Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ríkisframlög grundvöllur hundraða milljóna hagnaðar stjórnmálaflokka

Stjórn­mála­flokk­ar sem fá út­hlut­að pen­ing­um úr rík­is­sjóði högn­uð­ust um hundruð millj­óna ár­ið 2020 fyrst og fremst vegna fram­laga úr rík­is­sjóði. Flokks­starf er að­eins að litlu leyti fjár­magn­að af fé­lags­fólki eða með styrkj­um fyr­ir­tækja og ein­stak­linga.

Ríkisframlög grundvöllur hundraða milljóna hagnaðar stjórnmálaflokka
Tekjustofnanir Myndin sýnir hvernig peningar streyma frá fjórum helstu tekjustofnum stjórnmálaflokkanna og hversu stór hluti tekna fer í rekstur og hvað verður eftir sem hagnaður. Um helmingur flokkanna hafa tekjur af annarri starsfemi en í gegnum styrki en þær tekjur, sem eru óverulegar, eru ekki sýndar á þessari mynd. Mynd: Stundin / JIS

Mörg hundruð milljóna króna samanlagður hagnaður stjórnmálaflokka sem fá greiðslur samkvæmt fjárlögum er að mestu tilkominn vegna lögbundins framlags ríkisins. Þetta má lesa út úr ársreikningum flokkanna sem um ræðir fyrir árið 2020. Ársreikningarnir hafa verið birtir í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar, sem hefur eftirlit með fjármögnun stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Flokkarnir átta sem voru á fjárlögum árið 2020 fengu samtals 831,5 milljónir frá ríkinu. Þeir skiluðu 305 milljóna króna hagnaði sama ár. 

Flokkarnir sem um ræðir eru Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Flokkarnir fá úthlutað eftir kjörfylgi í síðastliðnum þingkosningum. Úthlutun ársins 2020 og 2021 er samkvæmt niðurstöðum þingkosninganna 2017. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk mest fylgi í þeim kosningum, fékk því mest af peningum frá ríkinu. Flokkurinn fékk árið 2020 rúmar 195 milljónir króna. Vinstri gæn, sá næststærsti, fékk 134 milljónir og Samfylking 103 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Þórhallsdóttir skrifaði
    Það hlýtur að þurfa að vinda ofan af þessu rugli.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ótrúlegt, þetta samsukk. Þarna er engin stjórnarandstaða.
    0
  • SorryStina en ég hef bara engar skoðanir á stjórnmálum þetta virðist allt vera hvað öðru likt
    0
  • Reynir Eggertsson skrifaði
    Hvað gerist þegar Miðflokkurinn hættir að vera til, eftir næstu þingkosningar t.d. - hvað verður þá um eftirstöðvarnar; fara þær beint á Tortólureikning foringjans?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Einhverjir horfa á eins og tilfinningasljóir kettir sem horfa á sjónvarpið en sjá ekki neitt.Þó slík fyrirbæri séu ekki til í náttúrunni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Og til er elíta sem haldið uppi af skattborgurum og misnotar ríkisvaldið á almenna borgara. Hvað var kúlulánadrottningin að tala um 2 vikur?
    0
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Án þessa 'hagnaðar' væri Sjálfstæðisflokkurinn sennilega eini flokkurinn sem hefði fjármagn til að reka alvöru kosningabaráttu.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hagnaður? heitir þetta ekki sjálftaka?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár