu af fíknisjúklingi
Einar Hermannsson, sem síðdegis sagði af sér formennsku í SÁÁ vegna vændismáls, keypti á árunum 2016 til 2018 vændisþjónustu af konu sem var í mikilli fíkniefnaneyslu og hafði verið og er núna skjólstæðingur SÁÁ. Stundin hefur undir höndum gögn sem staðfesta þetta.
Fréttir
1
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir að niðurstaða í máli SÁÁ sé fengin eftir ítarlega skoðun og SÍ hafi verið skylt að tilkynna málið til héraðssaksóknara. Ábyrgð á þjónustunni sé alfarið stjórnenda SÁÁ en ekki einstakra starfsmanna. Hún segir afar ómaklegt að Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og sakaður um ómálefnaleg sjónarmið.
Fréttir
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Aukafundi stjórnar SÁÁ sem boðað var til vegna niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands lauk rétt í þessu. Á fundinum var lýst yfir fullu trausti á framkvæmdastjórn SÁÁ, stjórnendur og starfsfólk samtakanna.
Í ályktun sem samþykkt var segir meðal annars, samkvæmt heimildum Stundarinnar, að aðgerðir SÍ gegn SÁÁ hafi verið yfirdrifnar og rýri traust almennings á samtökunum.
Fréttir
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Yfirlýsing frá starfsfólki SÁÁ var ekki borin undir allt starfsfólk samtakanna áður en hún var send til fjölmiðla í gær, samkvæmt heimildum Stundarinnar. „Hún var skrifuð fyrir okkar hönd án okkar vitundar,“ segir starfsmaður sem Stundin ræddi við. Fleira starfsfólk sem rætt var við tók í sama streng en aðrir sögðust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyrir hönd starfsfólks enda sé það gert í góðri trú.
Fréttir
2
Segja Sjúkratryggingar vega gróflega að starfsheiðri starfsfólks SÁÁ
Starfsfólk SÁÁ mótmælir „harkalega ásökunum“ Sjúkratrygginga Íslands varðandi þjónustu sem ráðgjafar SÁÁ hafi veitt í heimsfaraldri og segja að með málsmeðferð Sjúkratrygginga sé vegið gróflega að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ.
Fréttir
Framkvæmdastjórn SÁÁ slegin vegna lögreglukæru
„Framkvæmdastjórn SÁÁ harmar þann farveg sem málið er komið í,“ segir í tilkynningu framkvæmdastjórnar SÁÁ sem Einar Hermannsson, formaður samtakanna, sendi fjölmiðlum. Sjúkratryggingar Íslands kærðu samtökin til embættis héraðssaksóknara fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga.
Fréttir
1
SÁÁ sendi gríðarlegt magn af „tilhæfulausum reikningum“
Sjúkratryggingar Íslands segja að ekkert í svörum SÁÁ breyti þeirri niðurstöðu að samtökin hafi sent gríðarlegt magn af tilhæfulausum reikningum. SÍ hafi lengi verið í „algeru myrkri“ um tilurð þeirra og eðli og þeir því verið greiddir í góðri trú. Þá sé meðferð SÁÁ á sjúkraskrám „augljós brot á lögum“.
Fréttir
Héraðssaksóknari rannsakar SÁÁ
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari staðfestir að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands hafi sent mál sem varðar SÁÁ til embættisins þar sem það verði rannsakað. Málið hefur einnig verið tilkynnt til Persónuverndar og landlæknisembættisins.
Fréttir
1
Stjórn SÁÁ boðuð á aukafund vegna kröfu Sjúkratrygginga um 174 milljóna króna endurgreiðslu
Nokkrir í 48 manna aðalstjórn SÁÁ gagnrýna að hafa ekki fengið að sjá bréf eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ. Samtökunum er gert að endurgreiða Sjúkratryggingum 174 milljónir króna. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, hefur boðað stjórn samtakanna á aukafund í næstu viku vegna málsins.
Fréttir
Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um 174 milljónir í endurgreiðslu
Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ.
Dæmi sé um að ráðgjafi hafi hringt í skjólstæðing til að tilkynna lokun göngudeilda en skráð símtalið sem ráðgjafaviðtal og rukkað Sjúkratryggingar í samræmi við það. Málið er komið inn á borð Landlæknis. Formaður SÁÁ segir framkvæmdastjórnina hafna niðurstöðu Sjúkratrygginga og kallar hana „tilefnislausar ásakanir“.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.